Patti ekki selt svo mikið sem einn skammt af Zinzino Balance Shake Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2015 14:46 Patrekur segist hvorki vera til frásagnar um Zinzino Balance Shake sem sölumaður né neytandi, ef því er að skipta. Vísir birti frétt í dag um það að fjölmargir þekktir íþróttakappar eru á lista yfir sölumenn heilsubótarefnisins Zinzino Balance Shake. Á lista yfir þá sem réttindi hafa til að selja Zinzino, og eru þannig hluti af píramídasölukerfinu, er Patrekur Jóhannesson handboltakappi og þjálfari Hauka og Austuríska landsliðsins. Honum þótti einkennilegt að sjá sjálfan sig sem einn af þessum sölumönnum.Hvorki til frásagnar sem sölumaður né neytandi „Ég keypti í fyrra einn skammt fyrir mig sjálfan en hef aldrei selt þessa vöru til nokkurs manns, eina sem ég er að selja er saltfiskur fyrir Hauka,“ segir Patrekur léttur í lund: „Ég skil ekki af hverju ég er á lista yfir sölumenn þegar ég er ekki að selja neitt.“ Patrekur skorar á fólk að hafa við sig samband ef það vantar saltfisk. Hann segist ekki einu sinni hafa klárað skammtinn, svo hann er ekki til frásagnar um hvort þetta geri gagn. „Ég er eiginlega hvorki til frásagnar sem sölumaður né neytandi,“ segir Patrekur sem veit ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar fólk kaupir sinn fyrsta skammt, er því boðið að kaupa fullan skammt og þá fylgja með réttindi til að gerast sölumaður Zinzino Balance Shake. Patrekur hefur greinilega keypt sér fullan skammt.Gríðarlegar vinsældir á Íslandi Vísir hefur undir höndum lista yfir alla söluaðila Zinzino á Íslandi en hvergi í víðri veröld hefur gengið betur að koma upp sölukerfi sem og á Íslandi. Um eitt prósent þjóðarinnar er á lista yfir þá sem eru söluaðilar Zinzino Balance. Þegar Zinzino hóf sína starfsemi einbeittu stjórnendur sér að Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Seinna bættust Baltnesku löndin, Ísland, Pólland og fleiri lönd á kortið. Erfitt er að segja til um hversu margir fást við sölu á þessu efni en lauslega áætlað, miðað við þá nafnalista sem Vísir hefur undir höndum, má ætla að eitt prósent Íslendinga séu skráðir sem sölumenn. Í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku eru um 50 þúsund manns sem selja Zinzino sem þýðir að miðað við höfuðtölu þá eru sölumenn Zinzino Balance Shake fjórum til fimm sinnum fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Það gæti hins vegar skýrt þessa háu tölu að Íslendingar vilja gjarnan kaupa allan pakkann, eins og Patrekur er ágætt dæmi um, og eru því skráðir sem sölumenn Zinzino Balance Shake. Tengdar fréttir Zinzino Balance shake sagður lækna túrverki, kransæðastíflu, sykursýki, bakflæði; laga Asperger og ADHD, sjón, lesblindu... Reynslusögur af undralyfinu Zinzino Balance shake eru með miklum ólíkindum en Vísir skyggnist bak við tjöldin í hóp þeirra sem neyta og selja. 4. mars 2015 15:00 Silfurdrengir selja Zinzino Ýmsa þekkta íþróttakappa er að finna meðal sölumanna Zinzino Balance Shake. 10. mars 2015 10:46 ZinZino-keðjan sendir út viðvörun til útsendara sinna Mikill viðbúnaður er meðal þeirra sem fást við óhefðbundnar lækningar og sölu á heilsuvörum, vegna umfjöllunar fjölmiðla. 4. mars 2015 10:03 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Vísir birti frétt í dag um það að fjölmargir þekktir íþróttakappar eru á lista yfir sölumenn heilsubótarefnisins Zinzino Balance Shake. Á lista yfir þá sem réttindi hafa til að selja Zinzino, og eru þannig hluti af píramídasölukerfinu, er Patrekur Jóhannesson handboltakappi og þjálfari Hauka og Austuríska landsliðsins. Honum þótti einkennilegt að sjá sjálfan sig sem einn af þessum sölumönnum.Hvorki til frásagnar sem sölumaður né neytandi „Ég keypti í fyrra einn skammt fyrir mig sjálfan en hef aldrei selt þessa vöru til nokkurs manns, eina sem ég er að selja er saltfiskur fyrir Hauka,“ segir Patrekur léttur í lund: „Ég skil ekki af hverju ég er á lista yfir sölumenn þegar ég er ekki að selja neitt.“ Patrekur skorar á fólk að hafa við sig samband ef það vantar saltfisk. Hann segist ekki einu sinni hafa klárað skammtinn, svo hann er ekki til frásagnar um hvort þetta geri gagn. „Ég er eiginlega hvorki til frásagnar sem sölumaður né neytandi,“ segir Patrekur sem veit ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar fólk kaupir sinn fyrsta skammt, er því boðið að kaupa fullan skammt og þá fylgja með réttindi til að gerast sölumaður Zinzino Balance Shake. Patrekur hefur greinilega keypt sér fullan skammt.Gríðarlegar vinsældir á Íslandi Vísir hefur undir höndum lista yfir alla söluaðila Zinzino á Íslandi en hvergi í víðri veröld hefur gengið betur að koma upp sölukerfi sem og á Íslandi. Um eitt prósent þjóðarinnar er á lista yfir þá sem eru söluaðilar Zinzino Balance. Þegar Zinzino hóf sína starfsemi einbeittu stjórnendur sér að Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Seinna bættust Baltnesku löndin, Ísland, Pólland og fleiri lönd á kortið. Erfitt er að segja til um hversu margir fást við sölu á þessu efni en lauslega áætlað, miðað við þá nafnalista sem Vísir hefur undir höndum, má ætla að eitt prósent Íslendinga séu skráðir sem sölumenn. Í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku eru um 50 þúsund manns sem selja Zinzino sem þýðir að miðað við höfuðtölu þá eru sölumenn Zinzino Balance Shake fjórum til fimm sinnum fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Það gæti hins vegar skýrt þessa háu tölu að Íslendingar vilja gjarnan kaupa allan pakkann, eins og Patrekur er ágætt dæmi um, og eru því skráðir sem sölumenn Zinzino Balance Shake.
Tengdar fréttir Zinzino Balance shake sagður lækna túrverki, kransæðastíflu, sykursýki, bakflæði; laga Asperger og ADHD, sjón, lesblindu... Reynslusögur af undralyfinu Zinzino Balance shake eru með miklum ólíkindum en Vísir skyggnist bak við tjöldin í hóp þeirra sem neyta og selja. 4. mars 2015 15:00 Silfurdrengir selja Zinzino Ýmsa þekkta íþróttakappa er að finna meðal sölumanna Zinzino Balance Shake. 10. mars 2015 10:46 ZinZino-keðjan sendir út viðvörun til útsendara sinna Mikill viðbúnaður er meðal þeirra sem fást við óhefðbundnar lækningar og sölu á heilsuvörum, vegna umfjöllunar fjölmiðla. 4. mars 2015 10:03 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Zinzino Balance shake sagður lækna túrverki, kransæðastíflu, sykursýki, bakflæði; laga Asperger og ADHD, sjón, lesblindu... Reynslusögur af undralyfinu Zinzino Balance shake eru með miklum ólíkindum en Vísir skyggnist bak við tjöldin í hóp þeirra sem neyta og selja. 4. mars 2015 15:00
Silfurdrengir selja Zinzino Ýmsa þekkta íþróttakappa er að finna meðal sölumanna Zinzino Balance Shake. 10. mars 2015 10:46
ZinZino-keðjan sendir út viðvörun til útsendara sinna Mikill viðbúnaður er meðal þeirra sem fást við óhefðbundnar lækningar og sölu á heilsuvörum, vegna umfjöllunar fjölmiðla. 4. mars 2015 10:03