Búið að kveikja á Oslóartrénu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. nóvember 2015 17:26 Frá Austurvelli í dag. vísir/ernir Ljósin á Oslóartrénu voru tendruð á fimmta tímanum á Austurvelli í dag. Voru það Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Khamshajiny Gunartnam varaborgarstjóri Osló sem kveiktu á trénu. Venju samkvæmt er tréð hið glæsilegasta en ljósanna prýðir jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra tréð. Óróinn heitir Skyrgámur að þessu sinni en þetta er í tíunda skipti sem félagið safnar fé með jólaórásölu. Steinunn Sigurðardóttir hannaði óróann að þessu sinni. Tréð í ár er síðasta tréð sem Norðmenn senda til Íslands en borgirnar ákváðu í sameiningu að héðan í frá myndu Norðmenn gefa borginni tré úr Heiðmörk. Þótti það samræmast umhverfisviðhorfum betur en núverandi fyrirkomulag. „Mér fannst fallegt og gaman að heimsækja skóginn í Heiðmörk og læra um sögu hans og sterk tengsl við Noreg,“ segir Kamzy. „Ræktunin hófst fyrir meira en 50 árum og hef séð með eigin augum að trén eru fullvaxta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég heimsæki Ísland og það er sannur heiður fyrir mig sem fulltrúa Oslóarborgar að færa íbúum Reykjavíkur Oslóartréð. Ég hef heyrt að fyrir mörgum borgarbúum marki tendrun ljósa Oslóartrésins ákveðið upphaf jólahaldsins. Mikil vinabönd eru á milli borganna tveggja og við viljum styrkja þá vináttu með því að senda alltaf fulltrúa frá borgarstjórn Oslóar til Reykjavík. Framlag okkar í framtíðinni verður með einhvers konar menningarlegu ívafi, jafnvel barnamenningu allt til þess að styrkja vinabönd Reykjavíkur og Oslóar,“ segir Kamzy. „Það var frábært að geta sýnt fulltrúum Oslóar þessi fínu tré sem núna vaxa í Heiðmörk en framvegis mun Oslóartréð koma þaðan með sínar djúpu norsku rætur. Um leið ætlum við að nota tækifærið og styrkja tengsl borganna tveggja og efla hin menningarlegu tengsl sem munu svo leiða okkur á frekari brautir stórra og smárra verkefna þessara miklu vinaborga,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Jólafréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Ljósin á Oslóartrénu voru tendruð á fimmta tímanum á Austurvelli í dag. Voru það Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Khamshajiny Gunartnam varaborgarstjóri Osló sem kveiktu á trénu. Venju samkvæmt er tréð hið glæsilegasta en ljósanna prýðir jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra tréð. Óróinn heitir Skyrgámur að þessu sinni en þetta er í tíunda skipti sem félagið safnar fé með jólaórásölu. Steinunn Sigurðardóttir hannaði óróann að þessu sinni. Tréð í ár er síðasta tréð sem Norðmenn senda til Íslands en borgirnar ákváðu í sameiningu að héðan í frá myndu Norðmenn gefa borginni tré úr Heiðmörk. Þótti það samræmast umhverfisviðhorfum betur en núverandi fyrirkomulag. „Mér fannst fallegt og gaman að heimsækja skóginn í Heiðmörk og læra um sögu hans og sterk tengsl við Noreg,“ segir Kamzy. „Ræktunin hófst fyrir meira en 50 árum og hef séð með eigin augum að trén eru fullvaxta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég heimsæki Ísland og það er sannur heiður fyrir mig sem fulltrúa Oslóarborgar að færa íbúum Reykjavíkur Oslóartréð. Ég hef heyrt að fyrir mörgum borgarbúum marki tendrun ljósa Oslóartrésins ákveðið upphaf jólahaldsins. Mikil vinabönd eru á milli borganna tveggja og við viljum styrkja þá vináttu með því að senda alltaf fulltrúa frá borgarstjórn Oslóar til Reykjavík. Framlag okkar í framtíðinni verður með einhvers konar menningarlegu ívafi, jafnvel barnamenningu allt til þess að styrkja vinabönd Reykjavíkur og Oslóar,“ segir Kamzy. „Það var frábært að geta sýnt fulltrúum Oslóar þessi fínu tré sem núna vaxa í Heiðmörk en framvegis mun Oslóartréð koma þaðan með sínar djúpu norsku rætur. Um leið ætlum við að nota tækifærið og styrkja tengsl borganna tveggja og efla hin menningarlegu tengsl sem munu svo leiða okkur á frekari brautir stórra og smárra verkefna þessara miklu vinaborga,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Jólafréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira