Bíó og sjónvarp

Everest verður opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, er sögð lofa góðu.
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, er sögð lofa góðu. Vísir
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í ár.  Myndin segir frá leiðangri hóps göngumanna upp á topp Everest-fjallsins árið 1996 þar sem átta létu lífið. Með helstu hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Josh Brolin og John Hawkes.

Þessi ákvörðun aðstandenda elstu kvikmyndahátíðar heims hlýtur að teljast mikill heiður fyrir Baltasar Kormák en í fyrra var Birdman opnunarmynd hátíðarinnar og árið 2013 myndin Gravity. Birdman var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár en Alfonso Cuarón var valinn besti leikstjórinn á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra fyrir kvikmyndina Gravity.

Bandaríska tímaritið Variety segir frá því á vef sínum að myndin var sýnd á lokaðri sýningu á kvikmyndaráðstefnunni CineEurope í Barcelona í síðustu viku og voru ráðstefnugestir sagðir hrifnir af henni.

Kvikmyndahátíðin í Feneyjum stendur yfir dagana 2. til 12. September og mun er fyrrnefndur Alfonso Cuarón formaður aðaldómnefndar hennar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.