Bjarni Fritzson: Dómararnir bara með dónaskap Siguróli Sigurðsson skrifar 10. apríl 2015 21:33 Bjarni Fritzson. Vísir/Andri Marinó Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari ÍR, var langt frá því að vera sáttur eftir að hafa þurft að þola þriggja marka tap á Akureyri í kvöld en norðanmenn tryggðu sér með því oddaleik í Austurberginu á sunnudaginn. „Við vorum komnir með leikinn í okkar hendur en tökum slæmar ákvarðanir á þeim kafla og þannig tapast þetta. Þetta hefði alveg getað verið okkar dagur en þá hefðum við þurft að slútta betur. Við vorum að spila vel þar til það voru fimm mínútur eftir og þá förum við í einhverja steypu,“ sagði Bjarni. Leikurinn var afar kaflaskiptur og skiptust liðin á að skora ekki í fleiri mínútur í einu. Bjarni taldi það vera sök dómaranna, að þeir væru að flauta leikinn kaflaskiptan: „Ég hef bara ekki séð annað eins í allan vetur. Það voru dómar hérna sem ég skil ekki. Leikurinn er kaflaskiptur því að þeir taka í taumana. Það er ekkert samræmi milli helminga“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Þeir eru á tíma að flauta okkur út úr þessum leik. Þetta eru 8-liða úrslit sem að við höfum verið að berjast fyrir í allan vetur og svo fáum við svona. Þetta er ekki ásættanlegt. Það er ekki hægt að bjóða mönnum sem leggja svona mikla vinnu í veturinn upp á svona dómara," sagði Bjarni. Jón Heiðar Gunnarsson fékk umdeilt rautt spjald og hafði Bjarni sína skoðun á því og hvernig dómararnir tóku á málinu: „Síðan er ekki hægt að tala við þá [dómarana innsk. blm.]. Þeir eru bara með dónaskap og henda mönnum hérna útaf með rautt spjald þegar menn eru að reyna að fá útskýringu einhverju, sem er alveg ótrúlegt. Þetta var bara slæmur árekstur, þetta er bara einn dómur af fjölmörgum. Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef séð.Þeir dæma eitthvað öðru megin, og allt annað hinum megin – ekkert samræmi. Það er mjög leiðinlegt að upplifa að maður sé að spila leik sem er ekki sanngjarn og heiðarlegur.“ sagði Bjarni gríðarlega svekktur. Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari ÍR, var langt frá því að vera sáttur eftir að hafa þurft að þola þriggja marka tap á Akureyri í kvöld en norðanmenn tryggðu sér með því oddaleik í Austurberginu á sunnudaginn. „Við vorum komnir með leikinn í okkar hendur en tökum slæmar ákvarðanir á þeim kafla og þannig tapast þetta. Þetta hefði alveg getað verið okkar dagur en þá hefðum við þurft að slútta betur. Við vorum að spila vel þar til það voru fimm mínútur eftir og þá förum við í einhverja steypu,“ sagði Bjarni. Leikurinn var afar kaflaskiptur og skiptust liðin á að skora ekki í fleiri mínútur í einu. Bjarni taldi það vera sök dómaranna, að þeir væru að flauta leikinn kaflaskiptan: „Ég hef bara ekki séð annað eins í allan vetur. Það voru dómar hérna sem ég skil ekki. Leikurinn er kaflaskiptur því að þeir taka í taumana. Það er ekkert samræmi milli helminga“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Þeir eru á tíma að flauta okkur út úr þessum leik. Þetta eru 8-liða úrslit sem að við höfum verið að berjast fyrir í allan vetur og svo fáum við svona. Þetta er ekki ásættanlegt. Það er ekki hægt að bjóða mönnum sem leggja svona mikla vinnu í veturinn upp á svona dómara," sagði Bjarni. Jón Heiðar Gunnarsson fékk umdeilt rautt spjald og hafði Bjarni sína skoðun á því og hvernig dómararnir tóku á málinu: „Síðan er ekki hægt að tala við þá [dómarana innsk. blm.]. Þeir eru bara með dónaskap og henda mönnum hérna útaf með rautt spjald þegar menn eru að reyna að fá útskýringu einhverju, sem er alveg ótrúlegt. Þetta var bara slæmur árekstur, þetta er bara einn dómur af fjölmörgum. Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef séð.Þeir dæma eitthvað öðru megin, og allt annað hinum megin – ekkert samræmi. Það er mjög leiðinlegt að upplifa að maður sé að spila leik sem er ekki sanngjarn og heiðarlegur.“ sagði Bjarni gríðarlega svekktur.
Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira