Ef þú hangir of mikið heima og gerir ekki neitt þá verður þú bara pirraður svo taktu til þinna ráða og tengdu þig við nýja hópa. Hringdu í gamla vinnufélaga eða vini, því þetta ótrúlega góða tengslanet sem þú hefur á eftir að koma þér á óvart.
Það er mikilvægt að þú mætir í alla þá fögnuði sem þér er boðið í. Hækkir í tónlistinni og hendir dramanu á haf út. Með einu brosi munt þú kynnast magnaðri manneskju sem mun hreyfa við lífi þínu.
Hafðu það í huga að elskhugi þinn þarf líka að vera besti vinur þinn, það er lykillinn að ástinni. Þú fyllist miklum metnaði á þessum tímamótum sem þú ert á núna og því þarf að fylgja mikið hugrekki. Hugrekki er lykilhugtakið þitt í þessum mánuði og það á eftir að breyta lífi þínu, þú þarft að þora að tala við alla sem þér dettur í hug.
Enginn er æðri en þú, elsku Tvíburinn minn, og þú ert eins magnaður og þú vilt vera. Þú geislar af miklum styrk og fólki finnst þú alveg vera með þetta og þegar þér finnst það líka þá ertu kominn í mark!
Mottó: Gleðin er smitandi og ég er smitberi.
Frægir Tvíburar: Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland.