Bólusetning hefði bjargað Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 20:57 Kona, sem missti rúmlega eins árs son sinn úr mislingum fyrir tæplega fimmtíu árum síðan, segir ótrúlegt að fólk nýti sér ekki þau úrræði sem nútímalæknavísindi bjóða uppá. Hún telur öruggt að bólusetning gegn mislingum hefði bjargað lífi sonar hennar á sínum tíma.Undanfarna daga hefur umræða um bólusetningar farið hátt, en allt að tólf prósent barna hér á landi eru óbólusett. Þórunn Jónsdóttir missti son sinn, Guðmund, í kjölfar mislinga árið 1967 en bólusetning sem útrýmdi sjúkdómnum nær alveg hér á landi hófst tíu árum síðar. Guðmundur, sem var þá þrettán mánaða gamall og yngstur fjögurra systkina, fékk heilabólgu sem er stórhættulegur fylgikvilli mislinga. Þórunn segir að veikindin hafi borið skjótt að, en drengurinn hafði fram að þessum degi verið mjög hraustur. „Frá því hann vaknar klukkan hálftvö og þangað til um tíu mínútur yfir tólf um nóttina, þá var hann dáinn. Þetta tók nú ekki lengri tíma en það,“ rifjar hún upp.Þórunn segist vera viss um að öðruvísi hefði farið ef byrjað hefði verið að bólusetja börn fyrir mislingum á þessum tíma. Hún furðar sig á því að fólk nýti sér ekki þau úrræði sem í boði eru nú til dags. „Ég þekki þetta mál af reynslunni og hefur bara blöskrað að heyra það að fólk vilji ekki láta sprauta börnin. Mér finnst það synd ef foreldrar taka þann pól í hæðina að láta ekki sprauta börnin sín þegar þau hafa kost á því,“ segir hún.Þórunn telur umræðuna um aukaverkanir við bólusetningarlyfjum vera á villigötum og segir að hún hefði sjálf tekið hvaða aukverkunum eða röskunum fram yfir það sem varð. „Það er svo mikið mál að missa börnin sín úr einhverju sem hefði verið hægt að gera eitthvað í“. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Kona, sem missti rúmlega eins árs son sinn úr mislingum fyrir tæplega fimmtíu árum síðan, segir ótrúlegt að fólk nýti sér ekki þau úrræði sem nútímalæknavísindi bjóða uppá. Hún telur öruggt að bólusetning gegn mislingum hefði bjargað lífi sonar hennar á sínum tíma.Undanfarna daga hefur umræða um bólusetningar farið hátt, en allt að tólf prósent barna hér á landi eru óbólusett. Þórunn Jónsdóttir missti son sinn, Guðmund, í kjölfar mislinga árið 1967 en bólusetning sem útrýmdi sjúkdómnum nær alveg hér á landi hófst tíu árum síðar. Guðmundur, sem var þá þrettán mánaða gamall og yngstur fjögurra systkina, fékk heilabólgu sem er stórhættulegur fylgikvilli mislinga. Þórunn segir að veikindin hafi borið skjótt að, en drengurinn hafði fram að þessum degi verið mjög hraustur. „Frá því hann vaknar klukkan hálftvö og þangað til um tíu mínútur yfir tólf um nóttina, þá var hann dáinn. Þetta tók nú ekki lengri tíma en það,“ rifjar hún upp.Þórunn segist vera viss um að öðruvísi hefði farið ef byrjað hefði verið að bólusetja börn fyrir mislingum á þessum tíma. Hún furðar sig á því að fólk nýti sér ekki þau úrræði sem í boði eru nú til dags. „Ég þekki þetta mál af reynslunni og hefur bara blöskrað að heyra það að fólk vilji ekki láta sprauta börnin. Mér finnst það synd ef foreldrar taka þann pól í hæðina að láta ekki sprauta börnin sín þegar þau hafa kost á því,“ segir hún.Þórunn telur umræðuna um aukaverkanir við bólusetningarlyfjum vera á villigötum og segir að hún hefði sjálf tekið hvaða aukverkunum eða röskunum fram yfir það sem varð. „Það er svo mikið mál að missa börnin sín úr einhverju sem hefði verið hægt að gera eitthvað í“.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent