Kynna ungan listamann til sögunnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. júní 2015 12:00 Logi Pedro Stefánsson setndur á bak við hinn unga og efnilega Aron Hannes. Mynd/KjartanHreinsson „Aron Hannes er klárlega nafn sem allir ættu að leggja á minnið,“ segir Logi Pedro Stefánsson um ungan listamann sem gefur í dag út sitt fyrsta lag og kemur það út undir merkjum útgáfunnar Les Fères Stefson, sem varð til í kringum hljómsveitina Retro Stefson. „Aron Hannes er fyrsti listamaðurinn sem gefur út undir merkjum Les Fères Stefson án þess að hafa beina tengingu við Retro Stefson. Það sem hefur verið gefið út undir merkjum útgáfunnar hefur verið gert af sveitum sem tengjast Retro Stefson beint,“ útskýrir Logi Pedro. Lagið sem kemur út í dag ber titilinn I Need U. „Ef maður ætti að setja þetta í einhvern flokk myndi ég segja að þetta væri „alternative RnB“. Þetta er mjög fersk tónlist. Aron Hannes er átján ára að aldri og mjög efnilegur. Hann hefur allt til brunns að bera og er líka bara mjög nettur gaur.“Útgáfan á lagi Arons Hannesar er tilraun til að endurheimta ferskleikann frá markaðsöflunum.Mynd/KjartanHreinssonLogi hefur verið iðinn við kolann að undanförnu og mikið verið að gerast í kringum hann. Logi stóð meðal annars á bak við vin sinn Sturlu Atlas, sem gaf út halasnældu (einnig þekkt sem mixteip) fyrr í mánuðinum. Sturla hefur vakið mikla athygli, bæði á sviði og á samfélagsmiðlum. „Það sem við erum að gera snýst svolítið um að endurheimta okkar svæði, ef ég get tekið þannig til orða,“ útskýrir Logi og heldur áfram í sama tón: „Það má eiginlega segja að markaðsöflin og fyrirtækin hafi verið að koma svolítið inn á svæði ungs fólks og markaðssett það sem fólki þykir vera eitthvert „edge“ í. Það er nefnilega svo auðvelt að vera „cool“ eftir að internetið varð til. Fólk fer bara inn á næstu Tumblr-myndasíðu og sér lúkk dagsins. Það þarf ekki að stúdera neitt. En við viljum reyna að ná þessum ferskleika aftur til okkar. Gera þetta á okkar vegum. „Hæpið“ sem var í kringum Sturlu Atlas sýnir að fólk vill heyra eitthvað ferskt, eitthvað nýtt sem var ekki markaðssett af markaðsmönnum. Aron Hannes er á svipuðum nótum.“ Lagið I Need U með Aroni Hannesi kemur út í dag á öllum helstu samskiptamiðlunum. Tónlist Tengdar fréttir Aron Hannes er Jólastjarnan Það var hinn fjórtán ára gamli Aron Hannes Emilsson sem var valinn jólastjarnan í ár en fjögur hundruð ungmenni sendu inn myndbönd á Vísi til þess að taka þátt í leit Björgvins Halldórssonar að jólastjörnunni, sem mun syngja með goðinu á jólatónleikum hans í desember. 11. nóvember 2011 13:27 "Þú logaðir af greddu“ Aron Hannes Emilsson þandi raddböndin í Ísland Got Talent. 15. apríl 2014 11:00 "Þetta var allt í lagi en kannski ekki mikið meira“ Síðan skiptir Bubbi Morthens allt í einu um skoðun. 21. febrúar 2014 15:45 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
„Aron Hannes er klárlega nafn sem allir ættu að leggja á minnið,“ segir Logi Pedro Stefánsson um ungan listamann sem gefur í dag út sitt fyrsta lag og kemur það út undir merkjum útgáfunnar Les Fères Stefson, sem varð til í kringum hljómsveitina Retro Stefson. „Aron Hannes er fyrsti listamaðurinn sem gefur út undir merkjum Les Fères Stefson án þess að hafa beina tengingu við Retro Stefson. Það sem hefur verið gefið út undir merkjum útgáfunnar hefur verið gert af sveitum sem tengjast Retro Stefson beint,“ útskýrir Logi Pedro. Lagið sem kemur út í dag ber titilinn I Need U. „Ef maður ætti að setja þetta í einhvern flokk myndi ég segja að þetta væri „alternative RnB“. Þetta er mjög fersk tónlist. Aron Hannes er átján ára að aldri og mjög efnilegur. Hann hefur allt til brunns að bera og er líka bara mjög nettur gaur.“Útgáfan á lagi Arons Hannesar er tilraun til að endurheimta ferskleikann frá markaðsöflunum.Mynd/KjartanHreinssonLogi hefur verið iðinn við kolann að undanförnu og mikið verið að gerast í kringum hann. Logi stóð meðal annars á bak við vin sinn Sturlu Atlas, sem gaf út halasnældu (einnig þekkt sem mixteip) fyrr í mánuðinum. Sturla hefur vakið mikla athygli, bæði á sviði og á samfélagsmiðlum. „Það sem við erum að gera snýst svolítið um að endurheimta okkar svæði, ef ég get tekið þannig til orða,“ útskýrir Logi og heldur áfram í sama tón: „Það má eiginlega segja að markaðsöflin og fyrirtækin hafi verið að koma svolítið inn á svæði ungs fólks og markaðssett það sem fólki þykir vera eitthvert „edge“ í. Það er nefnilega svo auðvelt að vera „cool“ eftir að internetið varð til. Fólk fer bara inn á næstu Tumblr-myndasíðu og sér lúkk dagsins. Það þarf ekki að stúdera neitt. En við viljum reyna að ná þessum ferskleika aftur til okkar. Gera þetta á okkar vegum. „Hæpið“ sem var í kringum Sturlu Atlas sýnir að fólk vill heyra eitthvað ferskt, eitthvað nýtt sem var ekki markaðssett af markaðsmönnum. Aron Hannes er á svipuðum nótum.“ Lagið I Need U með Aroni Hannesi kemur út í dag á öllum helstu samskiptamiðlunum.
Tónlist Tengdar fréttir Aron Hannes er Jólastjarnan Það var hinn fjórtán ára gamli Aron Hannes Emilsson sem var valinn jólastjarnan í ár en fjögur hundruð ungmenni sendu inn myndbönd á Vísi til þess að taka þátt í leit Björgvins Halldórssonar að jólastjörnunni, sem mun syngja með goðinu á jólatónleikum hans í desember. 11. nóvember 2011 13:27 "Þú logaðir af greddu“ Aron Hannes Emilsson þandi raddböndin í Ísland Got Talent. 15. apríl 2014 11:00 "Þetta var allt í lagi en kannski ekki mikið meira“ Síðan skiptir Bubbi Morthens allt í einu um skoðun. 21. febrúar 2014 15:45 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Aron Hannes er Jólastjarnan Það var hinn fjórtán ára gamli Aron Hannes Emilsson sem var valinn jólastjarnan í ár en fjögur hundruð ungmenni sendu inn myndbönd á Vísi til þess að taka þátt í leit Björgvins Halldórssonar að jólastjörnunni, sem mun syngja með goðinu á jólatónleikum hans í desember. 11. nóvember 2011 13:27
"Þú logaðir af greddu“ Aron Hannes Emilsson þandi raddböndin í Ísland Got Talent. 15. apríl 2014 11:00
"Þetta var allt í lagi en kannski ekki mikið meira“ Síðan skiptir Bubbi Morthens allt í einu um skoðun. 21. febrúar 2014 15:45