Engin sátt um makrílfrumvarpið í atvinnuveganefnd Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2015 19:30 Ólíklegt er að sátt takist milli stjórnar og stjórnarandstöðu um makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra þrátt fyrir breytingar á frumvarpinu. Talsmenn undirskriftasöfnunarinnar þjóðarsátt segja málin enn of óskýr til að þeir geti sætt sig við frumvarpið. Tvö stór og umdeild mál bíða afgreiðslu Alþingis fyrir sumarleyfi og þau eru bæði í atvinnuveganefnd. Það eru annars vegar virkjanamálin og hins vegar makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra með breytingum sem rætt hefur verið í nefndinni í dag en ekkert samkomulag virðist vera þar í sjónmáli. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar segist þó vona að sátt náist um afgreiðslu makrílfrumvarpsins út úr nefndinni. „Ég held að það sé miklu betra fyrir okkur að koma makrílnum inn í það fiskveiðistjórnunarkerfi sem við erum með fyrir og mæta þessari undirskrifasöfnun sem tók fyrst og fremst til þessarar sex ára bindingar,“ segir Jón og vísar þar í upprunalega útgáfu frumvarpsins. En nú er gert ráð fyrir að aflahlutdeild verði ákveðin til þriggja ára og hvorki megi framselja né selja frá sér aflaheimildirnar að fullu á þeim tíma. Það verði síðan verkefnið að ljúka allsherjar endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu eftir að makríllinn er kominn inn í kerfið. „Já, eðlilega segir Jón það vegna þess að hann er auðvitað hlyntur því að núverandi kvótakerfi nái utanum allar tegundir. Líka nýjar tegundir en það er auðvitað það sem undirskriftasöfnunin gengur út á; að við getum ráðstafað nýjum tegundum eins og makríl með öðrum hætti heldur inni í núverandi kvótakerfi,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni og fyrsti varaformaður hennar. Það muni ekki nást sátt um annað en að makrílheimildum verði úthlutað til eins árs nú eins og fyrri ár og síðan verði tekist á við endurskoðun kerfisins í heild. Frumvarpið tryggi óbeinan eignarrétt til allrar framtíðar án þess að auðlindarákvæði sé komið í stjórnarskrá. Meðal fjölmargra gesta nefndarinnar í dag voru forráðamenn undirskriftarsöfnunarinnar Þjóðarsátt sem rúmlega 50 þúsund manns hafa skrifað undir. Bolli Héðinsson einn forráðamanna Þjóðarsáttar segir að ýmislegt hafi skýrst í málinu en annað þurfi að skýra betur. „Afstaða okkar er óbreytt. Undirskriftasöfnunin heldur áfram og ég vil hvetja sem flesta til að taka þátt í henni. Við verðum aðeins að sjá áfram hverjar lyktirnar verða,“ sagði Bolli eftir fundinn hjá atvinnuveganefnd.Heldur þú að þetta komist út úr nefnd í næstu viku?„Ég veit ekkert um það hvernig okkur tekst að ljúka hér störfum. Það verður tíminn bara að leiða í ljós,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Ólíklegt er að sátt takist milli stjórnar og stjórnarandstöðu um makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra þrátt fyrir breytingar á frumvarpinu. Talsmenn undirskriftasöfnunarinnar þjóðarsátt segja málin enn of óskýr til að þeir geti sætt sig við frumvarpið. Tvö stór og umdeild mál bíða afgreiðslu Alþingis fyrir sumarleyfi og þau eru bæði í atvinnuveganefnd. Það eru annars vegar virkjanamálin og hins vegar makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra með breytingum sem rætt hefur verið í nefndinni í dag en ekkert samkomulag virðist vera þar í sjónmáli. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar segist þó vona að sátt náist um afgreiðslu makrílfrumvarpsins út úr nefndinni. „Ég held að það sé miklu betra fyrir okkur að koma makrílnum inn í það fiskveiðistjórnunarkerfi sem við erum með fyrir og mæta þessari undirskrifasöfnun sem tók fyrst og fremst til þessarar sex ára bindingar,“ segir Jón og vísar þar í upprunalega útgáfu frumvarpsins. En nú er gert ráð fyrir að aflahlutdeild verði ákveðin til þriggja ára og hvorki megi framselja né selja frá sér aflaheimildirnar að fullu á þeim tíma. Það verði síðan verkefnið að ljúka allsherjar endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu eftir að makríllinn er kominn inn í kerfið. „Já, eðlilega segir Jón það vegna þess að hann er auðvitað hlyntur því að núverandi kvótakerfi nái utanum allar tegundir. Líka nýjar tegundir en það er auðvitað það sem undirskriftasöfnunin gengur út á; að við getum ráðstafað nýjum tegundum eins og makríl með öðrum hætti heldur inni í núverandi kvótakerfi,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni og fyrsti varaformaður hennar. Það muni ekki nást sátt um annað en að makrílheimildum verði úthlutað til eins árs nú eins og fyrri ár og síðan verði tekist á við endurskoðun kerfisins í heild. Frumvarpið tryggi óbeinan eignarrétt til allrar framtíðar án þess að auðlindarákvæði sé komið í stjórnarskrá. Meðal fjölmargra gesta nefndarinnar í dag voru forráðamenn undirskriftarsöfnunarinnar Þjóðarsátt sem rúmlega 50 þúsund manns hafa skrifað undir. Bolli Héðinsson einn forráðamanna Þjóðarsáttar segir að ýmislegt hafi skýrst í málinu en annað þurfi að skýra betur. „Afstaða okkar er óbreytt. Undirskriftasöfnunin heldur áfram og ég vil hvetja sem flesta til að taka þátt í henni. Við verðum aðeins að sjá áfram hverjar lyktirnar verða,“ sagði Bolli eftir fundinn hjá atvinnuveganefnd.Heldur þú að þetta komist út úr nefnd í næstu viku?„Ég veit ekkert um það hvernig okkur tekst að ljúka hér störfum. Það verður tíminn bara að leiða í ljós,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira