Enski boltinn

Stoke neytt til að spila á löglega stórum velli á næstu leiktíð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stærri völlur, meira pláss.
Stærri völlur, meira pláss. vísir/getty
Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, hefur engjar áhyggjur af því að félagið þurfi nú að stækka grasvöllinn í löglega stærð fyrir næstu leiktíð.

Brittania-völlurinn er einn leikvangana úrvalsdeildinni sem hefur pláss fyrir leikvöll upp á 105x68 metra, en það er sú stærð sem forráðamenn deildarinnar vilja notast við.

Tony Pulis, fyrrverandi knattspyrnustjóri Stoke, vildi aftur á móti spila á 100x64 metra stórum velli sem hentaði leikstíl Stoke-liðsins hans mjög vel.

Enska úrvalsdeildin heimilaði það til þriggja ára en þeirri undanþágu er nú lokið. Þar sem Brittania-völlurinn er nógu stór verður félagið að mæta til leiks með löglegan völl á næstu leiktíð.

„Við þurfum ekki lítinn völl til að vinna leiki hérna. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á okkur,“ sagið Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke á blaðamannafundi í dag.

„Þetta hefur ekkert með mig að gera samt. Við erum bara tilneyddir til að stækka völlinn. Á móti sögðum við, að ef það væru minni vellir en okkar í deildinni hlyti að vera að við mættum vera með jafnlítinn völl og sá minnsti.“

„Ég held við fengum þessi þrjú ár til að átta okkur á því að svona yrði þetta ekki til framtíðar. Og nú eru þau þrjú ár liðin. Völlurinn verður því stærri því við getum haft hann stærri,“ sagði Mark Hughes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×