Keflavíkurflugvöllur besti flugvöllur í Evrópu Björn Óli Hauksson skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Keflavíkurflugvöllur var nú á dögunum valinn besti flugvöllur í Evrópu 2014 af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. Viðurkenningin er mikið ánægjuefni fyrir Keflavíkurflugvöll en hún er byggð á viðamikilli þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er á öllum helstu flugvöllum um allan heim. Könnunin mælir fjölmarga þætti sem snerta t.d. kurteisi og hjálpsemi starfsfólks, þægindi við tengiflug, notalegt andrúmslofti og hreinlæti. Einnig er spurt um ánægju með afgreiðslu farangurs, aðgengi að farangurskerrum, bankaþjónustu og veitingastaði svo eitthvað sé nefnt. Það er fólkinu sem vinnur á flugvellinum, hvort sem það vinnur hjá Isavia, rekstraraðilum, lögreglu eða tollgæslu, að þakka að flugvöllurinn hefur enn og aftur hlotið viðurkenningu sem besti flugvöllur í Evrópu. Þessu fólki vil ég óska sérstaklega til hamingju með árangurinn, en það veitir ætíð framúrskarandi þjónustu þrátt fyrir aukið álag og síbreytilegar aðstæður sem skapast hafa í kjölfar gífurlegrar farþegafjölgunar, en 2014 var stærsta ár í sögu flugvallarins. Vinna allra þessara aðila hefur skilað miklum árangri sem birtist í því að Keflavíkurflugvöllur var einnig, síðastliðið sumar, settur á heiðurslista alþjóðasamtaka flugvalla, fyrir samfelldan árangur í þjónustukönnunum frá árinu 2008. Okkar markmið er að viðhalda því góða orðspori sem við höfum skapað okkur og halda áfram að leggja áherslu á að bjóða farþegum okkar upp á mestu gæði og þjónustu sem við eigum völ á. Af þeim sökum stöndum við að umfangsmiklum breytingum til að takast á við nýja tíma. Þær stækkunarframkvæmdir sem nú eru í gangi fela í sér 5.000 fermetra viðbót við flugvöllinn, en einnig er unnið að breytingum á verslunar- og veitingasvæði flugstöðvarinnar. Að loknum breytingum mun flugvöllurinn vera betur í stakk búinn til að taka á móti auknum farþegafjölda og veita enn betri þjónustu, sem stuðlar að betri vinnustað fyrir alla þá einstaklinga sem starfa á Keflavíkurflugvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur var nú á dögunum valinn besti flugvöllur í Evrópu 2014 af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. Viðurkenningin er mikið ánægjuefni fyrir Keflavíkurflugvöll en hún er byggð á viðamikilli þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er á öllum helstu flugvöllum um allan heim. Könnunin mælir fjölmarga þætti sem snerta t.d. kurteisi og hjálpsemi starfsfólks, þægindi við tengiflug, notalegt andrúmslofti og hreinlæti. Einnig er spurt um ánægju með afgreiðslu farangurs, aðgengi að farangurskerrum, bankaþjónustu og veitingastaði svo eitthvað sé nefnt. Það er fólkinu sem vinnur á flugvellinum, hvort sem það vinnur hjá Isavia, rekstraraðilum, lögreglu eða tollgæslu, að þakka að flugvöllurinn hefur enn og aftur hlotið viðurkenningu sem besti flugvöllur í Evrópu. Þessu fólki vil ég óska sérstaklega til hamingju með árangurinn, en það veitir ætíð framúrskarandi þjónustu þrátt fyrir aukið álag og síbreytilegar aðstæður sem skapast hafa í kjölfar gífurlegrar farþegafjölgunar, en 2014 var stærsta ár í sögu flugvallarins. Vinna allra þessara aðila hefur skilað miklum árangri sem birtist í því að Keflavíkurflugvöllur var einnig, síðastliðið sumar, settur á heiðurslista alþjóðasamtaka flugvalla, fyrir samfelldan árangur í þjónustukönnunum frá árinu 2008. Okkar markmið er að viðhalda því góða orðspori sem við höfum skapað okkur og halda áfram að leggja áherslu á að bjóða farþegum okkar upp á mestu gæði og þjónustu sem við eigum völ á. Af þeim sökum stöndum við að umfangsmiklum breytingum til að takast á við nýja tíma. Þær stækkunarframkvæmdir sem nú eru í gangi fela í sér 5.000 fermetra viðbót við flugvöllinn, en einnig er unnið að breytingum á verslunar- og veitingasvæði flugstöðvarinnar. Að loknum breytingum mun flugvöllurinn vera betur í stakk búinn til að taka á móti auknum farþegafjölda og veita enn betri þjónustu, sem stuðlar að betri vinnustað fyrir alla þá einstaklinga sem starfa á Keflavíkurflugvelli.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar