Er þörf á Samstöðu? 14. júlí 2015 12:00 Þrátt fyrir að hafa hætt þátttöku í pólitískum samtökum á vinstri vængnum upp úr 1984 fannst mér rétt að reyna að hafa áhrif á stofnun Samfylkingarinnar (1999) sem raunverulegrar samfylkingar nánast allra vinstri manna. Til þess ræddi ég við fáeina lykilkarla og lykilkonu en allt kom fyrir ekki. Því miður. Grunnhugmyndin að regnhlífarsamtökum félagshyggjufólks var ættuð frá Frakklandi og haldið á lofti af Vilmundi heitnum Gylfasyni. Gamalreynd en erfið aðferðafræðin felst í að fólk komi sér saman um helstu stefnumál og starfshætti sem duga til að móta og reka félagslega og hagfræðilega sjálfbært samfélag til næstu ára en geti eftir sem áður deilt um grunngerðina – kapítalisma, sósíalisma, þingræði, lýðræði, alþýðuvöld og fleira sem helstu grunnhugtök stjórnmála taka til og menn leggja ólíkan skilning í. Ávinningurinn felst í að hafa nægilega öflugan stuðning almennings, í gegnum kosningar, þingbundið lýðræði, endurskoðaða stjórnarskrá og virk samskipti við þúsundir (utan regnhlífarsamtakanna), til að reka mannvænna samfélag en nú er við lýði, til a.m.k. kosti áratugar. Nú til dags er komin ný vídd inn í þá vinnu: Umhverfismál og hugmyndir um sjálfbær samfélög á heimsvísu. Fimmtán ára vegferð, lengst af með Samfylkinguna og Vinstri græna sem aðalleikara á vinstri væng stjórnmálanna, hefur verið þannig að hann hefur koðnað niður, flest samtök launafólks týnt biti og samstöðu og kreppur nagað stoðir samfélagsins jafnt sem efnahag allt of margra. Í vökinni hefur vaxið hópur félagshyggjufólks, sjóræningjarnir, sem um 30% kjósenda binda vonir við. Enginn veit hvað sprettur af nýjabrumi hvert vor en hitt má benda á: Það er löngu kominn tími til að framboðin/flokkarnir þrír sem samanlagt hafa enn kosningafylgi um 25-30%, S, Bf og Vg, horfi jafnt inn á við sem út á við og spyrji spurninga eins og þessara: Getum við unnið saman sem starfhæf eining (samfylking), að hverju og þá hvernig? Getum við virkjað félagshyggjufólk utan flokkanna, m.a. í nokkrum litlum samtökum, og þá hvernig? Getum við tekið í hendur sjóræningja og fundið breiðan samstarfsgrunn? Flokkarnir fjórir hafa engu að tapa í þessum efnum. Það á að ræða stofnun Samstöðu. Næstu árin mun öll grunngerð íslensks þjóðfélags og flestra annarra samfélaga veraldar væntanlega ekki umturnast. En sífellt erfiðari verkefni í íslenskum fjármálum, umhverfismálum, öryggismálum og félagsþjónustu útheimta stjórnmálaafl sem getur verið fulltrúi mannúðar og skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa hætt þátttöku í pólitískum samtökum á vinstri vængnum upp úr 1984 fannst mér rétt að reyna að hafa áhrif á stofnun Samfylkingarinnar (1999) sem raunverulegrar samfylkingar nánast allra vinstri manna. Til þess ræddi ég við fáeina lykilkarla og lykilkonu en allt kom fyrir ekki. Því miður. Grunnhugmyndin að regnhlífarsamtökum félagshyggjufólks var ættuð frá Frakklandi og haldið á lofti af Vilmundi heitnum Gylfasyni. Gamalreynd en erfið aðferðafræðin felst í að fólk komi sér saman um helstu stefnumál og starfshætti sem duga til að móta og reka félagslega og hagfræðilega sjálfbært samfélag til næstu ára en geti eftir sem áður deilt um grunngerðina – kapítalisma, sósíalisma, þingræði, lýðræði, alþýðuvöld og fleira sem helstu grunnhugtök stjórnmála taka til og menn leggja ólíkan skilning í. Ávinningurinn felst í að hafa nægilega öflugan stuðning almennings, í gegnum kosningar, þingbundið lýðræði, endurskoðaða stjórnarskrá og virk samskipti við þúsundir (utan regnhlífarsamtakanna), til að reka mannvænna samfélag en nú er við lýði, til a.m.k. kosti áratugar. Nú til dags er komin ný vídd inn í þá vinnu: Umhverfismál og hugmyndir um sjálfbær samfélög á heimsvísu. Fimmtán ára vegferð, lengst af með Samfylkinguna og Vinstri græna sem aðalleikara á vinstri væng stjórnmálanna, hefur verið þannig að hann hefur koðnað niður, flest samtök launafólks týnt biti og samstöðu og kreppur nagað stoðir samfélagsins jafnt sem efnahag allt of margra. Í vökinni hefur vaxið hópur félagshyggjufólks, sjóræningjarnir, sem um 30% kjósenda binda vonir við. Enginn veit hvað sprettur af nýjabrumi hvert vor en hitt má benda á: Það er löngu kominn tími til að framboðin/flokkarnir þrír sem samanlagt hafa enn kosningafylgi um 25-30%, S, Bf og Vg, horfi jafnt inn á við sem út á við og spyrji spurninga eins og þessara: Getum við unnið saman sem starfhæf eining (samfylking), að hverju og þá hvernig? Getum við virkjað félagshyggjufólk utan flokkanna, m.a. í nokkrum litlum samtökum, og þá hvernig? Getum við tekið í hendur sjóræningja og fundið breiðan samstarfsgrunn? Flokkarnir fjórir hafa engu að tapa í þessum efnum. Það á að ræða stofnun Samstöðu. Næstu árin mun öll grunngerð íslensks þjóðfélags og flestra annarra samfélaga veraldar væntanlega ekki umturnast. En sífellt erfiðari verkefni í íslenskum fjármálum, umhverfismálum, öryggismálum og félagsþjónustu útheimta stjórnmálaafl sem getur verið fulltrúi mannúðar og skynsemi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun