Handbolti

Sverre tekur alfarið við Akureyrarliðinu næsta vetur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hliðarlínan. Sverre leggur líklega skóna á hilluna og þjálfar Akureyri.
Hliðarlínan. Sverre leggur líklega skóna á hilluna og þjálfar Akureyri. Fréttablaðið/Stefán
Sverre Andreas Jakobsson, landsliðsmaður í handbolta og spilandi aðstoðarþjálfari Akureyrar handboltafélags í Olís-deild karla, mun að öllu óbreyttu vera aðalþjálfari liðsins á næstu leiktíð.

Sverre hóf tímabilið sem spilandi aðstoðarþjálfari Heimis Arnar Árnasonar, en þegar hann tók skóna aftur úr hillunni og Atli Hilmarsson var ráðinn varð Sverre aðstoðarmaður hans. Atli klárar tímabilið en Sverre tekur svo við.

„Þannig var þetta uppsett. Sverre ætlar að hætta að spila eftir þessa leiktíð. Við höfum ekkert sest niður og rætt þetta endanlega, en ef allt fer eins og stefnt var að verður Sverre þjálfari liðsins,“ segir Hlynur Jóhannesson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags.

Breyting verður líklega á heimavelli Akureyrar á næstu leiktíð, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er næst að öruggt að liðið spili í KA-heimilinu frá og með næsta vetri. Hingað til hefur Akureyri spilað í íþróttahöllinni þar í bæ.

„Það hefur ekki verið tekið endanleg ákvörðun um þetta. Ég get játt því að umræðan núna er heitari en í fyrra en ég get ekkert staðfest að við verðum þar. Þetta er fólkið mál. Aðallega viljum við bara spila þar sem okkur mun ganga sem best. Það skiptir öllu máli,“ segir Hlynur Jóhannesson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×