Innanríkisráðherra vill að fólk ráði nöfnum barna sinna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2015 21:03 Innanríkisráðuneytið skoðar nú hvort þörf sé á að endurskoða lög um mannanöfn og biðlar til almennings að koma sínum sjónarmiðum um mannanafnalög á framfæri. Innanríkisráðherra er opinn fyrir breytingum á lögunum. Mannanafnalög hafa verið í gildi hér á landi allt frá árinu 1914, en í þeim er meðal annars kveðið á um störfn mannanafnanefndar sem meðal annars hefur það hlutverk að skera úr álita eða ágreiningsmálum sem kunna að koma upp um nafngjafir og nafnritun. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að nú sé komin tími til að ræða breytingar í málaflokknum. „Ég er mjög þeirrar skoðunar að fólk eigi nú að ráða sínum málum sjálft og hafa frelsi til þess að velja nöfn á börnin sín,“ segir hún. Almenningi gefst frá og með deginum í dag kostur á að segja senda sína rökstuddu skoðun á mannanafnalögum til innanríkisráðuneytisins. Verða helstu niðurstöður svo nýttar við mat á því hvort lagðar verði til breytingar á gildandi lögum, sem Ólöf segist vera opin að verði breytt. „Við erum opin fyrir breytingum en það togast samt alltaf á í mér ákveðin íhaldssemi og þessi grundvallarskoðun mín að við eigum að fá að ráða okkur sjálf,“ bætir hún við.En er réttlætanlegt árið 2015 að fjölskyldur séu að fá dagsektir þegar barnið þeirra heitir ekki eitthvað sem ríkinu þóknast?„Þetta er bara að lögum og það er ekki að ástæðulausu sem ég er að setja þetta á dagskrá, það er af því að er ég sjálf þeirrar skoðunar að það sé ástæða til að endurskoða þetta,“ segir innanríkisráðherra. Mannanöfn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Innanríkisráðuneytið skoðar nú hvort þörf sé á að endurskoða lög um mannanöfn og biðlar til almennings að koma sínum sjónarmiðum um mannanafnalög á framfæri. Innanríkisráðherra er opinn fyrir breytingum á lögunum. Mannanafnalög hafa verið í gildi hér á landi allt frá árinu 1914, en í þeim er meðal annars kveðið á um störfn mannanafnanefndar sem meðal annars hefur það hlutverk að skera úr álita eða ágreiningsmálum sem kunna að koma upp um nafngjafir og nafnritun. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að nú sé komin tími til að ræða breytingar í málaflokknum. „Ég er mjög þeirrar skoðunar að fólk eigi nú að ráða sínum málum sjálft og hafa frelsi til þess að velja nöfn á börnin sín,“ segir hún. Almenningi gefst frá og með deginum í dag kostur á að segja senda sína rökstuddu skoðun á mannanafnalögum til innanríkisráðuneytisins. Verða helstu niðurstöður svo nýttar við mat á því hvort lagðar verði til breytingar á gildandi lögum, sem Ólöf segist vera opin að verði breytt. „Við erum opin fyrir breytingum en það togast samt alltaf á í mér ákveðin íhaldssemi og þessi grundvallarskoðun mín að við eigum að fá að ráða okkur sjálf,“ bætir hún við.En er réttlætanlegt árið 2015 að fjölskyldur séu að fá dagsektir þegar barnið þeirra heitir ekki eitthvað sem ríkinu þóknast?„Þetta er bara að lögum og það er ekki að ástæðulausu sem ég er að setja þetta á dagskrá, það er af því að er ég sjálf þeirrar skoðunar að það sé ástæða til að endurskoða þetta,“ segir innanríkisráðherra.
Mannanöfn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira