Lífið

Miðasala á Eistnaflug 2016 hafin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óttarr Proppé með hljóðnemann í íþróttahúsinu á Norðfirði um helgina.
Óttarr Proppé með hljóðnemann í íþróttahúsinu á Norðfirði um helgina. Vísir/Freyja Gylfadóttir
Forsala á tólfta Eistnaflug er hafin. Frá þessu greinir forsprakkinn Stefán Magnússon á Facebook en 250 miðar eru í boði á sérstöku forsöluverði, 15 þúsund krónur.

Athyglisvert er að sala miða hefst tveimur dögum eftir að Eistnaflug 2015 lauk en hátíðin fór fram á Norðfirði 9.-12. júlí. Á næsta ári verður hátíðin dagana 6.-9. júlí.

Nú þegar er búið að bóka hljómsveitirnar Belphegor frá Austurríki og Melechesh frá Ísrael, ásamt íslensku sveitunum Beneath, In the Company of Men, Pink Street Boys og Ophidian I.

„Það er á hreinu að stefnan verður tekin á að toppa hátíðina í ár,“ segir Stefán Magnússon og minnir á að „það er bannað að vera fáviti á Eistnaflugi og ekkert helvítis rugl!!!!“

Hér að neðan má sjá myndir frá tónleikum HAM og FM Belfast á nýafstöðnu Eistnaflugi. Freyja Gylfadóttir tók myndirnar fyrir Vísi. Forsalan fer fram hér.


Tengdar fréttir

Auglýsingasprengja fyrir Austurland

Eistnaflug 2015 fór fram um helgina og var nýtt aðsóknarmet sett. Aðstandendur hátíðarinnar gera ráð fyrir enn stærri hátíð að ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.