Erlent

Joni Mitchell á gjörgæslu

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Mitchell sló í gegn með lögum á borð við Big Yellow Taxi og Help Me.
Mitchell sló í gegn með lögum á borð við Big Yellow Taxi og Help Me. VÍSIR/JONI MITCHELL
Söngkonan og lagahöfundurinn Joni Mitchett var flutt með flýti á sjúkrahús í Kaliforníu í nótt og liggur nú á gjörgæslu.

Sjúkraflutningamenn komu að henni meðvitundalausri á heimili hennar en hún rankaði við sér í sjúkrabílnum.

Í yfirlýsingu frá aðstandendum segir að læknar reyni nú að skera úr um hvað átti sér stað. Fjölskylda Mitchells hvetur aðdáendur hennar til að kveikja á kerti og syngja eins og eitt lag.

Mitchell sló í gegn með lögum á borð við Big Yellow Taxi og Help Me. Hún hefur verið kölluð einn hæfileikaríkasti lagasmiður allra tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×