Innlent

EasyJet stundvísasta félagið sem flýgur til Íslands

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr Leifsstöð
Úr Leifsstöð vísir/vilhelm
Af þeim flugfélögum sem flugu til og frá Íslandi í júní var EasyJet það stundvísasta. Þrjú af hverjum fjórum flugum félagsins fóru frá landinu á áætluðum tíma og tæplega níu af hverjum tíu komu á réttum tíma. Þetta kemur fram í samantekt Dohop.

AirBerlin var stundvísasta félagið á leið til landsins en 94% fluga félagsins voru á áætlun og meðalseinkun var aðeins rúmar tvær mínútur. EasyJet fylgdi í kjölfarið en næst á eftir kom Icelandair. 82% fluga félagsins voru á áætlun og meðaltöf var tæpar sjö mínútur.

Öllum flugfélögunum fjórum, sem skoðuð voru í samantektinni, gekk ekki jafn vel að koma sér tímanlega frá landinu. 74% véla EasyJet fór á réttum tíma og 73% véla Icelandair. Meðaltöfin var að auki minnst hjá EasyJet, rúmar átta mínútur, en töf AirBerlin nam að jafnaði rúmum ellefu mínútum.

WOW air rak lestina í bæði brottförum og komum á réttum tíma. 62% véla þeirra héldu áætlun og meðaltöfin var rúmur hálftími. Stærstan hlut þess má útskýra með þrumuveðri og vélabilunum sem áttu sér stað í upphafi mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×