Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Þórhildur Þorkeldóttir skrifar 5. desember 2015 19:15 Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Gildandi lög um fóstureyðingar eru frá árinu 1975, en samkvæmt þeim eru konur enn formlega í þeirri stöðu, vilji þær enda meðgöngu sína, að tveir óskyldir aðilar, tveir læknar, eða læknir og félagsráðgjafi þurfi að samþykkja beiðni þeirra um fóstureyðingu.„Það stendur á blaðinu umsókn, það lýsir því mjög skýrt að það er ekki þín ákvörðun,“ segir Silja.Fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn birtu fyrr í vikunni grein í Læknablaðinu þar sem fram kemur að tími sé til kominn að huga að endurmati á fóstureyðingarlögum á Íslandi, og láta þannig þau sjónarmið sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna ráða för. Undir það tekur Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem nýlega gaf út bók sem byggir á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingar hér á landi. „Við erum með dæmi frá konum sem að tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli. Það stendur á blaðinu umsókn, það lýsir því mjög skýrt að það er ekki þín ákvörðun. Ég hef líka hitt konu sem lýsir því að hún var hreinlega komin inn á deild og það átti að fara að framkvæma fóstureyðinguna þegar læknarnir skipta um skoðun og það er bakkað út úr. Ef að lögin eru svona þá er mjög auðvelt að skapa ástand þar sem konur ráða þessu ekki sjálfar, “ segir Silja Bára. Þetta sé úr takti við nútímasjónarmið. „Mér finnst þetta rangt. Þetta er eitt mikilvægasta skref í réttindabaráttu kvenna, aðgangur að öruggum fóstureyðingum. Að konur geti ekki ákveðið sjálfar hvort og hvenær þær eignast börn er hamlandi, það takmarkar þeirra sjálfsákvörðunarrétt og skerðir þeirra lífsgæði,“ segir Silja Bára. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Gildandi lög um fóstureyðingar eru frá árinu 1975, en samkvæmt þeim eru konur enn formlega í þeirri stöðu, vilji þær enda meðgöngu sína, að tveir óskyldir aðilar, tveir læknar, eða læknir og félagsráðgjafi þurfi að samþykkja beiðni þeirra um fóstureyðingu.„Það stendur á blaðinu umsókn, það lýsir því mjög skýrt að það er ekki þín ákvörðun,“ segir Silja.Fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn birtu fyrr í vikunni grein í Læknablaðinu þar sem fram kemur að tími sé til kominn að huga að endurmati á fóstureyðingarlögum á Íslandi, og láta þannig þau sjónarmið sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna ráða för. Undir það tekur Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem nýlega gaf út bók sem byggir á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingar hér á landi. „Við erum með dæmi frá konum sem að tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli. Það stendur á blaðinu umsókn, það lýsir því mjög skýrt að það er ekki þín ákvörðun. Ég hef líka hitt konu sem lýsir því að hún var hreinlega komin inn á deild og það átti að fara að framkvæma fóstureyðinguna þegar læknarnir skipta um skoðun og það er bakkað út úr. Ef að lögin eru svona þá er mjög auðvelt að skapa ástand þar sem konur ráða þessu ekki sjálfar, “ segir Silja Bára. Þetta sé úr takti við nútímasjónarmið. „Mér finnst þetta rangt. Þetta er eitt mikilvægasta skref í réttindabaráttu kvenna, aðgangur að öruggum fóstureyðingum. Að konur geti ekki ákveðið sjálfar hvort og hvenær þær eignast börn er hamlandi, það takmarkar þeirra sjálfsákvörðunarrétt og skerðir þeirra lífsgæði,“ segir Silja Bára.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira