„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2015 15:46 Íslendingar á flugvellinum á Shannon-flugvelli á Írlandi. Gangi allt að óskum munu um 150 Íslendingar lenda í Keflavík um klukkan 18 að loknu sólahringsferðalagi sínu frá Tenerife á Spáni. Vél Primera Air átti að lenda í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærkvöldi en óhætt er að segja að ferðalagið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Eins og Vísir greindi frá í gær þurftu farþegar í fluginu að bíða í flugvélinni í um tvo tíma þar til varð ljóst að nóttinni yrði varið á Írlandi.Ásgeir Tómasson fréttamaður á RÚV, einn farþega í vélinni, var hinn spakasti á Shannon-flugvelli þegar Vísir náði af honum tali á fjórða tímanum í dag. Aðspurður hvort þetta væri hans versta flugferð til þessa svaraði hann því til að hann hefði nú lent í ýmsu í gegnum árin. Þessi væri þó ein sú lengsta.Áhöfnin mátti ekki vinna lengur Fréttamaðurinn segir að eftir að flugvélin fór í loftið á Spáni í gær hafi verið tilkynnt að vélin væri mjög þung. Því þyrfti að millilenda á Shannon-flugvelli og taka bensín. Sömuleiðis var tilkynnt að veðurspáin á Norðurlandi væri slæm og því væri ekki hægt að treysta á Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Í aðdraganda lendingarinnar var farþegum sagt að það tæki um tuttugu mínútur að fylla vélina. „Við sátum í sætunum okkar í hitanum,“ segir Ásgeir. Í kjölfarið hafi farþegar orðið vitni að reikistefnu hjá áhöfninni og greinilegt að ekki var allt að ganga samkvæmt áætlun. Skilningur Ásgeirs er sá að fólk hafi áttað sig á því að áhöfnin næði ekki heim í tæka tíð. Áhöfn í flugvélum má aðeins vera á vakt svo lengi og sá tími yrði runninn út við komuna til Íslands. Flugmaður hafi tjáð Ásgeiri að kostirnir í stöðunni væru að fá nýja áhöfn eða fljúga vélinni til Billund eða Kaupmannahafnar í Danmörku. Sísti kosturinn hafi verið að gista á hóteli í Limerick. „Við biðum eftir upplýsingum og allir voru jafnsvekktir, líka flugmennirnir og áhöfnin,,“ segir Ásgeir um viðbrögð fólks þegar ljóst var að gisting á Írlandi væri niðurstaðan. Fólk hafi þó ekki áfellst áhöfnina. Þau hafi beðið eftir ákvörðun annarra sem voru að skoða málin. Það hafi tekið tíma og í kjölfarið hafi flug til Danmerkur heldur ekki verið möguleiki. Því hafi ekkert annað komið til greina en nótt á Írlandi.Biðu eftir rútunni Rútur voru sendar eftir farþegunum sem Ásgeir telur að hafi verið um 150 í heildina. Fjórar rútur mættu eftir um fjörutíu mínútna bið. Því hafi biðin frá því að vélin lenti og fólk var komið upp á hótel um þrír tímar. Ásgeir og hans fjölskylda var í um 90 manna hópi sem fór á Radison Blue hótel. Klukkan var orðin svo margt að matarkostir voru fáir. Starfsfólk var hins vegar ræst út á hótelinu til að smyrja ofan í liðið. Ekki tókst jafnvel til á hinu hótelinu. Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari kvennaliðs Fylkis í knattspyrnu og farþegi í vélinni, segir í samtali við RÚV að engan mat hafi verið að finna á hennar hóteli. Þar hafi allir farið glorsoltnir að sofa. Fólkinu var tilkynnt að það yrði sótt á hótelið klukkan 11 í morgun. Áætluð brottför frá Írlandi væri klukkan 14 að staðartíma eða klukkan 13 að íslenskum tíma. Fólk beið á flugvellinum þar til vinir og vandamenn á Íslandi hafi byrjað að hringja til að tilkynna því að samkvæmt upplýsingum hér heima ætti vélin ekki að lenda fyrr en klukkan 18. „Þá varð fólk virkilega pirrað. Það hafði engin tilkynning borist um að það hefði verið seinkun,“ segir Ásgeir. Tilkynningin hafi borist um tuttugu mínútum síðar.Bleyjuskortur Ásgeir segir farþega í fluginu hafa verið á öllum aldri. Allt frá kornabörnum yfir í fólk vel á áttræðisaldur. Vélin hafi verið troðfull. Hans fjölskylda hafi verið ytra í viku eins og fleiri. Aðrir hafi verið í tveggja til þriggja vikna fríi. Farþegar fengu afhentar tíu evrur á mann til að kaupa sér eitthvað að borða á meðan á biðinni stæði. Ásgeir segir að það hafi dugað skammt enda kostaði samloka fimmtán evrur og hamborgari tólf. „Sumum fannst þetta fyndið en öðrum hörmulegt.“ Þá hafi komið upp vandamál hjá foreldrum ungabarna sem að skorti bleyjur og þurrmjólk sem var ekki að fá á vellinum. Starfsfólk á flugvellinum hafi stokkið til og reynt að bjarga málunum eins og hægt var. Meðal annars skroppið út í búð. Í flugstöðinni hafi allir fundið til með farþegunum, „aumingja Íslendingunum.“ Áhöfnin hafði nýlega gengið fram hjá hópnum í flugstöðinni þegar Vísir náði tali af Ásgeiri. Hann segir að klappað hafi verið fyrir henni þegar hún kom í salinn. Vonir standi til að allir verði komnir heim til Íslands um sexleytið eftir langt ferðalag. „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina.“Farþegar Primera á Shannon flugvelli innleysa matarmiðana sína upp á 10 evrur. Þess má til gamans geta að hamborgari...Posted by Asgeir Tomasson on Thursday, August 27, 2015 Tengdar fréttir Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Gangi allt að óskum munu um 150 Íslendingar lenda í Keflavík um klukkan 18 að loknu sólahringsferðalagi sínu frá Tenerife á Spáni. Vél Primera Air átti að lenda í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærkvöldi en óhætt er að segja að ferðalagið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Eins og Vísir greindi frá í gær þurftu farþegar í fluginu að bíða í flugvélinni í um tvo tíma þar til varð ljóst að nóttinni yrði varið á Írlandi.Ásgeir Tómasson fréttamaður á RÚV, einn farþega í vélinni, var hinn spakasti á Shannon-flugvelli þegar Vísir náði af honum tali á fjórða tímanum í dag. Aðspurður hvort þetta væri hans versta flugferð til þessa svaraði hann því til að hann hefði nú lent í ýmsu í gegnum árin. Þessi væri þó ein sú lengsta.Áhöfnin mátti ekki vinna lengur Fréttamaðurinn segir að eftir að flugvélin fór í loftið á Spáni í gær hafi verið tilkynnt að vélin væri mjög þung. Því þyrfti að millilenda á Shannon-flugvelli og taka bensín. Sömuleiðis var tilkynnt að veðurspáin á Norðurlandi væri slæm og því væri ekki hægt að treysta á Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Í aðdraganda lendingarinnar var farþegum sagt að það tæki um tuttugu mínútur að fylla vélina. „Við sátum í sætunum okkar í hitanum,“ segir Ásgeir. Í kjölfarið hafi farþegar orðið vitni að reikistefnu hjá áhöfninni og greinilegt að ekki var allt að ganga samkvæmt áætlun. Skilningur Ásgeirs er sá að fólk hafi áttað sig á því að áhöfnin næði ekki heim í tæka tíð. Áhöfn í flugvélum má aðeins vera á vakt svo lengi og sá tími yrði runninn út við komuna til Íslands. Flugmaður hafi tjáð Ásgeiri að kostirnir í stöðunni væru að fá nýja áhöfn eða fljúga vélinni til Billund eða Kaupmannahafnar í Danmörku. Sísti kosturinn hafi verið að gista á hóteli í Limerick. „Við biðum eftir upplýsingum og allir voru jafnsvekktir, líka flugmennirnir og áhöfnin,,“ segir Ásgeir um viðbrögð fólks þegar ljóst var að gisting á Írlandi væri niðurstaðan. Fólk hafi þó ekki áfellst áhöfnina. Þau hafi beðið eftir ákvörðun annarra sem voru að skoða málin. Það hafi tekið tíma og í kjölfarið hafi flug til Danmerkur heldur ekki verið möguleiki. Því hafi ekkert annað komið til greina en nótt á Írlandi.Biðu eftir rútunni Rútur voru sendar eftir farþegunum sem Ásgeir telur að hafi verið um 150 í heildina. Fjórar rútur mættu eftir um fjörutíu mínútna bið. Því hafi biðin frá því að vélin lenti og fólk var komið upp á hótel um þrír tímar. Ásgeir og hans fjölskylda var í um 90 manna hópi sem fór á Radison Blue hótel. Klukkan var orðin svo margt að matarkostir voru fáir. Starfsfólk var hins vegar ræst út á hótelinu til að smyrja ofan í liðið. Ekki tókst jafnvel til á hinu hótelinu. Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari kvennaliðs Fylkis í knattspyrnu og farþegi í vélinni, segir í samtali við RÚV að engan mat hafi verið að finna á hennar hóteli. Þar hafi allir farið glorsoltnir að sofa. Fólkinu var tilkynnt að það yrði sótt á hótelið klukkan 11 í morgun. Áætluð brottför frá Írlandi væri klukkan 14 að staðartíma eða klukkan 13 að íslenskum tíma. Fólk beið á flugvellinum þar til vinir og vandamenn á Íslandi hafi byrjað að hringja til að tilkynna því að samkvæmt upplýsingum hér heima ætti vélin ekki að lenda fyrr en klukkan 18. „Þá varð fólk virkilega pirrað. Það hafði engin tilkynning borist um að það hefði verið seinkun,“ segir Ásgeir. Tilkynningin hafi borist um tuttugu mínútum síðar.Bleyjuskortur Ásgeir segir farþega í fluginu hafa verið á öllum aldri. Allt frá kornabörnum yfir í fólk vel á áttræðisaldur. Vélin hafi verið troðfull. Hans fjölskylda hafi verið ytra í viku eins og fleiri. Aðrir hafi verið í tveggja til þriggja vikna fríi. Farþegar fengu afhentar tíu evrur á mann til að kaupa sér eitthvað að borða á meðan á biðinni stæði. Ásgeir segir að það hafi dugað skammt enda kostaði samloka fimmtán evrur og hamborgari tólf. „Sumum fannst þetta fyndið en öðrum hörmulegt.“ Þá hafi komið upp vandamál hjá foreldrum ungabarna sem að skorti bleyjur og þurrmjólk sem var ekki að fá á vellinum. Starfsfólk á flugvellinum hafi stokkið til og reynt að bjarga málunum eins og hægt var. Meðal annars skroppið út í búð. Í flugstöðinni hafi allir fundið til með farþegunum, „aumingja Íslendingunum.“ Áhöfnin hafði nýlega gengið fram hjá hópnum í flugstöðinni þegar Vísir náði tali af Ásgeiri. Hann segir að klappað hafi verið fyrir henni þegar hún kom í salinn. Vonir standi til að allir verði komnir heim til Íslands um sexleytið eftir langt ferðalag. „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina.“Farþegar Primera á Shannon flugvelli innleysa matarmiðana sína upp á 10 evrur. Þess má til gamans geta að hamborgari...Posted by Asgeir Tomasson on Thursday, August 27, 2015
Tengdar fréttir Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51