Keflavíkurflugvöllur besti flugvöllur í Evrópu Björn Óli Hauksson skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Keflavíkurflugvöllur var nú á dögunum valinn besti flugvöllur í Evrópu 2014 af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. Viðurkenningin er mikið ánægjuefni fyrir Keflavíkurflugvöll en hún er byggð á viðamikilli þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er á öllum helstu flugvöllum um allan heim. Könnunin mælir fjölmarga þætti sem snerta t.d. kurteisi og hjálpsemi starfsfólks, þægindi við tengiflug, notalegt andrúmslofti og hreinlæti. Einnig er spurt um ánægju með afgreiðslu farangurs, aðgengi að farangurskerrum, bankaþjónustu og veitingastaði svo eitthvað sé nefnt. Það er fólkinu sem vinnur á flugvellinum, hvort sem það vinnur hjá Isavia, rekstraraðilum, lögreglu eða tollgæslu, að þakka að flugvöllurinn hefur enn og aftur hlotið viðurkenningu sem besti flugvöllur í Evrópu. Þessu fólki vil ég óska sérstaklega til hamingju með árangurinn, en það veitir ætíð framúrskarandi þjónustu þrátt fyrir aukið álag og síbreytilegar aðstæður sem skapast hafa í kjölfar gífurlegrar farþegafjölgunar, en 2014 var stærsta ár í sögu flugvallarins. Vinna allra þessara aðila hefur skilað miklum árangri sem birtist í því að Keflavíkurflugvöllur var einnig, síðastliðið sumar, settur á heiðurslista alþjóðasamtaka flugvalla, fyrir samfelldan árangur í þjónustukönnunum frá árinu 2008. Okkar markmið er að viðhalda því góða orðspori sem við höfum skapað okkur og halda áfram að leggja áherslu á að bjóða farþegum okkar upp á mestu gæði og þjónustu sem við eigum völ á. Af þeim sökum stöndum við að umfangsmiklum breytingum til að takast á við nýja tíma. Þær stækkunarframkvæmdir sem nú eru í gangi fela í sér 5.000 fermetra viðbót við flugvöllinn, en einnig er unnið að breytingum á verslunar- og veitingasvæði flugstöðvarinnar. Að loknum breytingum mun flugvöllurinn vera betur í stakk búinn til að taka á móti auknum farþegafjölda og veita enn betri þjónustu, sem stuðlar að betri vinnustað fyrir alla þá einstaklinga sem starfa á Keflavíkurflugvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur var nú á dögunum valinn besti flugvöllur í Evrópu 2014 af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. Viðurkenningin er mikið ánægjuefni fyrir Keflavíkurflugvöll en hún er byggð á viðamikilli þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er á öllum helstu flugvöllum um allan heim. Könnunin mælir fjölmarga þætti sem snerta t.d. kurteisi og hjálpsemi starfsfólks, þægindi við tengiflug, notalegt andrúmslofti og hreinlæti. Einnig er spurt um ánægju með afgreiðslu farangurs, aðgengi að farangurskerrum, bankaþjónustu og veitingastaði svo eitthvað sé nefnt. Það er fólkinu sem vinnur á flugvellinum, hvort sem það vinnur hjá Isavia, rekstraraðilum, lögreglu eða tollgæslu, að þakka að flugvöllurinn hefur enn og aftur hlotið viðurkenningu sem besti flugvöllur í Evrópu. Þessu fólki vil ég óska sérstaklega til hamingju með árangurinn, en það veitir ætíð framúrskarandi þjónustu þrátt fyrir aukið álag og síbreytilegar aðstæður sem skapast hafa í kjölfar gífurlegrar farþegafjölgunar, en 2014 var stærsta ár í sögu flugvallarins. Vinna allra þessara aðila hefur skilað miklum árangri sem birtist í því að Keflavíkurflugvöllur var einnig, síðastliðið sumar, settur á heiðurslista alþjóðasamtaka flugvalla, fyrir samfelldan árangur í þjónustukönnunum frá árinu 2008. Okkar markmið er að viðhalda því góða orðspori sem við höfum skapað okkur og halda áfram að leggja áherslu á að bjóða farþegum okkar upp á mestu gæði og þjónustu sem við eigum völ á. Af þeim sökum stöndum við að umfangsmiklum breytingum til að takast á við nýja tíma. Þær stækkunarframkvæmdir sem nú eru í gangi fela í sér 5.000 fermetra viðbót við flugvöllinn, en einnig er unnið að breytingum á verslunar- og veitingasvæði flugstöðvarinnar. Að loknum breytingum mun flugvöllurinn vera betur í stakk búinn til að taka á móti auknum farþegafjölda og veita enn betri þjónustu, sem stuðlar að betri vinnustað fyrir alla þá einstaklinga sem starfa á Keflavíkurflugvelli.
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar