Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2015 19:18 Forstjóri Landsspítalans er sleginn yfir því skilningsleysi sem hann segist hafa mætt að hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis sem nánast saki stjórnendur spítalans um að vera með stöðugt væl. Formaður nefndarinnar segir hana alltaf verða fyrir miklum þrýsingi við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Það gera sér allir grein fyrir að rekstur Landsspítalans er dýr. Til að mynda fara 50 milljarðar til spítalans samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Stjórnendur spítalans telja sig engu að síður þurfa meira og hafa lagt fram óskir um það til fjárlaganefndar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans telur að 2,5 til þrjá milljarða vanti til viðbótar á næsta ári. Hann undrast framkomu Vigdísar Hauksdóttur formanns og Gunnlaugs Þórs Júlíussonar varaformanns fjárlaganefndar á síðasta fundi með nefndinni á föstudag. „Viðhorf forystu fjárlaganefndar ollu mér vonbrigðum. Það er rétt og það er kannski fyrst og fremst vegna þess að þarna rann það upp fyrir mér aðþau telja að mjög mikið fé hafi verið sett til spítalans nú síðustu tvö árin. En við séum hins vegar botnlaust gímald sem séum að væla alltaf um meira og það er alls ekki svo,“ segir Páll. Núverandi ríkisstjórn hafi vissulega bætt í framlög til spítalans og það beri að þakka. En hins vegar hafi verið vanáætlað til hans í áratugi og það taki tíma að leiðrétta það til að ná yfirlýstum markmiðum stjórnvalda um að útgjöld til heilbrigðismála nái meðaltali Norðurlandanna. Framlög til rekstrar, viðhalds og launa hafi lengi verið vanreiknuð og vandinn orðinn mikill.Ekki gert ráð fyrir auknu álagi „Hins vegar er vandinn kannski fyrst og fremst sá að álagið er að aukast á okkur ár frá ári um það sem við metum upp á 1,7 prósent. Sem er nærri milljarður króna. En það er ekki gert ráð fyrir því ólíkt því sem er hjá Sjúkratryggingum þar sem tryggingaflokkar fá ákveðna uppreiknun á hverju árivegna breytinga á álagi og aldurssamsetningar þjóðarinnar,“ segir Páll. Vigdís Hauksdóttirvísir/ernir Formaður fjárlaganefndar segist ekki ætla að munnhöggvast við Pál. Hann sé góður maður sem vinni störf sín af alúð. Enginn hafi hins vegar meiri skiling á þörfum heilbrigðiskerfisins og núverandi stjórnarmeirihluti. Margir þrýsti hins vegar á fjárlaganefnd. „En það er þessi árstími. Við skulum athuga að það er verið að sækja að okkur úr öllum áttum. En við látum ekki svona andlegt ofbeldi ná til okkar. Því það er náttúrlega verið að leggja á okkur gríðarlega pressu. Og kenna forystu fjárlaganefndar um að spítalinn fái ekki nægjanlega mikið fé – það eru náttúrlega eins og hann veit best sjálfur samningaviðræður milli spítalans og heilbrigðisráðherra sem ákvarða töluna inn í fjárlögin. Þannig að ég erfi þetta ekki við hann,“ segir Vigdís. Verið sé að auka framlög til S-merktra lyfja, viðhalds og vegna kjarasamninga en fjárlaganefnd skilar nefndarálitum sínum á miðvikudag. „En við reiknum ekki með því að það fari meira fé í fjárlagaliðinn sem Landsspítalinn stendur fyrir,“ segir Vigdís. Það er að segja frá meirihlutanum en minnihlutinn mun leggja til að meira fjármagn fari til spítalans. „ Breytingatillögurnar eru að detta inn þessa dagana og við munum koma með tillögur í þessa veru ef meirihlutinn sér akki að sér,“ segir Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Forstjóri Landsspítalans er sleginn yfir því skilningsleysi sem hann segist hafa mætt að hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis sem nánast saki stjórnendur spítalans um að vera með stöðugt væl. Formaður nefndarinnar segir hana alltaf verða fyrir miklum þrýsingi við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Það gera sér allir grein fyrir að rekstur Landsspítalans er dýr. Til að mynda fara 50 milljarðar til spítalans samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Stjórnendur spítalans telja sig engu að síður þurfa meira og hafa lagt fram óskir um það til fjárlaganefndar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans telur að 2,5 til þrjá milljarða vanti til viðbótar á næsta ári. Hann undrast framkomu Vigdísar Hauksdóttur formanns og Gunnlaugs Þórs Júlíussonar varaformanns fjárlaganefndar á síðasta fundi með nefndinni á föstudag. „Viðhorf forystu fjárlaganefndar ollu mér vonbrigðum. Það er rétt og það er kannski fyrst og fremst vegna þess að þarna rann það upp fyrir mér aðþau telja að mjög mikið fé hafi verið sett til spítalans nú síðustu tvö árin. En við séum hins vegar botnlaust gímald sem séum að væla alltaf um meira og það er alls ekki svo,“ segir Páll. Núverandi ríkisstjórn hafi vissulega bætt í framlög til spítalans og það beri að þakka. En hins vegar hafi verið vanáætlað til hans í áratugi og það taki tíma að leiðrétta það til að ná yfirlýstum markmiðum stjórnvalda um að útgjöld til heilbrigðismála nái meðaltali Norðurlandanna. Framlög til rekstrar, viðhalds og launa hafi lengi verið vanreiknuð og vandinn orðinn mikill.Ekki gert ráð fyrir auknu álagi „Hins vegar er vandinn kannski fyrst og fremst sá að álagið er að aukast á okkur ár frá ári um það sem við metum upp á 1,7 prósent. Sem er nærri milljarður króna. En það er ekki gert ráð fyrir því ólíkt því sem er hjá Sjúkratryggingum þar sem tryggingaflokkar fá ákveðna uppreiknun á hverju árivegna breytinga á álagi og aldurssamsetningar þjóðarinnar,“ segir Páll. Vigdís Hauksdóttirvísir/ernir Formaður fjárlaganefndar segist ekki ætla að munnhöggvast við Pál. Hann sé góður maður sem vinni störf sín af alúð. Enginn hafi hins vegar meiri skiling á þörfum heilbrigðiskerfisins og núverandi stjórnarmeirihluti. Margir þrýsti hins vegar á fjárlaganefnd. „En það er þessi árstími. Við skulum athuga að það er verið að sækja að okkur úr öllum áttum. En við látum ekki svona andlegt ofbeldi ná til okkar. Því það er náttúrlega verið að leggja á okkur gríðarlega pressu. Og kenna forystu fjárlaganefndar um að spítalinn fái ekki nægjanlega mikið fé – það eru náttúrlega eins og hann veit best sjálfur samningaviðræður milli spítalans og heilbrigðisráðherra sem ákvarða töluna inn í fjárlögin. Þannig að ég erfi þetta ekki við hann,“ segir Vigdís. Verið sé að auka framlög til S-merktra lyfja, viðhalds og vegna kjarasamninga en fjárlaganefnd skilar nefndarálitum sínum á miðvikudag. „En við reiknum ekki með því að það fari meira fé í fjárlagaliðinn sem Landsspítalinn stendur fyrir,“ segir Vigdís. Það er að segja frá meirihlutanum en minnihlutinn mun leggja til að meira fjármagn fari til spítalans. „ Breytingatillögurnar eru að detta inn þessa dagana og við munum koma með tillögur í þessa veru ef meirihlutinn sér akki að sér,“ segir Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira