Erlent

Samkomulag um kjarnorkuáætlun Írana í höfn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, hefur verið við samningaborðið.
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, hefur verið við samningaborðið. Vísir/AFP
Samkomulag hefur náðst um takmarkanir á kjarnorkuáætlun Írana, að því er BBC greinir frá. Samningaviðræður hafa staðið undanfarna mánuði á milli Íran og nokkurra landa um að kjarnorkuáætluninni yrði að mestu hætt í skiptum fyrir afnám viðskiptaþvingana gegn landinu. Boðað hefur verið til blaðamannafundar síðar í dag vegna málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×