Sitjandi ríkisstjórn meira á flakki en sú sem var á undan henni Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 8. júlí 2015 07:30 Hér er hægt að sjá upplýsingar um ferðalög einstakra ráðherra en neðst í fréttinni má sjá gagnvirka súlurit með sömu upplýsingum. vísir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er ferðakóngurinn í samanburði á ferðalögum ráðherra tveggja síðustu ríkisstjórna. Gunnar Bragi hefur verið erlendis í 199 daga af þeim 777 dögum sem hann hefur verið utanríkisráðherra. Fréttablaðið bar saman ferðalög ráðherra ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á fyrstu tveimur starfsárum þeirra. Til að gæta sanngirnis er kostnaður við ferðalög ráðherra umreiknaður á verðlag dagsins í dag. Tímabilið sem er til skoðunar hjá fyrri stjórn er frá því að minnihlutastjórnin tók við þann 1. febrúar 2009 til 1. júní 2011. Hjá núverandi stjórn er það 23. maí 2013 til 1. júní 2015. Ríkisstjórn Sigmundar hefur eytt töluvert meira fjármagni í ferðir ráðherra heldur en ríkisstjórnin sem sat á undan. Sitjandi ríkisstjórn hefur nýtt rúmar 157 milljónir króna í ferðalög og ríkisstjórn Jóhönnu um 104 milljónum. Ríkisstjórn Sigmundar virðist vera meira fyrir það að sinna verkefnum erlendis en samtals hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar eytt 625 dögum erlendis en ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu 550 dögum.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir ferðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hægt er að velja hvaða ráðherrar eru sýnilegir hverju sinni. Að auki er hægt að smella á einstakar borgir til að fá frekari upplýsingar um í hvaða erindagjörðum ferðin var farin, kostnað, lengd ferðar og fjölda fylgdarmanna. Skiljanlega eru það utanríkisráðherrarnir tveir, Gunnar Bragi, og Össur Skarphéðinsson sem eiga drjúga hlutdeild í ferðalögum ráðherra ríkisstjórnanna. Kostnaður við ferðalög Gunnars nema um 52 milljónum króna frá því að hann tók við sem utanríkisráðherra. Ferðakostnaður Össurar nam 19 milljónum fyrstu tvö ár í stól utanríkisráðherra en þess ber að geta að í gögnum utanríkisráðuneytisins um ferðakostnað ráðherra er ekki tekið tillit til fylgdarliðs Össurar og má því gera ráð fyrir að ferðakostnaður hafi verið töluvert meiri. Ef forsætisráðherrarnir tveir eru bornir saman kemur í ljós að enn sem komið er hefur Sigmundur farið í fleiri utalandsferðir en Jóhanna. Han hefur eytt 62 dögum erlendis samanborið við 38 daga Jóhönnu. Svo virðist vera að embætti fjármála- iðnaðar- og sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra fylgi nokkur ferðakvöð en allir ráðherrarnir hafa nýtt meira en tíu milljónir í ferðakostnað. Þá vekur athygli að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefur ferðast nokkuð meira ein fyrirrennari sinn, Katrín Jakobsdóttir en hann hefur nýtt 15 milljónir í ferðakostnað á móti 3 milljónum Katrínar.Hér fyrir neðan er hægt að sjá áfangastaði Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar, Össurar Skarphéðinssonar og ferðir Árna Páls Árnasonar sem efnahags- og viðskiptaráðherra. Hægt er að smella á borgir til að fá upplýsingar um kostnað, lengd ferðar, fylgdarmenn og erindi. Einnig er hægt að velja hvaða ráðherra er sýnilegur hverju sinni.Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að ferðadagar Jóhönnu Sigurðardóttur hefðu verið 26. Það er rangt. Þeir eru alls 38. Tengdar fréttir Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Ráðherrar verið 272 daga ár erlendri grund það sem af er kjörtímabilinu. 23. júní 2015 08:45 Forsætisráðherra 62 daga erlendis það sem af er kjörtímabilinu Hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna. 9. júní 2015 12:16 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er ferðakóngurinn í samanburði á ferðalögum ráðherra tveggja síðustu ríkisstjórna. Gunnar Bragi hefur verið erlendis í 199 daga af þeim 777 dögum sem hann hefur verið utanríkisráðherra. Fréttablaðið bar saman ferðalög ráðherra ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á fyrstu tveimur starfsárum þeirra. Til að gæta sanngirnis er kostnaður við ferðalög ráðherra umreiknaður á verðlag dagsins í dag. Tímabilið sem er til skoðunar hjá fyrri stjórn er frá því að minnihlutastjórnin tók við þann 1. febrúar 2009 til 1. júní 2011. Hjá núverandi stjórn er það 23. maí 2013 til 1. júní 2015. Ríkisstjórn Sigmundar hefur eytt töluvert meira fjármagni í ferðir ráðherra heldur en ríkisstjórnin sem sat á undan. Sitjandi ríkisstjórn hefur nýtt rúmar 157 milljónir króna í ferðalög og ríkisstjórn Jóhönnu um 104 milljónum. Ríkisstjórn Sigmundar virðist vera meira fyrir það að sinna verkefnum erlendis en samtals hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar eytt 625 dögum erlendis en ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu 550 dögum.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir ferðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hægt er að velja hvaða ráðherrar eru sýnilegir hverju sinni. Að auki er hægt að smella á einstakar borgir til að fá frekari upplýsingar um í hvaða erindagjörðum ferðin var farin, kostnað, lengd ferðar og fjölda fylgdarmanna. Skiljanlega eru það utanríkisráðherrarnir tveir, Gunnar Bragi, og Össur Skarphéðinsson sem eiga drjúga hlutdeild í ferðalögum ráðherra ríkisstjórnanna. Kostnaður við ferðalög Gunnars nema um 52 milljónum króna frá því að hann tók við sem utanríkisráðherra. Ferðakostnaður Össurar nam 19 milljónum fyrstu tvö ár í stól utanríkisráðherra en þess ber að geta að í gögnum utanríkisráðuneytisins um ferðakostnað ráðherra er ekki tekið tillit til fylgdarliðs Össurar og má því gera ráð fyrir að ferðakostnaður hafi verið töluvert meiri. Ef forsætisráðherrarnir tveir eru bornir saman kemur í ljós að enn sem komið er hefur Sigmundur farið í fleiri utalandsferðir en Jóhanna. Han hefur eytt 62 dögum erlendis samanborið við 38 daga Jóhönnu. Svo virðist vera að embætti fjármála- iðnaðar- og sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra fylgi nokkur ferðakvöð en allir ráðherrarnir hafa nýtt meira en tíu milljónir í ferðakostnað. Þá vekur athygli að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefur ferðast nokkuð meira ein fyrirrennari sinn, Katrín Jakobsdóttir en hann hefur nýtt 15 milljónir í ferðakostnað á móti 3 milljónum Katrínar.Hér fyrir neðan er hægt að sjá áfangastaði Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar, Össurar Skarphéðinssonar og ferðir Árna Páls Árnasonar sem efnahags- og viðskiptaráðherra. Hægt er að smella á borgir til að fá upplýsingar um kostnað, lengd ferðar, fylgdarmenn og erindi. Einnig er hægt að velja hvaða ráðherra er sýnilegur hverju sinni.Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að ferðadagar Jóhönnu Sigurðardóttur hefðu verið 26. Það er rangt. Þeir eru alls 38.
Tengdar fréttir Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Ráðherrar verið 272 daga ár erlendri grund það sem af er kjörtímabilinu. 23. júní 2015 08:45 Forsætisráðherra 62 daga erlendis það sem af er kjörtímabilinu Hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna. 9. júní 2015 12:16 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Ráðherrar verið 272 daga ár erlendri grund það sem af er kjörtímabilinu. 23. júní 2015 08:45
Forsætisráðherra 62 daga erlendis það sem af er kjörtímabilinu Hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna. 9. júní 2015 12:16