Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Haraldur Guðmundsson skrifar 5. janúar 2015 07:00 Búið er að grafa um 48 prósent af heildarlengd Vaðlaheiðarganga. Mynd/Valgeir Norðfjarðargöng við Eskifjörð lengdust um 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um tvöfalt meira en Vaðlaheiðargöng í Eyjafirði. Verktakar í Vaðlaheiðargöngum neyddust til að flýja heitt vatn í göngunum en veikburða setlög töfðu gangagerðina á Austurlandi.„Það má segja að það hafi gengið þokkalega en þetta hefur þó verið sveiflukennt eins og gengur og gerist,“ segir Guðmundur Þór Björnsson, starfsmaður verkfræðistofunnar Hnits sem fer með umsjón og eftirlit með framkvæmdum vegna Norðfjarðarganga. Búið er að grafa um 64 prósent af heildarlengd Norðfjarðarganga, alls 4,8 kílómetra, og er unnið bæði frá Eskifirði og Fannardal Norðfjarðarmegin. Verkið er á áætlun og að sögn Guðmundar er ekkert sem bendir til þess að göngin verði ekki opnuð haustið 2017. „Það má þó segja að verktakinn hafði væntingar um að vera búinn að grafa meira en komið er. Við höfum lent í erfiðum setlögum, sérstaklega Eskifjarðarmegin, sem kölluðu á hæga yfirferð og miklar styrkingar. En við höfum ekki lent í neinum vandamálum með vatn eða neitt annað óvenjulegt,“ segir Guðmundur.Valgeir BergmannÍ febrúar í fyrra opnaðist stór heitavatnssprunga í Vaðlaheiðargöngum og síðan þá hafa minni sprungur opnast Eyjafjarðarmegin. Verktakar þar áttu í kjölfarið erfitt með að vinna fullan vinnudag sökum hita og raka. Því var ákveðið að færa tæki og tól yfir í Fnjóskadal þar sem gangagerð hófst í byrjun september. „Ég segi ekki að þetta sé einstakt í sögu gangagerðar hér á landi en það er mjög óvenjulegt að lenda í svona miklu magni af heitu vatni. Þetta hefur tafið framkvæmdina talsvert og nú er líklegt að verklok verði vorið 2017 en ekki hálfu ári áður eins og upphaflega var áætlað,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. „Vatnið og hitinn sem af því kemur leiddi til þess að við þurfum að fara í mun meiri bergþéttingar Eyjafjarðarmegin en áætlað var,“ bætir Valgeir við. Vaðlaheiðargöng lengdust um rúma tvo kílómetra á síðasta ári en þau eru nú 3,4 kílómetra löng. Valgeir vonar að framkvæmdir í Eyjafirði geti hafist aftur á næstu tveimur til þremur mánuðum. Ekki hefur tekist að loka stóru sprungunni, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, en tekist hefur að minnka vatnsstrauminn úr sprungunni um 80 prósent, og nú er unnið að því að leiða vatnið út úr göngunum í rörum. „Við bindum miklar vonir við að rakastigið og hitinn lækki með bergþéttingunni og rörunum. Síðan er í skoðun að stækka loftræstikerfið. Við munum því sigra þetta fjall en það mun líklega taka aðeins lengri tíma,“ segir Valgeir. Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Norðfjarðargöng við Eskifjörð lengdust um 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um tvöfalt meira en Vaðlaheiðargöng í Eyjafirði. Verktakar í Vaðlaheiðargöngum neyddust til að flýja heitt vatn í göngunum en veikburða setlög töfðu gangagerðina á Austurlandi.„Það má segja að það hafi gengið þokkalega en þetta hefur þó verið sveiflukennt eins og gengur og gerist,“ segir Guðmundur Þór Björnsson, starfsmaður verkfræðistofunnar Hnits sem fer með umsjón og eftirlit með framkvæmdum vegna Norðfjarðarganga. Búið er að grafa um 64 prósent af heildarlengd Norðfjarðarganga, alls 4,8 kílómetra, og er unnið bæði frá Eskifirði og Fannardal Norðfjarðarmegin. Verkið er á áætlun og að sögn Guðmundar er ekkert sem bendir til þess að göngin verði ekki opnuð haustið 2017. „Það má þó segja að verktakinn hafði væntingar um að vera búinn að grafa meira en komið er. Við höfum lent í erfiðum setlögum, sérstaklega Eskifjarðarmegin, sem kölluðu á hæga yfirferð og miklar styrkingar. En við höfum ekki lent í neinum vandamálum með vatn eða neitt annað óvenjulegt,“ segir Guðmundur.Valgeir BergmannÍ febrúar í fyrra opnaðist stór heitavatnssprunga í Vaðlaheiðargöngum og síðan þá hafa minni sprungur opnast Eyjafjarðarmegin. Verktakar þar áttu í kjölfarið erfitt með að vinna fullan vinnudag sökum hita og raka. Því var ákveðið að færa tæki og tól yfir í Fnjóskadal þar sem gangagerð hófst í byrjun september. „Ég segi ekki að þetta sé einstakt í sögu gangagerðar hér á landi en það er mjög óvenjulegt að lenda í svona miklu magni af heitu vatni. Þetta hefur tafið framkvæmdina talsvert og nú er líklegt að verklok verði vorið 2017 en ekki hálfu ári áður eins og upphaflega var áætlað,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. „Vatnið og hitinn sem af því kemur leiddi til þess að við þurfum að fara í mun meiri bergþéttingar Eyjafjarðarmegin en áætlað var,“ bætir Valgeir við. Vaðlaheiðargöng lengdust um rúma tvo kílómetra á síðasta ári en þau eru nú 3,4 kílómetra löng. Valgeir vonar að framkvæmdir í Eyjafirði geti hafist aftur á næstu tveimur til þremur mánuðum. Ekki hefur tekist að loka stóru sprungunni, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, en tekist hefur að minnka vatnsstrauminn úr sprungunni um 80 prósent, og nú er unnið að því að leiða vatnið út úr göngunum í rörum. „Við bindum miklar vonir við að rakastigið og hitinn lækki með bergþéttingunni og rörunum. Síðan er í skoðun að stækka loftræstikerfið. Við munum því sigra þetta fjall en það mun líklega taka aðeins lengri tíma,“ segir Valgeir.
Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira