Menntakerfi á brauðfótum Sumarrós Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2015 14:08 Undanfarin misseri hefur verið um fátt eins mikið rætt og styttingu framhaldsskólans og þá kerfisbreytingu sem á að ganga í garð á hausti komanda í flestum framhaldsskólum landsins. það er trú menntamálayfirvalda að þessar aðgerðir séu breyting til batnaðar og allt verði svo gott og blessað þegar breytingarnar hafa gengið í garð, stytting framhaldsskólans bjargi öllu svo ekki sé nú minnst á bévítans brottfallið! Á sama tíma fylgjast menn með fréttum úr ýmsum deildum Háskóla Íslands þar sem sífellt fleiri deildir halda inntökupróf. Hver skyldi nú vera ástæðan fyrir því að deildir HÍ, efsta skólastigsins, sjá sig tilknúnar til að halda þessi inntökupróf? Svarið er einfalt! Gagnrýni á íslenska menntakerfið er tabú. Menntakerfið í núverandi mynd er afrakstur duttlunga skammsýnna manna og þöggun einkennir það sem mýmargir telja stórt vandamál. Þögnin hefur nú loks verið rofin og menn eru farnir að tjá skoðanir sínar opinberlega. Þegar við byggjum okkur hús er nefnilega nauðsynlegt að huga að grunninum sem á að bera grunnstoðirnar uppi. Ofan á stoðveggina, þegar þeir hafa verið nægilega vel styrktir, kemur svo þakið. Þetta ætti að vera öllum ljóst. Börn í leikskóla vita þetta, þau syngja um þetta og er snemma gert ljóst að ekki dugar að byggja á sandi. Eitt af afrekum menntamálayfirvalda undangenginna ára hefur verið að leggja niður samræmd próf á efstu stigum grunnskólans. Mælikvarðanum sem var ætlað að mæla kunnáttu nemenda var með einu pennastriki kippt út og engin sameiginleg mælieining kom í staðinn. Aðgerðin einkenndist dálítið af,, Þetta reddast stílnum‘‘! Það sem nú er byggt á við inntöku nýnema í framhaldsskóla eru einungis svokallaðar skólaeinkunnir. Þessar skólaeinkunnir eru án nokkurs vafa gefnar af mestu alúð, ekki er annars að vænta af grunnskólakennurum. Það er hins vegar deginum ljósara , að enginn áþreifanlegur mælikvarði á milli skóla er til staðar þegar þessar einkunnir eru gefnar. Mögulega er útbúinn mælikvarði innan hvers skóla en ekki á milli skóla, þ.e. Það er ekki samræmi á milli þess t.a.m. hvað liggur að baki einkunninni 9 á milli skóla A og skóla B. Það hefði verið hægðarleikur hjá ráðuneyti menntamála að búa til þennan sameiginlega skala sem gæti mælt kunnáttu nemenda á mörkum grunnskólans og framhaldsskólans og hafa eftirlit með því að hann væri og yrði notaður. Sjálfstæði skóla er vissulega fagnaðarefni en það er óþarfi að hafa enga yfirumsjón með því verki sem er unnið í skólunum. Hér væri hugsanlegt að sjá fyrir sér teymi fræðslustjóra sveitarfélaga landsins sem funduðu sín á milli um þessi mál með nánari útlistun á innihaldi aðalnámsskrár grunnskólans að leiðarljósi og samræmdu þær kröfur sem ættu að liggja að baki einkunnum við útskrift úr grunnskóla. Æskilegt væri og að halda því starfi áfram með svipuðum hætti þegar upp í framhaldsskólann kæmi. Með þessu móti yrði vandi sá er skapast í færslunni á milli skólastiga, þegar grunnstoðirnar eru ekki nægilega vel styrktar, leystur og menn myndu ekki láta sér detta í hug að nefna inntökupróf nokkurs staðar í kerfinu! Hvert skólastig myndi skila sínu hlutverki! Ný frétt á Visir.is um inntöku nýnema í Verzlunarskóla Ísland þar sem um 60 nemendum með meðaleinkunnina 9 og yfir er neitað um skólavist hlýtur að fá kennara til að hrökkva í kút! Skólameistarinn spyr skiljanlega hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Í frétt á Visir.is segir ennfremur: Einkunnir grunnskólanema hafa hækkað mjög mikið frá því að samræmd próf voru lögð niður árið 2008. Sem dæmi nefnir höfundur fréttarinnar að meðaleinkunn stærðfræðinema árið 2004 hafi verið 8,1 í skólaeinkunn en í fyrra hafi hún verið orðin 9,2. Þó bendi ekkert til þess að nýnemar við Verzlunarskólann séu betri námsmenn nú en fyrir tíu árum... „Fylgst hefur verið náið með námskröfum og námsgengi nemenda skólans og þar bendir fátt til þess að nemandi með 9,0 árið 2014 standi sig betur en nemandi með 8,0 árið 2004,“ segir í fréttinni. „Hin síðari ár höfum við of mörg sorgleg dæmi þess að nemandi með einkunn upp á 9,0 og 9,5 í stærðfræði og íslensku í skólaeinkunn úr grunnskóla nái jafnvel ekki lágmarksviðmiðum í hvorugri greininni á sínu fyrsta ári í Verzlunarskólanum.“ Þessi frétt segir allt sem segja þarf vegna þess að hún lýsir mjög vel þeim meginvanda sem hrjáir íslenska menntakerfið sem höktir á brauðfótum í augnablikinu og hefur gert um allnokkra hríð. Í sjónvarpsfréttum á RUV frá 17 júní sl. er viðtal við formann skólamálanefndar, Guðbjörgu Ragnarsdóttur, sem segir að ekki standi til að breyta þessu og taka upp samræmd próf aftur þrátt fyrir gagnrýni á núverandi kerfi . Þar talar hún líka um nauðsyn þess að menn tali saman. Það er hins vegar ekki seinna vænna en að koma sér saman um hverjir eigi að tala saman, á hvaða forsendum , viðurkenna vandann og þora að taka á honum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur verið um fátt eins mikið rætt og styttingu framhaldsskólans og þá kerfisbreytingu sem á að ganga í garð á hausti komanda í flestum framhaldsskólum landsins. það er trú menntamálayfirvalda að þessar aðgerðir séu breyting til batnaðar og allt verði svo gott og blessað þegar breytingarnar hafa gengið í garð, stytting framhaldsskólans bjargi öllu svo ekki sé nú minnst á bévítans brottfallið! Á sama tíma fylgjast menn með fréttum úr ýmsum deildum Háskóla Íslands þar sem sífellt fleiri deildir halda inntökupróf. Hver skyldi nú vera ástæðan fyrir því að deildir HÍ, efsta skólastigsins, sjá sig tilknúnar til að halda þessi inntökupróf? Svarið er einfalt! Gagnrýni á íslenska menntakerfið er tabú. Menntakerfið í núverandi mynd er afrakstur duttlunga skammsýnna manna og þöggun einkennir það sem mýmargir telja stórt vandamál. Þögnin hefur nú loks verið rofin og menn eru farnir að tjá skoðanir sínar opinberlega. Þegar við byggjum okkur hús er nefnilega nauðsynlegt að huga að grunninum sem á að bera grunnstoðirnar uppi. Ofan á stoðveggina, þegar þeir hafa verið nægilega vel styrktir, kemur svo þakið. Þetta ætti að vera öllum ljóst. Börn í leikskóla vita þetta, þau syngja um þetta og er snemma gert ljóst að ekki dugar að byggja á sandi. Eitt af afrekum menntamálayfirvalda undangenginna ára hefur verið að leggja niður samræmd próf á efstu stigum grunnskólans. Mælikvarðanum sem var ætlað að mæla kunnáttu nemenda var með einu pennastriki kippt út og engin sameiginleg mælieining kom í staðinn. Aðgerðin einkenndist dálítið af,, Þetta reddast stílnum‘‘! Það sem nú er byggt á við inntöku nýnema í framhaldsskóla eru einungis svokallaðar skólaeinkunnir. Þessar skólaeinkunnir eru án nokkurs vafa gefnar af mestu alúð, ekki er annars að vænta af grunnskólakennurum. Það er hins vegar deginum ljósara , að enginn áþreifanlegur mælikvarði á milli skóla er til staðar þegar þessar einkunnir eru gefnar. Mögulega er útbúinn mælikvarði innan hvers skóla en ekki á milli skóla, þ.e. Það er ekki samræmi á milli þess t.a.m. hvað liggur að baki einkunninni 9 á milli skóla A og skóla B. Það hefði verið hægðarleikur hjá ráðuneyti menntamála að búa til þennan sameiginlega skala sem gæti mælt kunnáttu nemenda á mörkum grunnskólans og framhaldsskólans og hafa eftirlit með því að hann væri og yrði notaður. Sjálfstæði skóla er vissulega fagnaðarefni en það er óþarfi að hafa enga yfirumsjón með því verki sem er unnið í skólunum. Hér væri hugsanlegt að sjá fyrir sér teymi fræðslustjóra sveitarfélaga landsins sem funduðu sín á milli um þessi mál með nánari útlistun á innihaldi aðalnámsskrár grunnskólans að leiðarljósi og samræmdu þær kröfur sem ættu að liggja að baki einkunnum við útskrift úr grunnskóla. Æskilegt væri og að halda því starfi áfram með svipuðum hætti þegar upp í framhaldsskólann kæmi. Með þessu móti yrði vandi sá er skapast í færslunni á milli skólastiga, þegar grunnstoðirnar eru ekki nægilega vel styrktar, leystur og menn myndu ekki láta sér detta í hug að nefna inntökupróf nokkurs staðar í kerfinu! Hvert skólastig myndi skila sínu hlutverki! Ný frétt á Visir.is um inntöku nýnema í Verzlunarskóla Ísland þar sem um 60 nemendum með meðaleinkunnina 9 og yfir er neitað um skólavist hlýtur að fá kennara til að hrökkva í kút! Skólameistarinn spyr skiljanlega hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Í frétt á Visir.is segir ennfremur: Einkunnir grunnskólanema hafa hækkað mjög mikið frá því að samræmd próf voru lögð niður árið 2008. Sem dæmi nefnir höfundur fréttarinnar að meðaleinkunn stærðfræðinema árið 2004 hafi verið 8,1 í skólaeinkunn en í fyrra hafi hún verið orðin 9,2. Þó bendi ekkert til þess að nýnemar við Verzlunarskólann séu betri námsmenn nú en fyrir tíu árum... „Fylgst hefur verið náið með námskröfum og námsgengi nemenda skólans og þar bendir fátt til þess að nemandi með 9,0 árið 2014 standi sig betur en nemandi með 8,0 árið 2004,“ segir í fréttinni. „Hin síðari ár höfum við of mörg sorgleg dæmi þess að nemandi með einkunn upp á 9,0 og 9,5 í stærðfræði og íslensku í skólaeinkunn úr grunnskóla nái jafnvel ekki lágmarksviðmiðum í hvorugri greininni á sínu fyrsta ári í Verzlunarskólanum.“ Þessi frétt segir allt sem segja þarf vegna þess að hún lýsir mjög vel þeim meginvanda sem hrjáir íslenska menntakerfið sem höktir á brauðfótum í augnablikinu og hefur gert um allnokkra hríð. Í sjónvarpsfréttum á RUV frá 17 júní sl. er viðtal við formann skólamálanefndar, Guðbjörgu Ragnarsdóttur, sem segir að ekki standi til að breyta þessu og taka upp samræmd próf aftur þrátt fyrir gagnrýni á núverandi kerfi . Þar talar hún líka um nauðsyn þess að menn tali saman. Það er hins vegar ekki seinna vænna en að koma sér saman um hverjir eigi að tala saman, á hvaða forsendum , viðurkenna vandann og þora að taka á honum!
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun