Lífið

Kenneth Máni og Georg verða nágrannar

Björn Thors og Jón Gnarr
Björn Thors og Jón Gnarr Vísir/Anton/Stefán
Leikarahjónin Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir hafa fest kaup á fasteign í borginni. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að í íbúðinni við hliðina á þeim og í sama húsi, býr Jón Gnarr.

Þeir Björn og Jón léku þá Kenneth Mána og Georg Bjarnfreðarson eftirminnilega í þáttunum Fangavaktinni.

Jón er eins og flestir vita að flytja tímabundið til Bandaríkjanna og verða þeir Georg og Kenneth þá nágrannar síðar á árinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.