Enski boltinn

Manstu eftir þessum Manchester-slag? | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Robin van Persie fagnar sigurmarkinu.
Robin van Persie fagnar sigurmarkinu. vísir/getty
Manchester United og Manchester City mætast í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni um helgina sem hefur mikil áhrif á baráttuna um Meistaradeildarsæti.

Leikir liðanna hafa sumir hverjir verið magnaðir undanfarin ár eins og 4-3 sigurinn á Old Trafford þegar Michael Owen skoraði sigurmarkið á fimmtu mínútu í uppbótartíma.

Viðureign liðanna á Etihad-vellinum tímabilið 2012/2013 var einnig mögnuð, en þá tryggði Robin van Persie United sigurinn með marki úr aukaspyrnu í uppbótartíma.

United komst í 2-0 með tveimur mörkum Wayne Rooney áður en Yaya Touré og Pablo Zabaleta jöfnuðu metin fyrir heimamenn. Endirinn var ótrúlegur og blysum kastað inn á völlinn.

Messan gerði magnað myndband til að fanga dramatíkina í leiknum á sínum tíma og það má sjá hér að neðan. Þvílíkur leikur.


Tengdar fréttir

Kompany: Góður tími til að mæta Manchester United

Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, fagnar því að næsti leikur liðsins sé á móti nágrönnunum í Manchester United en liðin hafa verið á leiðinni í sitthvora áttina á undanförnum vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×