Tilnefningar til Óskarsins voru tilkynntar rétt í þessu á sérstökum viðburði sem hófst í dag klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Meðal mynda sem tilnefndar voru í sama flokki og Snerting var franska myndin Emilia Pérez sem unnið hefur til flestra verðlauna á verðlaunahátíðum hingað til líkt og Golden Globes og Bafta.
Snerting byggir á bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar og var tekjuhæsta myndin á Íslandi árið 2024. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið í myndinni sem tekin er upp á Íslandi og í Japan.
Baltasar Kormákur sagði fyrr í vikunni í samtali við Vísi að hann fengi ekki að vita neitt um mögulega Óskarstilnefningu fyrr en á sama tíma og allir aðrir. Hann sagðist fyrst og fremst vera ánægður með þær gríðarlegu viðtökur sem myndin hefði fengið í kvikmyndahúsum á Íslandi.