Grísk kreppa í íslensku lífeyrisljósi Jakob Tryggvason skrifar 8. júlí 2015 07:00 Lífeyrismál eru eitt stærsta viðfangsefnið í viðræðum grískra stjórnvalda við lánardrottna sína. Lánardrottnar gagnrýna Grikki fyrir kostnaðarsamt lífeyriskerfi. Á sama tíma blása samtök eldri borgara í Grikklandi til mótmælaaðgerða gegn frekari skerðingu lífeyris. Fimmti hver Grikki er orðinn 65 ára og ef tekið er tillit til þeirra sem fara snemma á eftirlaun lætur nærri að lífeyrisvandinn varði allt að þriðjung kjósenda. Svo má bæta við 50% atvinnuleysi ungmenna sem reiða sig í mörgum tilvikum á lífeyri foreldra. Samtök atvinnulífsins í Grikklandi telja að helmingur allra fjölskyldna í landinu reiði sig á almannatryggingakerfið. Lánardrottnar eiga þannig í óbeinum viðræðum við stóran hluta grísku þjóðarinnar, sem sættir sig ekki við frekari niðurskurð. Opinber útgjöld Grikkja hafa verið skorin að beini og nú beinist athygli að lífeyris- og skattamálum.Gjörólík lífeyriskerfi Áður en Grikkir rötuðu í vandræði sín státuðu þeir af örlátasta lífeyriskerfi Evrópu, svokölluðu gegnumstreymiskerfi. Slíkt kerfi er aðallega fjármagnað með sköttum, sem er í grundvallaratriðum ólíkt til dæmis íslenska kerfinu þar sem hver kynslóð leggur á starfsævinni í sjóði til efri áranna. Í þessu ljósi er áhugavert að fylgjast með gangi mála í Grikklandi. Umbætur voru gerðar á gríska kerfinu 2010 en samt greiða Grikkir um 17,5% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) leggur ríka áherslu á að hlutfallið verði lækkað í 16%, fyrr geti hann ekki samþykkt frekari fyrirgreiðslu. Þess má geta til samanburðar að Íslendingar greiða 6% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Flett var ofan af brotalömum og spillingu í gríska kerfinu 2010. Það er mörgum geymdur en ekki gleymdur ímyndarskellur fyrir Grikki. Á daginn kom að 90.000 greiðslur úr kerfinu runnu að stórum hluta til látinna eða til fólks sem var í fullri vinnu en jafnframt á örorkubótum. Hlutfall bótasvika nam 3,4% af heildargreiðslum lífeyris!Undanþága til að fara fyrr á eftirlaun Þá sæta Grikkir gagnrýni fyrir að hækka lífeyrisaldur í orði en ekki á borði. Lánardrottnar krefjast þess að lífeyrisaldur verði hækkaður í raun til að spara útgjöld. Grikkir hækkuðu vissulega lífeyrisaldur karla í 67 ára en áhrifin láta á sér standa vegna þess að hátt í 600 starfsstéttir njóta undanþágu og fá að fara fyrr á eftirlaun vegna hættulegra eða erfiðra vinnuskilyrða. Slökkviliðsmenn fá til dæmis svona undanþágu, hárgreiðslufólk líka vegna hættulegra efna í vinnuumhverfi sínu og meira segja starfsmenn ljósvakamiðla vegna skaðlegra örvera á hljóðnemum! Gríska hagkerfið hefur skroppið saman og greiðslur til lífeyriskerfisins rýrna að sama skapi. Vandi Grikkja tengist að miklu leyti almannatryggingum. Samanlögð eftirlaun úr almannatryggingum og úr veikburða sjóðasöfnunarkerfi Grikklands eru um 880 evrur á mánuði eða tæplega 130.000 krónur, sem telst ekki ríkulegur lífeyrir. Aðalvandinn er samt sá að kerfið er langt frá því að vera sjálfbært. Grikkir komast ekki upp með að slá enn meiri lán til að fjármagna eftirlaun sín og fyrir liggur að 15-44% skerðing lífeyris frá 2010 dugar hvergi til.„Íslenska kerfið“ talið fyrirmynd Gegnumstreymiskerfi eftirlauna hefur í sér fólgna áhættu sem í hnotskurn er helsti vandi grískra stjórnvalda. Stundum er því samt haldið fram hérlendis að gegnumstreymi sé álitlegra en íslenska kerfið. Því skal þá haldið til haga að OECD, Evrópusambandið og Alþjóðabankinn hvetja aðildarríkin til að koma upp þriggja stoða lífeyriskerfi á borð við það sem Íslendingar þekkja: almannatryggingar, öfluga söfnunarsjóði lífeyris og séreignarsjóði. Um leið og við óskum þess að Grikkjum farnist vel við að leysa ofurvanda sinn vonum við að okkur sjálfum takist að byggja upp lífeyriskerfi sem þolir tímabundin samdráttarskeið og sveiflur á fjármálamörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grikkland Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Lífeyrismál eru eitt stærsta viðfangsefnið í viðræðum grískra stjórnvalda við lánardrottna sína. Lánardrottnar gagnrýna Grikki fyrir kostnaðarsamt lífeyriskerfi. Á sama tíma blása samtök eldri borgara í Grikklandi til mótmælaaðgerða gegn frekari skerðingu lífeyris. Fimmti hver Grikki er orðinn 65 ára og ef tekið er tillit til þeirra sem fara snemma á eftirlaun lætur nærri að lífeyrisvandinn varði allt að þriðjung kjósenda. Svo má bæta við 50% atvinnuleysi ungmenna sem reiða sig í mörgum tilvikum á lífeyri foreldra. Samtök atvinnulífsins í Grikklandi telja að helmingur allra fjölskyldna í landinu reiði sig á almannatryggingakerfið. Lánardrottnar eiga þannig í óbeinum viðræðum við stóran hluta grísku þjóðarinnar, sem sættir sig ekki við frekari niðurskurð. Opinber útgjöld Grikkja hafa verið skorin að beini og nú beinist athygli að lífeyris- og skattamálum.Gjörólík lífeyriskerfi Áður en Grikkir rötuðu í vandræði sín státuðu þeir af örlátasta lífeyriskerfi Evrópu, svokölluðu gegnumstreymiskerfi. Slíkt kerfi er aðallega fjármagnað með sköttum, sem er í grundvallaratriðum ólíkt til dæmis íslenska kerfinu þar sem hver kynslóð leggur á starfsævinni í sjóði til efri áranna. Í þessu ljósi er áhugavert að fylgjast með gangi mála í Grikklandi. Umbætur voru gerðar á gríska kerfinu 2010 en samt greiða Grikkir um 17,5% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) leggur ríka áherslu á að hlutfallið verði lækkað í 16%, fyrr geti hann ekki samþykkt frekari fyrirgreiðslu. Þess má geta til samanburðar að Íslendingar greiða 6% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Flett var ofan af brotalömum og spillingu í gríska kerfinu 2010. Það er mörgum geymdur en ekki gleymdur ímyndarskellur fyrir Grikki. Á daginn kom að 90.000 greiðslur úr kerfinu runnu að stórum hluta til látinna eða til fólks sem var í fullri vinnu en jafnframt á örorkubótum. Hlutfall bótasvika nam 3,4% af heildargreiðslum lífeyris!Undanþága til að fara fyrr á eftirlaun Þá sæta Grikkir gagnrýni fyrir að hækka lífeyrisaldur í orði en ekki á borði. Lánardrottnar krefjast þess að lífeyrisaldur verði hækkaður í raun til að spara útgjöld. Grikkir hækkuðu vissulega lífeyrisaldur karla í 67 ára en áhrifin láta á sér standa vegna þess að hátt í 600 starfsstéttir njóta undanþágu og fá að fara fyrr á eftirlaun vegna hættulegra eða erfiðra vinnuskilyrða. Slökkviliðsmenn fá til dæmis svona undanþágu, hárgreiðslufólk líka vegna hættulegra efna í vinnuumhverfi sínu og meira segja starfsmenn ljósvakamiðla vegna skaðlegra örvera á hljóðnemum! Gríska hagkerfið hefur skroppið saman og greiðslur til lífeyriskerfisins rýrna að sama skapi. Vandi Grikkja tengist að miklu leyti almannatryggingum. Samanlögð eftirlaun úr almannatryggingum og úr veikburða sjóðasöfnunarkerfi Grikklands eru um 880 evrur á mánuði eða tæplega 130.000 krónur, sem telst ekki ríkulegur lífeyrir. Aðalvandinn er samt sá að kerfið er langt frá því að vera sjálfbært. Grikkir komast ekki upp með að slá enn meiri lán til að fjármagna eftirlaun sín og fyrir liggur að 15-44% skerðing lífeyris frá 2010 dugar hvergi til.„Íslenska kerfið“ talið fyrirmynd Gegnumstreymiskerfi eftirlauna hefur í sér fólgna áhættu sem í hnotskurn er helsti vandi grískra stjórnvalda. Stundum er því samt haldið fram hérlendis að gegnumstreymi sé álitlegra en íslenska kerfið. Því skal þá haldið til haga að OECD, Evrópusambandið og Alþjóðabankinn hvetja aðildarríkin til að koma upp þriggja stoða lífeyriskerfi á borð við það sem Íslendingar þekkja: almannatryggingar, öfluga söfnunarsjóði lífeyris og séreignarsjóði. Um leið og við óskum þess að Grikkjum farnist vel við að leysa ofurvanda sinn vonum við að okkur sjálfum takist að byggja upp lífeyriskerfi sem þolir tímabundin samdráttarskeið og sveiflur á fjármálamörkuðum.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun