Körfubolti

Fyrsti blökkumaðurinn í NBA-deildinni látinn

Earl Lloyd.
Earl Lloyd. vísir/getty
31. október árið 1950 er merkilegur dagur í sögu NBA-deildarinnar. Þá var blökkumaður í fyrsta skipti í liði í NBA-deildinni.

Sá hét Earl Lloyd og hann spilaði fyrir Washington Capitols. Lloyd er nú látinn 86 ára að aldri.

Fjórir blökkumenn komust inn í deildina þessa leiktíð og ruddu götuna fyrir það sem koma skildi.

„NBA hefur tapað einum af sínum mikilvægustu mönnum. Earl Lloyd var frumherji og hvatti aðra til dáða. Hann var einnig þekktur fyrir að vera einstakur herramaður sem spilaði leikinn af reisn og með miklu stolti," sagði Adam Silver, stjórnandi NBA-deildarinnar.

Lloyd spilaði níu tímabil í deildinni. Hann missti af tímabilinu 1951-52 þar sem hann þurfti að sinna herskyldu.  Hann lék í sex ár með Syracuse Nationals og síðustu tvö tímabilinu voru með Detroit Pistons.

Hann lagði skóna á hilluna árið 1960. Hann var með 8,4 stig, 6,4 fráköst og 1,4 stoðsendinga að meðaltali í leik á sínum ferli. Hann skoraði 4.682 stig í 560 leikjum.

Lloyd var ekki bara fyrsti blökkumaðurinn til þess að spila í deildinni því hann var einnig fyrsti blökkumaðurinn sem varð aðstoðarþjálfari í deildinni. Það var árið 1968 hjá Pistons. Hann tók við sem aðalþjálfari síðar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×