Hagar sýknaðir vegna meintra kynþáttafordóma starfsmanna Bónuss Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2015 15:47 Fjölskylda fór fram á milljónir króna í bætur frá Högum eftir að starfsmenn Bónuss höfðu sakað hana um þjófnað úr verslun í Lóuhólum í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Haga af fimm milljóna króna skaðabótakröfu fjölskyldu eftir að starfsmenn Bónuss í Lóuhólum í Reykjavík stöðvuðu för fjölskyldunnar úr versluninni og sökuðu hana um þjófnað á hárlit í febrúar í fyrra. Um var að ræða konu, dóttur hennar, börn systur hennar og bróður konunnar. Þegar þau höfðu greitt fyrir vörurnar við afgreiðslukassann og voru á leið úr versluninni gengu þrír starfsmenn Bónuss á móti þeim með útréttar hendur og meinuðu þeim för úr versluninni.Flutti úr hverfinu eftir atvikið Þau voru í kjölfarið öll sökuð um að hafa stolið varningi og neydd til að tæma vasa sína. Var það gert við eitt afgreiðsluborðið fyrir framan fjölda viðskiptavina. Fór fjölskyldan úr yfirhöfnum sínum og tæmdi vasa sína og stóðu starfsmennirnir yfir þeim á meðan. Atburðarásin tók um það bil hálftíma og átti sér stað á álagstíma fyrir framan aðra viðskiptavini verslunarinnar. Konan sagði fyrir dómi að þessi atburður hefði ýtt undir að hún flutti úr hverfinu. Fjölskyldan vildi meina að starfsmennirnir hefðu hótað þeim ofbeldi og sakaði þá um frelsissviptingu og sagðist hafa upplifað þessi viðbrögð starfsmanna Bónuss sem kynþáttamismunun. Hafði hegðun fjölskyldunnar við snyrtivörurekka í versluninni vakið grunsemdir hjá starfsmönnum Bónuss og talið að hún hefði stolið hárlit. Síðar kom í ljós að umrædd vara fannst ekki í fórum þeirra og þeim frjálst að fara. Héraðsdómur Reykjavíkur mat það svo að háttsemi starfsmanna verslunarinnar að stöðva fjölskylduna og biðja hana um að víkja til hliðar og tæma vasa sína geti ekki talist til ofbeldis, hótunar né frelsissviptingar í skilningi almennra hegningarlaga. Þá vildi fjölskyldan meina að starfsmennirnir hefðu sært æru þeirra með því að hafa þjófkennt hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á það og segir í dómnum að ekki verði annað séð en að starfsmönnunum hafi borið skylda til að gera stefnendum grein fyrir því að hún lægi undir grun um þjófnað og með hvaða rökum.Töldu sig hafa orðið fyrir kynþáttafordómum Þá töldu konan og bróðirinn að afskipti starfsmannanna hafi meðal annars átt rót að rekja til kynþáttafordóma því engir aðrir voru stöðvaðir í versluninni vegna gruns um þjófnað. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði engin skjöl eða framburðir styðja frásögn konunnar og bróðurins. Var því fyrirtækið Hagar, sem rekur Bónus, sýknað af skaðabótakröfum fjölskyldunnar. Konan hafði farið fram á eina milljón króna í bætur frá fyrirtækinu. Þá fór hún einnig fram á eina milljón króna í bætur fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar. Systir konunnar gerði tveggja milljóna króna kröfu fyrir hönd ólögráða barna sinna og þá gerði bróðir konunnar milljón króna kröfu vegna málsins. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Haga af fimm milljóna króna skaðabótakröfu fjölskyldu eftir að starfsmenn Bónuss í Lóuhólum í Reykjavík stöðvuðu för fjölskyldunnar úr versluninni og sökuðu hana um þjófnað á hárlit í febrúar í fyrra. Um var að ræða konu, dóttur hennar, börn systur hennar og bróður konunnar. Þegar þau höfðu greitt fyrir vörurnar við afgreiðslukassann og voru á leið úr versluninni gengu þrír starfsmenn Bónuss á móti þeim með útréttar hendur og meinuðu þeim för úr versluninni.Flutti úr hverfinu eftir atvikið Þau voru í kjölfarið öll sökuð um að hafa stolið varningi og neydd til að tæma vasa sína. Var það gert við eitt afgreiðsluborðið fyrir framan fjölda viðskiptavina. Fór fjölskyldan úr yfirhöfnum sínum og tæmdi vasa sína og stóðu starfsmennirnir yfir þeim á meðan. Atburðarásin tók um það bil hálftíma og átti sér stað á álagstíma fyrir framan aðra viðskiptavini verslunarinnar. Konan sagði fyrir dómi að þessi atburður hefði ýtt undir að hún flutti úr hverfinu. Fjölskyldan vildi meina að starfsmennirnir hefðu hótað þeim ofbeldi og sakaði þá um frelsissviptingu og sagðist hafa upplifað þessi viðbrögð starfsmanna Bónuss sem kynþáttamismunun. Hafði hegðun fjölskyldunnar við snyrtivörurekka í versluninni vakið grunsemdir hjá starfsmönnum Bónuss og talið að hún hefði stolið hárlit. Síðar kom í ljós að umrædd vara fannst ekki í fórum þeirra og þeim frjálst að fara. Héraðsdómur Reykjavíkur mat það svo að háttsemi starfsmanna verslunarinnar að stöðva fjölskylduna og biðja hana um að víkja til hliðar og tæma vasa sína geti ekki talist til ofbeldis, hótunar né frelsissviptingar í skilningi almennra hegningarlaga. Þá vildi fjölskyldan meina að starfsmennirnir hefðu sært æru þeirra með því að hafa þjófkennt hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á það og segir í dómnum að ekki verði annað séð en að starfsmönnunum hafi borið skylda til að gera stefnendum grein fyrir því að hún lægi undir grun um þjófnað og með hvaða rökum.Töldu sig hafa orðið fyrir kynþáttafordómum Þá töldu konan og bróðirinn að afskipti starfsmannanna hafi meðal annars átt rót að rekja til kynþáttafordóma því engir aðrir voru stöðvaðir í versluninni vegna gruns um þjófnað. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði engin skjöl eða framburðir styðja frásögn konunnar og bróðurins. Var því fyrirtækið Hagar, sem rekur Bónus, sýknað af skaðabótakröfum fjölskyldunnar. Konan hafði farið fram á eina milljón króna í bætur frá fyrirtækinu. Þá fór hún einnig fram á eina milljón króna í bætur fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar. Systir konunnar gerði tveggja milljóna króna kröfu fyrir hönd ólögráða barna sinna og þá gerði bróðir konunnar milljón króna kröfu vegna málsins.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira