Innlent

Ísmanninum og fjölskyldu hans bjargað eftir að bátur þeirra sökk

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigurður Pétursson
Sigurður Pétursson Vísir/Reynir Traustason
„Það kom gat á bátinn og hann fylltist af sjó,“ segir Ólafur Pétursson um bróður sinn, ísmanninn Sigurð Pétursson, sem var bjargað ásamt fjölskyldu sinni þegar skip þeirra sökk við Grænland í gær. Sigurður var á leið frá Bolungarvík til Grænlands ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið átti sér stað.

„Það var erfitt fyrir að komast á leiðarenda á austurströnd Grænlands. Hann var að reyna að komast þangað en það var kominn svo mikill ís sem hann var að reyna að krækja fyrir,“ segir Ólafur.

Fjórir voru um borð í bátnum, þar á meðal tveggja ára barn, og var þeim öllum bjargað af landhelgisgæslunni á Grænlandi. Greint var fyrst frá þessu á vef Morgunblaðsins.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×