Lífið

Dýrasta húsið í New York komið á sölu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eignin er gríðarlega falleg.
Eignin er gríðarlega falleg.
Dýrasta hús New York borgar er komið á sölu og þú getur eignast það fyrir 120 milljónir Bandaríkjadollara eða því sem samsvarar tæpum 16 milljörðum íslenskra króna.

Húsið er staðsett í hinu fræga Upper East Side hverfi á Manhattan. Húsið er á sex hæðum og var áður um þrjár mismunandi einingar að ræða. Nú hefur þetta allt verið sett saman í eina einingu og því kostar þetta sitt.

Húsið var byggt árið 1879 og er það 2787 fermetrar að stærð og er bent á að auðveldlega sé hægt að búa til nokkrar íbúðir úr eigninni. 

Alls eru 11 samskonar svalir í húsinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×