Körfubolti

Ókeypis sætaferðir frá Sauðárkróki í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Tindastóls.
Stuðningsmenn Tindastóls. Vísir/Auðunn
Sveitarfélagið Skagafjörður mun í samstarfi við körfuknattleiksdeild Tindastóls bjóða upp á fríar sætaferðir á leik liðsins gegn Haukum í Hafnarfirði í kvöld.

Stefán Jónsson, formaður deildarinnar, segir að allir íbúar Sauðárkróks sem vilja komast á leikinn eigi þess kost. Núna séu á fimmta tug stuðningsmanna búnir að skrá sig.

„En ef það vilja fleiri fara þá fáum við bara stærri rútu. Það fá allir að fara með sem vilja,“ sagði Stefán en frekar upplýsingar um ferðalagið má finna á heimasíðu Tindastóls.

Stefán segir að stuðningsmannasveitin, sem telur sextán manns, fari saman í annarri rútu auk þess sem að hann viti til þess að stór hópur sé á leiðinni suður í einkabílum.

„Þá verða mikið af Skagfirðingum á leiknum sem eru búsettir í bænum. Við eigum von á að það verði mikið af okkar fólki á vellinum,“ sagði hann.

Lagt verður af stað klukkan 14.00 frá Sauðárkróki og fer því hver að verða síðastur að skrá sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×