Kynna ungan listamann til sögunnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. júní 2015 12:00 Logi Pedro Stefánsson setndur á bak við hinn unga og efnilega Aron Hannes. Mynd/KjartanHreinsson „Aron Hannes er klárlega nafn sem allir ættu að leggja á minnið,“ segir Logi Pedro Stefánsson um ungan listamann sem gefur í dag út sitt fyrsta lag og kemur það út undir merkjum útgáfunnar Les Fères Stefson, sem varð til í kringum hljómsveitina Retro Stefson. „Aron Hannes er fyrsti listamaðurinn sem gefur út undir merkjum Les Fères Stefson án þess að hafa beina tengingu við Retro Stefson. Það sem hefur verið gefið út undir merkjum útgáfunnar hefur verið gert af sveitum sem tengjast Retro Stefson beint,“ útskýrir Logi Pedro. Lagið sem kemur út í dag ber titilinn I Need U. „Ef maður ætti að setja þetta í einhvern flokk myndi ég segja að þetta væri „alternative RnB“. Þetta er mjög fersk tónlist. Aron Hannes er átján ára að aldri og mjög efnilegur. Hann hefur allt til brunns að bera og er líka bara mjög nettur gaur.“Útgáfan á lagi Arons Hannesar er tilraun til að endurheimta ferskleikann frá markaðsöflunum.Mynd/KjartanHreinssonLogi hefur verið iðinn við kolann að undanförnu og mikið verið að gerast í kringum hann. Logi stóð meðal annars á bak við vin sinn Sturlu Atlas, sem gaf út halasnældu (einnig þekkt sem mixteip) fyrr í mánuðinum. Sturla hefur vakið mikla athygli, bæði á sviði og á samfélagsmiðlum. „Það sem við erum að gera snýst svolítið um að endurheimta okkar svæði, ef ég get tekið þannig til orða,“ útskýrir Logi og heldur áfram í sama tón: „Það má eiginlega segja að markaðsöflin og fyrirtækin hafi verið að koma svolítið inn á svæði ungs fólks og markaðssett það sem fólki þykir vera eitthvert „edge“ í. Það er nefnilega svo auðvelt að vera „cool“ eftir að internetið varð til. Fólk fer bara inn á næstu Tumblr-myndasíðu og sér lúkk dagsins. Það þarf ekki að stúdera neitt. En við viljum reyna að ná þessum ferskleika aftur til okkar. Gera þetta á okkar vegum. „Hæpið“ sem var í kringum Sturlu Atlas sýnir að fólk vill heyra eitthvað ferskt, eitthvað nýtt sem var ekki markaðssett af markaðsmönnum. Aron Hannes er á svipuðum nótum.“ Lagið I Need U með Aroni Hannesi kemur út í dag á öllum helstu samskiptamiðlunum. Tónlist Tengdar fréttir Aron Hannes er Jólastjarnan Það var hinn fjórtán ára gamli Aron Hannes Emilsson sem var valinn jólastjarnan í ár en fjögur hundruð ungmenni sendu inn myndbönd á Vísi til þess að taka þátt í leit Björgvins Halldórssonar að jólastjörnunni, sem mun syngja með goðinu á jólatónleikum hans í desember. 11. nóvember 2011 13:27 "Þú logaðir af greddu“ Aron Hannes Emilsson þandi raddböndin í Ísland Got Talent. 15. apríl 2014 11:00 "Þetta var allt í lagi en kannski ekki mikið meira“ Síðan skiptir Bubbi Morthens allt í einu um skoðun. 21. febrúar 2014 15:45 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
„Aron Hannes er klárlega nafn sem allir ættu að leggja á minnið,“ segir Logi Pedro Stefánsson um ungan listamann sem gefur í dag út sitt fyrsta lag og kemur það út undir merkjum útgáfunnar Les Fères Stefson, sem varð til í kringum hljómsveitina Retro Stefson. „Aron Hannes er fyrsti listamaðurinn sem gefur út undir merkjum Les Fères Stefson án þess að hafa beina tengingu við Retro Stefson. Það sem hefur verið gefið út undir merkjum útgáfunnar hefur verið gert af sveitum sem tengjast Retro Stefson beint,“ útskýrir Logi Pedro. Lagið sem kemur út í dag ber titilinn I Need U. „Ef maður ætti að setja þetta í einhvern flokk myndi ég segja að þetta væri „alternative RnB“. Þetta er mjög fersk tónlist. Aron Hannes er átján ára að aldri og mjög efnilegur. Hann hefur allt til brunns að bera og er líka bara mjög nettur gaur.“Útgáfan á lagi Arons Hannesar er tilraun til að endurheimta ferskleikann frá markaðsöflunum.Mynd/KjartanHreinssonLogi hefur verið iðinn við kolann að undanförnu og mikið verið að gerast í kringum hann. Logi stóð meðal annars á bak við vin sinn Sturlu Atlas, sem gaf út halasnældu (einnig þekkt sem mixteip) fyrr í mánuðinum. Sturla hefur vakið mikla athygli, bæði á sviði og á samfélagsmiðlum. „Það sem við erum að gera snýst svolítið um að endurheimta okkar svæði, ef ég get tekið þannig til orða,“ útskýrir Logi og heldur áfram í sama tón: „Það má eiginlega segja að markaðsöflin og fyrirtækin hafi verið að koma svolítið inn á svæði ungs fólks og markaðssett það sem fólki þykir vera eitthvert „edge“ í. Það er nefnilega svo auðvelt að vera „cool“ eftir að internetið varð til. Fólk fer bara inn á næstu Tumblr-myndasíðu og sér lúkk dagsins. Það þarf ekki að stúdera neitt. En við viljum reyna að ná þessum ferskleika aftur til okkar. Gera þetta á okkar vegum. „Hæpið“ sem var í kringum Sturlu Atlas sýnir að fólk vill heyra eitthvað ferskt, eitthvað nýtt sem var ekki markaðssett af markaðsmönnum. Aron Hannes er á svipuðum nótum.“ Lagið I Need U með Aroni Hannesi kemur út í dag á öllum helstu samskiptamiðlunum.
Tónlist Tengdar fréttir Aron Hannes er Jólastjarnan Það var hinn fjórtán ára gamli Aron Hannes Emilsson sem var valinn jólastjarnan í ár en fjögur hundruð ungmenni sendu inn myndbönd á Vísi til þess að taka þátt í leit Björgvins Halldórssonar að jólastjörnunni, sem mun syngja með goðinu á jólatónleikum hans í desember. 11. nóvember 2011 13:27 "Þú logaðir af greddu“ Aron Hannes Emilsson þandi raddböndin í Ísland Got Talent. 15. apríl 2014 11:00 "Þetta var allt í lagi en kannski ekki mikið meira“ Síðan skiptir Bubbi Morthens allt í einu um skoðun. 21. febrúar 2014 15:45 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Aron Hannes er Jólastjarnan Það var hinn fjórtán ára gamli Aron Hannes Emilsson sem var valinn jólastjarnan í ár en fjögur hundruð ungmenni sendu inn myndbönd á Vísi til þess að taka þátt í leit Björgvins Halldórssonar að jólastjörnunni, sem mun syngja með goðinu á jólatónleikum hans í desember. 11. nóvember 2011 13:27
"Þú logaðir af greddu“ Aron Hannes Emilsson þandi raddböndin í Ísland Got Talent. 15. apríl 2014 11:00
"Þetta var allt í lagi en kannski ekki mikið meira“ Síðan skiptir Bubbi Morthens allt í einu um skoðun. 21. febrúar 2014 15:45