Össur segir Bjarna undirbúa einkavinavæðingu í bankakerfinu Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2015 10:33 Össur lætur sér fátt fyrir brjósti brenna en nú er honum beinlínis brugðið; límið í ástlausu hjónabandi ríkisstjórnarinnar eru fyrirætlanir um einkavinavæðingu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Össur hefur farið í saumana á frumvarpinu og óhætt að segja þingmanninn reita hár sitt og skegg, svo brugðið var honum við lesturinn. Össur hefur þegar vakið athygli á þessu á Facebooksíðu sinni með afgerandi hætti og hann dregur síst úr þegar Vísir innti hann frekar eftir þessu nú í morgun. „Þessir tveir flokkar úthlutuðu bankakerfinu til vildarmanna sinna síðast þegar bankarnir voru einkavæddir og það var upphafið að ógæfu Íslands,“ segir Össur. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu.Límið í ástlausu sambandi„Hafi menn efast hvaða áform eru uppi með bankana þá tekur þetta frumvarp af öll tvímæli. Það er beinlínis klæðskerasniðið til að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hafi öll tök á því hvernig á að selja hluti ríkisins í bönkunum, og að lokum einkavæða Aríon og Íslandsbanka aftur - því það þarf ekki einu sinni að leita samþykkis þingsins. Frumvarpið er svo ólýðræðislegt og brútalt að ég get ekki séð neinn annan tilgang með því en að aftur sé verið að leggja drög að því að skipta upp völdunum í bankakerfinu á milli þessara tveggja flokka. Og það og ekkert annað er límið í þessu ástlausa hjónabandi þessara tveggja flokka sem á að heita ríkisstjórn,“ segir Össur, sem á vart nógu sterk orð í eigu sinni í lýsingum á hinum gerræðislega hugsunarhætti sem honum sýnist búa að baki.Mun berjast gegn þessu með klóm og tönnumÖssur segir þetta algerlega úr takti við allar kröfur fólks í kjölfar hrunsins um gegnsæ vinnubrögð að taka þetta upp. „Bankasýslan, þar sem ráðherrum er nánast bannað að koma nálægt, átti að tryggja að engin myrkraverk eða vildarvinagreiðar, hvað þá flokkspólitík, kæmi að sölu þessara hluta. Nú er þetta allt tekið inn á skrifborð fjármálaráðherra. Þetta er uppskrift að vondum vinnubrögðum.“En, er ekki einsýnt að þetta frumvarp fari í gegnum þingið, þá í krafti mikils þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Ég mun að minnsta kosti berjast með klóm og tönnum gegn því að þetta fari í gegnum þingið á þessu formi,“ segir Össur. Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Össur hefur farið í saumana á frumvarpinu og óhætt að segja þingmanninn reita hár sitt og skegg, svo brugðið var honum við lesturinn. Össur hefur þegar vakið athygli á þessu á Facebooksíðu sinni með afgerandi hætti og hann dregur síst úr þegar Vísir innti hann frekar eftir þessu nú í morgun. „Þessir tveir flokkar úthlutuðu bankakerfinu til vildarmanna sinna síðast þegar bankarnir voru einkavæddir og það var upphafið að ógæfu Íslands,“ segir Össur. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu.Límið í ástlausu sambandi„Hafi menn efast hvaða áform eru uppi með bankana þá tekur þetta frumvarp af öll tvímæli. Það er beinlínis klæðskerasniðið til að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hafi öll tök á því hvernig á að selja hluti ríkisins í bönkunum, og að lokum einkavæða Aríon og Íslandsbanka aftur - því það þarf ekki einu sinni að leita samþykkis þingsins. Frumvarpið er svo ólýðræðislegt og brútalt að ég get ekki séð neinn annan tilgang með því en að aftur sé verið að leggja drög að því að skipta upp völdunum í bankakerfinu á milli þessara tveggja flokka. Og það og ekkert annað er límið í þessu ástlausa hjónabandi þessara tveggja flokka sem á að heita ríkisstjórn,“ segir Össur, sem á vart nógu sterk orð í eigu sinni í lýsingum á hinum gerræðislega hugsunarhætti sem honum sýnist búa að baki.Mun berjast gegn þessu með klóm og tönnumÖssur segir þetta algerlega úr takti við allar kröfur fólks í kjölfar hrunsins um gegnsæ vinnubrögð að taka þetta upp. „Bankasýslan, þar sem ráðherrum er nánast bannað að koma nálægt, átti að tryggja að engin myrkraverk eða vildarvinagreiðar, hvað þá flokkspólitík, kæmi að sölu þessara hluta. Nú er þetta allt tekið inn á skrifborð fjármálaráðherra. Þetta er uppskrift að vondum vinnubrögðum.“En, er ekki einsýnt að þetta frumvarp fari í gegnum þingið, þá í krafti mikils þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Ég mun að minnsta kosti berjast með klóm og tönnum gegn því að þetta fari í gegnum þingið á þessu formi,“ segir Össur.
Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Sjá meira