Handbolti

Daði Laxdal heim í Gróttu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daði Laxdal Gautason.
Daði Laxdal Gautason. Mynd/Grótta
Handknattleiksdeild Gróttu vinnur að því að endurheimta sitt fólk þessa dagana en Daði Laxdal Gautason er sá síðasti til að snúa aftur heim á Seltjarnarnesið.

Daði Laxdal Gautason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Gróttu en hann lék með HK í Olís-deildinni á síðustu leiktíð. Daði Laxdal Gautason er 21 árs gamall og leikur sem skytta.

Daði Laxdal er uppalinn í Gróttu en fór í Val árið 2011. Hann var lánaður til Gróttu frá Val vorið 2014 og lék svo í Kópavoginum 2014-15 þar sem hann skoraði 51 mark í 23 leikjum með HK.

Vilhjálmur Geir Hauksson snéri einnig heim í Gróttu á dögunum en hann kemur á lánsamning frá Haukum. Vilhjálmur Geir þekkir vel til Nessins en hann hefur leikið alla tíð með Gróttu að undanskilinni seinustu leiktíð.

Bæði Vilhjálmur Geir og Daði Laxdal léku með hinum sigursæla 1994-árgangi Gróttu en þeir urðu nokkrum sinnum Íslandsmeistarar í yngri flokkunum.

Auk þeirra Daða og Vilhjálms hefur markvörðurinn Lárus Helga Ólafsson snúið aftur í Gróttu og þá hefur kvennaliðið endurheimt Unni Ómarsdóttur frá Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×