Innlent

„Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gústaf Níelsson.
Gústaf Níelsson. Vísir/Pjetur
Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. Áður en línan var opnuð spurði þáttastjórnandi Gústaf hvort hann væri hræddur við þróunina í innflytjendamálum.

„Það eru nú ýkjur. Ég hef nú ekki svefnlausar nætur yfir þessu en ég hef viljað vekja athygli á hvernig ástandið er víða í Evrópu og ég vil ekki endurtaka það hér. Það er algjör misskilningur að halda að ég hafi eitthvað á móti útlendingum eða múslimum. Ég vil hins vegar vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í. Hér eru 330.000 sálir og það er enginn vandi að fara með þetta samfélag til helvítis ef menn vilja.“

En þú hefur meiri áhyggjur af múslimum en öðrum?

„Já, við skulum taka þessa þætti sem dæmi sem sýndir voru í sjónvarpinu (innsk. blm. þátturinn Múslimarnir okkar). Þar kemur það berlega í ljós að þetta fólk, þessir múslimar, sem að hingað rata, þetta fólk er ekki komið hingað til að aðlagast. Það virðist vera alveg sama hvaðan það kemur úr heimi múslima, eða af hvers konar sauðahúsi það er, það aðlagast ekki lífsstíl Vesturlandabúa. Þessir þættir sýndu það í raun og veru. En það sem mér finnst vera sérkennilegast er það að stjórnmálamenn allra flokka tipla á tánum í kringum þetta fólk af ótta við viðbrögðin.“

Hlustendur, sem ekki eru sammála skoðunum Gústafs, hringdu inn í þáttinn og ræddu við hann um innflytjendamál. Hlusta má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. 


Tengdar fréttir

Múslimarnir okkar: Lágkúrulegt að hæðast að veikum

"Það er lágkúrulegt að gera grín að manni af því að hann er veikur,” segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi, í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn á Stöð 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×