Innlent

Snjóflóð féll við Strákagöng

Gissur Sigurðsson skrifar
Björgunarsveitarmenn þurftu að aðstoða fólk  í vandræðum á vegum, víða á svæðinu í gærkvöldi, en nú er víðast hvar byrjað að ryðja.
Björgunarsveitarmenn þurftu að aðstoða fólk í vandræðum á vegum, víða á svæðinu í gærkvöldi, en nú er víðast hvar byrjað að ryðja.
Snjóflóð féll Siglufjarðarmegin við Strákagöng í gærkvöldi og lokaði veginum. Enginn var þar á ferð þegar flóðið féll, en skömmu síðar bar þar að bíla, sem voru að koma úr Skagafirði, og selfluttu björgunarsveitarmenn fólkið úr þeim yfir flóðið, en vegurinn verður ekki ruddur fyrr en búið verður að kanna aðstæður nánar.

Mikil snjóflóðahætta er nú á utanverðum Tröllaskaga, að mati Veðurstofunnar þar sem nýfallinn snjór er ofan á eldri og stöðugri snjóalögum.

Vegir urðu víða ófærir á norðausturlandi í gærkvöldi eftir töluverða snjókomu, og gengið hefur á með éljum á þessu landssvæði í nótt.

Björgunarsveitarmenn þurftu að aðstoða fólk  í vandræðum á vegum, víða á svæðinu í gærkvöldi, en nú er víðast hvar byrjað að ryðja.    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×