Erlent

Palestína nú aðili að stríðsglæpadómstólnum

Atli Ísleifsson skrifar
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna. Vísir/AP
Palestína er nú orðið formlegur aðili að Alþjóðastríðsglæpadómstólnum í Haag. Sérstök athöfn var haldin í Haag í morgun í tilefni af tímamótunum.

Með aðild að dómstólnum geta Palestínumenn nú höfðað mál á hendur Ísrael fyrir dómstólnum.

Bæði stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ísrael hafa harðlega gagnrýnt aðild Palestínumanna að dómstólnum.

Ísraelsstjórn hefur undirritað stofsáttmála dómstólsins en ekki fullgilt hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×