Myndhöggvurum tekst ekki að höggva á hnútinn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2015 07:00 Hannes Lárusson myndlistarmaður var rekinn úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í lok maí. „Í grunninn byggir þetta á misskilningi og lélegu listrænu uppeldi. Síðan kunna að krauma einhverjar annarlegar hvatir sem brjótast fram í hatri og einelti,“ segir Hannes Lárusson myndlistarmaður, sem rekinn var úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í lok maí. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að vísa honum og Ásmundi Ásmundssyni myndlistarmanni úr félaginu eftir leynilega atkvæðagreiðslu. Á fundinum var lesin upp nafnlaus tillaga þar sem lagt var til að þeim yrði vísað úr félaginu. Gengið var til atkvæðagreiðslu og niðurstaðan var að víkja þeim úr félaginu. Eftir kosninguna var það upplýst að Kristinn Hrafnsson listamaður var sá sem bar upp nafnlausu tillöguna.Kristinn E. Hrafnsson segir að það sé ekki vinnufriður í húsnæði félagsins fyrir þeim félögum, Ásmundi og Hannesi.Segir engin skemdarverk hafa verið framin „Staðreyndin er sú að það hafa aldrei verið framin skemmdarverk, ofbeldi né þjófnaður eins og formaður félagsins hélt fram í Fréttablaðinu í gær. Ásökun um hatursáróður er ekkert annað en meiðyrði,“ segir Hannes. Ásmundur og Hannes halda því fram að frávikningin sé meðal annars tengd meiðyrðamáli sem Ásmundur höfðaði á hendur Kristni eftir að þeir deildu í fjölmiðlum. Kristinn skrifaði í grein sinni að Ásmundur væri kunnastur fyrir að eyðileggja listaverk annarra listamanna. Ásmundur höfðaði meiðyrðamál gegn Kristni fyrir þessi ummæli og tapaði málinu.Á myndinni má sjá verk eftir Ásmund Ásmundsson og Hannes Lárusson á kaffistofu Myndhöggvarafélagsins.mynd/logiKristinn segir að vælinu verði að linna „Þessu væli verður að fara að linna,“ segir Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður. „Stjórn félagsins var búin að reyna að leysa málið og sendi félagsmönnum alvarlega pósta og var félagsfundur haldinn um málið í mars og það leystist ekki. Það var því óhjákvæmilegt að taka á þessu á aðalfundi. Ég held að félagsmenn hafi vel vitað hvað þeir voru að gera og það skiptir engu hver setti textann saman,“ segir Kristinn og bætir við að hann hafi ekki geta setið fundinn og því hafi hann beðið um að tillagan yrði nafnlaus. „Það gerði ég svo menn færu ekki að blanda saman óskyldum málum, enda sýnir sig nú að það var rétt mat hjá mér. Menn blanda alltaf saman persónum og málefnum og nú þykjast menn sjá samsæri í hverju horni,“ segir Kristinn sem telur að það sé ekki vinnufriður í húsnæði félagsins fyrir þeim félögum. „Ég veit að yngri listamenn hafa veigrað sér við að koma í félagið út af þessu ofbeldi,“ segir Kristinn.Ástandið sjúklegt „Það er sjúklegt ástand að deila, sem í grunninn snýst um tjáningarfrelsi og hlutverk listarinnar, veltist um í grasrótinni á sama tíma og fulltrúar kerfisins koma ekki nálægt umræðunni. Fulltrúar kerfisins eru þeir sem móta vinnuumhverfi listamanna. Það hefur til dæmis ekki heyrst neitt frá Listaháskóla Íslands né Listasafni Reykjavíkur,“ segir Daníel Magnússon listamaður og bætir við að málið snúist um völd og peninga. „Þessir menn eru að blanda gömlum deilum inn í brottreksturinn,“ segir Daníel og bætir við að þeir félagar verði ekki fyrir neinu einelti. „Þeir fela framkomu sína þannig að þegar upp er staðið þá túlka þeir andóf félagsmanna gegn sér sem árásir á tjáningarfrelsið.“ Tengdar fréttir Æfareiðir myndhöggvarar munnhöggvast Ásmundur Ásmundsson og Hannes Lárusson myndlistarmenn voru reknir úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur. Ásmundur segir um ofsóknir og einelti að ræða. Formaður félagsins segir þá rekna á löglegan hátt. 13. júlí 2015 07:00 „Það má gagnrýna Framsóknarflokkinn, en ekki þá sem gagnrýna Framsóknarflokkinn“ „Þetta var hrein og klár ritskoðun sem er mjög alvarleg valdbeiting,” útskýrir Ásmundur Ásmundsson listamaður. 4. júlí 2015 10:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Í grunninn byggir þetta á misskilningi og lélegu listrænu uppeldi. Síðan kunna að krauma einhverjar annarlegar hvatir sem brjótast fram í hatri og einelti,“ segir Hannes Lárusson myndlistarmaður, sem rekinn var úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í lok maí. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að vísa honum og Ásmundi Ásmundssyni myndlistarmanni úr félaginu eftir leynilega atkvæðagreiðslu. Á fundinum var lesin upp nafnlaus tillaga þar sem lagt var til að þeim yrði vísað úr félaginu. Gengið var til atkvæðagreiðslu og niðurstaðan var að víkja þeim úr félaginu. Eftir kosninguna var það upplýst að Kristinn Hrafnsson listamaður var sá sem bar upp nafnlausu tillöguna.Kristinn E. Hrafnsson segir að það sé ekki vinnufriður í húsnæði félagsins fyrir þeim félögum, Ásmundi og Hannesi.Segir engin skemdarverk hafa verið framin „Staðreyndin er sú að það hafa aldrei verið framin skemmdarverk, ofbeldi né þjófnaður eins og formaður félagsins hélt fram í Fréttablaðinu í gær. Ásökun um hatursáróður er ekkert annað en meiðyrði,“ segir Hannes. Ásmundur og Hannes halda því fram að frávikningin sé meðal annars tengd meiðyrðamáli sem Ásmundur höfðaði á hendur Kristni eftir að þeir deildu í fjölmiðlum. Kristinn skrifaði í grein sinni að Ásmundur væri kunnastur fyrir að eyðileggja listaverk annarra listamanna. Ásmundur höfðaði meiðyrðamál gegn Kristni fyrir þessi ummæli og tapaði málinu.Á myndinni má sjá verk eftir Ásmund Ásmundsson og Hannes Lárusson á kaffistofu Myndhöggvarafélagsins.mynd/logiKristinn segir að vælinu verði að linna „Þessu væli verður að fara að linna,“ segir Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður. „Stjórn félagsins var búin að reyna að leysa málið og sendi félagsmönnum alvarlega pósta og var félagsfundur haldinn um málið í mars og það leystist ekki. Það var því óhjákvæmilegt að taka á þessu á aðalfundi. Ég held að félagsmenn hafi vel vitað hvað þeir voru að gera og það skiptir engu hver setti textann saman,“ segir Kristinn og bætir við að hann hafi ekki geta setið fundinn og því hafi hann beðið um að tillagan yrði nafnlaus. „Það gerði ég svo menn færu ekki að blanda saman óskyldum málum, enda sýnir sig nú að það var rétt mat hjá mér. Menn blanda alltaf saman persónum og málefnum og nú þykjast menn sjá samsæri í hverju horni,“ segir Kristinn sem telur að það sé ekki vinnufriður í húsnæði félagsins fyrir þeim félögum. „Ég veit að yngri listamenn hafa veigrað sér við að koma í félagið út af þessu ofbeldi,“ segir Kristinn.Ástandið sjúklegt „Það er sjúklegt ástand að deila, sem í grunninn snýst um tjáningarfrelsi og hlutverk listarinnar, veltist um í grasrótinni á sama tíma og fulltrúar kerfisins koma ekki nálægt umræðunni. Fulltrúar kerfisins eru þeir sem móta vinnuumhverfi listamanna. Það hefur til dæmis ekki heyrst neitt frá Listaháskóla Íslands né Listasafni Reykjavíkur,“ segir Daníel Magnússon listamaður og bætir við að málið snúist um völd og peninga. „Þessir menn eru að blanda gömlum deilum inn í brottreksturinn,“ segir Daníel og bætir við að þeir félagar verði ekki fyrir neinu einelti. „Þeir fela framkomu sína þannig að þegar upp er staðið þá túlka þeir andóf félagsmanna gegn sér sem árásir á tjáningarfrelsið.“
Tengdar fréttir Æfareiðir myndhöggvarar munnhöggvast Ásmundur Ásmundsson og Hannes Lárusson myndlistarmenn voru reknir úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur. Ásmundur segir um ofsóknir og einelti að ræða. Formaður félagsins segir þá rekna á löglegan hátt. 13. júlí 2015 07:00 „Það má gagnrýna Framsóknarflokkinn, en ekki þá sem gagnrýna Framsóknarflokkinn“ „Þetta var hrein og klár ritskoðun sem er mjög alvarleg valdbeiting,” útskýrir Ásmundur Ásmundsson listamaður. 4. júlí 2015 10:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Æfareiðir myndhöggvarar munnhöggvast Ásmundur Ásmundsson og Hannes Lárusson myndlistarmenn voru reknir úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur. Ásmundur segir um ofsóknir og einelti að ræða. Formaður félagsins segir þá rekna á löglegan hátt. 13. júlí 2015 07:00
„Það má gagnrýna Framsóknarflokkinn, en ekki þá sem gagnrýna Framsóknarflokkinn“ „Þetta var hrein og klár ritskoðun sem er mjög alvarleg valdbeiting,” útskýrir Ásmundur Ásmundsson listamaður. 4. júlí 2015 10:00