Tónlist

„Alltaf jafnljúft“ á Eistnaflugi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hátíðargestir skemmtu sér hið besta á Eistnaflugi um helgina.
Hátíðargestir skemmtu sér hið besta á Eistnaflugi um helgina. vísir/freyja gylfadóttir
„Þetta er bara alltaf jafnljúft,“ segir Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, aðspurður um hvernig tónlistarhátíðin Eistnaflug gekk en hátíðin fór fram á Neskaupsstað um helgina.

Hann segir engin ofbeldisbrot eða kynferðisbrot hafa komið inn á borð lögreglunnar í tengslum við hátíðina. Þá hafi fimm fíkniefnamál hafa komið upp á Neskaupsstað.

Jónas segir erfitt að áætla hversu margir hafi verið á Eistnaflugi þar sem fjöldi Austfirðinga hafi sótt Neskaupsstað heim án þess að gista í bænum.

„Ætli þetta hafi ekki verið svona um 3.000 manns, kannski eitthvað fleiri,“ segir Jónas.

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Freyja Gylfadóttir um helgina á tónleikum hljómsveitanna Behemoth, Brain Police, Muck og Vintage Caravan. Eins og sjá má var frábær stemning.


Tengdar fréttir

Auglýsingasprengja fyrir Austurland

Eistnaflug 2015 fór fram um helgina og var nýtt aðsóknarmet sett. Aðstandendur hátíðarinnar gera ráð fyrir enn stærri hátíð að ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.