Bond-lagið er ávallt mjög vinsælt um allan heim og fá aðeins risa stjörnur á borð við Adele, Tina Turner og Sam Smith þann heiður að fara með lagið í hverri mynd.
Lagið er mjög „James Bond“ legt ef svo má að orði komast. Árið 2012 vann Adele Óskarinn fyrir lag sitt Skyfall í samnefndri mynd.
Daniel Craig fer með hlutverk Bond í myndinni sem kemur út í nóvember. Hér að neðan má hlusta á lagið en það var sett á Spotify og iTunes í morgun.