Páfi gagnrýnir bandaríska þingmenn Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. september 2015 07:00 Frans páfi ávarpar þjóðþingið í Washington. NordicPhotos/AFP Frans páfi kom inn á fjölmörg umdeild pólitísk stórmál í ávarpi sínu á Bandaríkjaþingi í gær, þar sem hann hvatti meðal annars þingið til að afnema dauðarefsingu. „Ég er sannfærður um að þessi leið er best vegna þess að hvert einasta mannslíf er heilagt, hver einasti maður er gæddur óafsalanlegri virðingu, og samfélagið getur ekki annað en hagnast á því að endurhæfa þá sem hlotið hafa dóm fyrir glæpi,“ sagði páfi við þingmennina, sem flestir hverjir hafa ekki viljað láta sér til hugar koma að afnema dauðarefsingu í Bandaríkjunum. Hann gagnrýndi einnig harðlega vopnaframleiðsluiðnaðinn og hvatti þingið til að grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Páfinn sagði kapítalískt þjóðskipulag meingallað og ræddi einnig um mikilvægi þess að taka vel á móti innflytjendum, einnig þeim sem komið hafa ólöglega til landsins. „Þetta segi ég ykkur sem sonur innflytjenda, í fullri vissu þess að mörg ykkar eru einnig afkomendur innflytjenda,” sagði Frans páfi í ávarpi sínu. Allt gengur þetta þvert gegn stefnu flestra þeirra þingmanna, sem nú sitja á Bandaríkjaþingi. Enginn páfi hefur áður komið í ræðustól á Bandaríkjaþingi, en þetta er í þriðja skipti sem páfi kemur til Bandaríkjanna. Jóhannes Páll II. kom þangað árið 1979 og Benedikt XVI. síðan árið 2008. Tengdar fréttir Frans páfi segir misskilning að hann sé vinstrisinnaður Þakkar Obama frumkvæði í loftslagsmálum. Hvetur til umburðarlyndis. Umdeildur munkur að dýrlingi. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Frans páfi kom inn á fjölmörg umdeild pólitísk stórmál í ávarpi sínu á Bandaríkjaþingi í gær, þar sem hann hvatti meðal annars þingið til að afnema dauðarefsingu. „Ég er sannfærður um að þessi leið er best vegna þess að hvert einasta mannslíf er heilagt, hver einasti maður er gæddur óafsalanlegri virðingu, og samfélagið getur ekki annað en hagnast á því að endurhæfa þá sem hlotið hafa dóm fyrir glæpi,“ sagði páfi við þingmennina, sem flestir hverjir hafa ekki viljað láta sér til hugar koma að afnema dauðarefsingu í Bandaríkjunum. Hann gagnrýndi einnig harðlega vopnaframleiðsluiðnaðinn og hvatti þingið til að grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Páfinn sagði kapítalískt þjóðskipulag meingallað og ræddi einnig um mikilvægi þess að taka vel á móti innflytjendum, einnig þeim sem komið hafa ólöglega til landsins. „Þetta segi ég ykkur sem sonur innflytjenda, í fullri vissu þess að mörg ykkar eru einnig afkomendur innflytjenda,” sagði Frans páfi í ávarpi sínu. Allt gengur þetta þvert gegn stefnu flestra þeirra þingmanna, sem nú sitja á Bandaríkjaþingi. Enginn páfi hefur áður komið í ræðustól á Bandaríkjaþingi, en þetta er í þriðja skipti sem páfi kemur til Bandaríkjanna. Jóhannes Páll II. kom þangað árið 1979 og Benedikt XVI. síðan árið 2008.
Tengdar fréttir Frans páfi segir misskilning að hann sé vinstrisinnaður Þakkar Obama frumkvæði í loftslagsmálum. Hvetur til umburðarlyndis. Umdeildur munkur að dýrlingi. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Frans páfi segir misskilning að hann sé vinstrisinnaður Þakkar Obama frumkvæði í loftslagsmálum. Hvetur til umburðarlyndis. Umdeildur munkur að dýrlingi. 24. september 2015 07:00