Bíó og sjónvarp

Hugleiddi að taka stera

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson gjörbreytti útliti sínu fyrir hlutverk handrukkara í Svartur á leik. Hann massaði sig upp og missti tuttugu kíló á fjórum mánuðum, sem var hreint ekki áreynslulaust.

„Ég var í ræktinni tvisvar á dag, sex daga vikunnar og var að verða geðveikur á þessu prógrammi,” segir Jóhannes, sem á tímabili hugleiddi að taka stera til að auðvelda verkið þó hann væri ekki alveg viss um ágæti þeirra.

„Það voru allar þessar aukaverkanir sem ég var hræddur við. Þetta getur farið í skapið á þér, þú getur fengið útbrot, og allskonar sjúkdóma,” segir Jóhannes sem ákvað á endanum að fara náttúrulegu leiðina að stærri  vöðvum.

„Það var líka einn sem sagði við mig: „Ef þú ert fáviti fyrir, þá verðurðu bara meiri fáviti.” Og ég er pínu fáviti, svo ég vildi ekki leggja það á mína nánustu,” segir Jóhannes og hlær.

Jóhannes Haukur verður í viðtali í Fókus á Stöð 2 á laugardagskvöld, og brot úr þættinum má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.