Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2015 19:00 Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. Ólafur Ólafsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun og markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Þá var hann dæmdur til að greiða þrjár fjórðu hluta sakarkostnaðar í málinu. Hann hefur nú óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Skilyrði fyrir endurupptöku sakamáls koma fram í 211. gr. laga um meðferð sakamála. Þar segir í c-lið að endurupptökunefnd geti orðið við beiðni um endurupptöku ef „verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Það er á grundvelli þessa ákvæðis sem Ólafur óskar eftir endurupptöku en hann telur að sönnunargögn hafi verið rangt metin í Al-Thani málinu. Í dómi Hæstaréttar er vitnað í samtal sem vitnið Bjarnfreður Ólafsson á við vitnið Eggert Hilmarsson. Þar ræðir Bjarnfreður strúktúr viðskiptanna í kringum kaup Al-Thani á bréfum í Kaupþingi og vitnar til samtals sem hann átti við „Óla.“ Í dómi Hæstaréttar er gengið út frá því að umræddur Óli sé Ólafur Ólafsson enda segir í dómnum: „Ítrekað kom fram í þessu símtali að BÓ hafi rætt við „Óla“, sem hann kaus að nefna svo og bersýnilega var ákærði Ólafur, um ýmis atriði í tengslum við viðskipti með hlutabréfin.“Ólafur Ólafsson hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í Al-Thani málinu fyrir markaðsmisnotkun og hlutdeild í markaðsmisnotkun.Í endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar er vitnað til bréfs Bjarnfreðar Ólafssonar til endurupptökunefndar þar sem hann staðfestir að hann hafi í umræddu símtali verið að vitna til Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar lögmanns og sérfræðings í verðbréfamarkaðsrétti en ekki Ólafs Ólafssonar. Þá segir í beiðninni: „Í umfangsmiklum gögnum málsins er hvergi að finna gögn sem gefa til kynna að BÓ (Bjarnfreður Ólafsson) hafi verið í beinum samskiptum við dómfellda um upplegg viðskiptanna eða mögulega flöggunarskyldu hans.“ Þá er í bréfi til endurupptökunefndar vitnað til þess að vitnið Eggert Hilmarsson hafi tvívegis í skýrslutöku hjá lögreglu vitnað til þess að Bjarnfreður hafi notið ráðgjafar téðs Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar í tengslum við viðskipti Al-Thani með hlutabréf í Kaupþingi.Þurfa ekki ætluð mistök að hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins til að fallast megi á beiðni um endurupptöku? „Jú, ég tel að það sé rétt. Ef maður skoðar dóm Hæstaréttar og textann sem þar er þá sýnist mér að þessi mistök, sem ég tel að hafi orðið, hafi haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Þórólfur Jónsson sem var verjandi Ólafs í Al-Thani málinu og fer nú með mál hans fyrir endurupptökunefnd. Eru einhver sakamál tekin upp? Hefur endurupptökunefnd fallist á einhverja endurupptökubeiðni í sakamáli frá því sakamálalögin tóku gildi árið 2008? „Mér sýnist við snögga skoðun að það hafi eitt mál verið tekið upp. Þetta er því ákaflega sjaldgæft en reglurnar eru þarna og þeim á að beita við ákveðnar aðstæður.“ Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. Ólafur Ólafsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun og markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Þá var hann dæmdur til að greiða þrjár fjórðu hluta sakarkostnaðar í málinu. Hann hefur nú óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Skilyrði fyrir endurupptöku sakamáls koma fram í 211. gr. laga um meðferð sakamála. Þar segir í c-lið að endurupptökunefnd geti orðið við beiðni um endurupptöku ef „verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Það er á grundvelli þessa ákvæðis sem Ólafur óskar eftir endurupptöku en hann telur að sönnunargögn hafi verið rangt metin í Al-Thani málinu. Í dómi Hæstaréttar er vitnað í samtal sem vitnið Bjarnfreður Ólafsson á við vitnið Eggert Hilmarsson. Þar ræðir Bjarnfreður strúktúr viðskiptanna í kringum kaup Al-Thani á bréfum í Kaupþingi og vitnar til samtals sem hann átti við „Óla.“ Í dómi Hæstaréttar er gengið út frá því að umræddur Óli sé Ólafur Ólafsson enda segir í dómnum: „Ítrekað kom fram í þessu símtali að BÓ hafi rætt við „Óla“, sem hann kaus að nefna svo og bersýnilega var ákærði Ólafur, um ýmis atriði í tengslum við viðskipti með hlutabréfin.“Ólafur Ólafsson hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í Al-Thani málinu fyrir markaðsmisnotkun og hlutdeild í markaðsmisnotkun.Í endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar er vitnað til bréfs Bjarnfreðar Ólafssonar til endurupptökunefndar þar sem hann staðfestir að hann hafi í umræddu símtali verið að vitna til Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar lögmanns og sérfræðings í verðbréfamarkaðsrétti en ekki Ólafs Ólafssonar. Þá segir í beiðninni: „Í umfangsmiklum gögnum málsins er hvergi að finna gögn sem gefa til kynna að BÓ (Bjarnfreður Ólafsson) hafi verið í beinum samskiptum við dómfellda um upplegg viðskiptanna eða mögulega flöggunarskyldu hans.“ Þá er í bréfi til endurupptökunefndar vitnað til þess að vitnið Eggert Hilmarsson hafi tvívegis í skýrslutöku hjá lögreglu vitnað til þess að Bjarnfreður hafi notið ráðgjafar téðs Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar í tengslum við viðskipti Al-Thani með hlutabréf í Kaupþingi.Þurfa ekki ætluð mistök að hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins til að fallast megi á beiðni um endurupptöku? „Jú, ég tel að það sé rétt. Ef maður skoðar dóm Hæstaréttar og textann sem þar er þá sýnist mér að þessi mistök, sem ég tel að hafi orðið, hafi haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Þórólfur Jónsson sem var verjandi Ólafs í Al-Thani málinu og fer nú með mál hans fyrir endurupptökunefnd. Eru einhver sakamál tekin upp? Hefur endurupptökunefnd fallist á einhverja endurupptökubeiðni í sakamáli frá því sakamálalögin tóku gildi árið 2008? „Mér sýnist við snögga skoðun að það hafi eitt mál verið tekið upp. Þetta er því ákaflega sjaldgæft en reglurnar eru þarna og þeim á að beita við ákveðnar aðstæður.“
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira