Hetjan úr kosher versluninni fær ríkisborgararétt Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2015 18:03 Lassana Bathily er 24 ára og var starfsmaður verslunarinnar þar sem hryðjuverkamaðurinn Amedy Coulibaly réðst til atlögu á föstudaginn. Vísir/AFP Fleiri hundruð þúsund kröfðust þess að Lassana Bathily fengi franskan ríkisborgararétt eftir hetjudáð sína í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í París í síðustu viku. Innanríkisráðherra landsins hefur nú orðið við þeim kröfum. Ráðherrann Bernard Cazeneuve tilkynnti nú síðdegis að Bathily komi til með að fá ríkisborgararétt við sérstaka athöfn í næstu viku. Bathilys bjargaði fjölda manns á föstudaginn í kosher matvöruversluninni í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar þegar hryðjuverkamaðurinn Amedy Coulibaly hélt þar fjölda fólks í gíslingu. Margir hafa lýst viðbrögðum Bathily sem hetjudáð. Bathily var starfsmaður í versluninni og opnaði kælirými verslunarinnar þegar Coulibaly réðst til inngöngu. Fimmtán viðskiptavinir verslunarinnar gátu þá falið sig í kælinum, á sama tíma og Coulibaly hélt fjölda manns í gíslingu. Að því loknu gat Bathily smyglað sér út úr versluninni og komið skilaboðum til lögreglu um hvernig væri umhorfs í versluninni til að áhlaup lögreglu yrði eins vel heppnað og hugsast gat. Eftir að honum hafði tekist að flýja úr versluninni setti lögregla hann fyrst í handjárn þar sem grunur lék á að hann væri vitorðsmaður Coulibaly en gat síðar aðstoðað lögreglu með þeim upplýsingum sem hann bjó yfir. Francois Hollande Frakklandsforseti ræddi við Bathily á sunnudaginn og þakkaði honum fyrir hans framlag. Coulibaly var sá eini sem lét lífið í áhlaupi lögreglu en hann hafi þá þegar myrt fjóra í versluninni.Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að stofnunin CRAN (Conseil représentatif des associations noires de France) hóf um helgina herferð þar sem þess var krafist að Bathily yrði veittur ríkisborgararéttur. Bathily er 24 ára Malímaður sem sótti um franskan ríkisborgararétt á síðasta ári. Hann var lengi án pappíra en fékk að lokum starf í kosher versluninni í austurhluta Parísar. „Já, ég hjálpaði gyðingum. Við erum bræður. Þetta snýst ekki um gyðinga, kristna eða múslíma. Við erum allir í sama báti,“ sagði Bathily í sjónvarpsviðtali, en hann er sjálfur múslími. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Fleiri hundruð þúsund kröfðust þess að Lassana Bathily fengi franskan ríkisborgararétt eftir hetjudáð sína í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í París í síðustu viku. Innanríkisráðherra landsins hefur nú orðið við þeim kröfum. Ráðherrann Bernard Cazeneuve tilkynnti nú síðdegis að Bathily komi til með að fá ríkisborgararétt við sérstaka athöfn í næstu viku. Bathilys bjargaði fjölda manns á föstudaginn í kosher matvöruversluninni í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar þegar hryðjuverkamaðurinn Amedy Coulibaly hélt þar fjölda fólks í gíslingu. Margir hafa lýst viðbrögðum Bathily sem hetjudáð. Bathily var starfsmaður í versluninni og opnaði kælirými verslunarinnar þegar Coulibaly réðst til inngöngu. Fimmtán viðskiptavinir verslunarinnar gátu þá falið sig í kælinum, á sama tíma og Coulibaly hélt fjölda manns í gíslingu. Að því loknu gat Bathily smyglað sér út úr versluninni og komið skilaboðum til lögreglu um hvernig væri umhorfs í versluninni til að áhlaup lögreglu yrði eins vel heppnað og hugsast gat. Eftir að honum hafði tekist að flýja úr versluninni setti lögregla hann fyrst í handjárn þar sem grunur lék á að hann væri vitorðsmaður Coulibaly en gat síðar aðstoðað lögreglu með þeim upplýsingum sem hann bjó yfir. Francois Hollande Frakklandsforseti ræddi við Bathily á sunnudaginn og þakkaði honum fyrir hans framlag. Coulibaly var sá eini sem lét lífið í áhlaupi lögreglu en hann hafi þá þegar myrt fjóra í versluninni.Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að stofnunin CRAN (Conseil représentatif des associations noires de France) hóf um helgina herferð þar sem þess var krafist að Bathily yrði veittur ríkisborgararéttur. Bathily er 24 ára Malímaður sem sótti um franskan ríkisborgararétt á síðasta ári. Hann var lengi án pappíra en fékk að lokum starf í kosher versluninni í austurhluta Parísar. „Já, ég hjálpaði gyðingum. Við erum bræður. Þetta snýst ekki um gyðinga, kristna eða múslíma. Við erum allir í sama báti,“ sagði Bathily í sjónvarpsviðtali, en hann er sjálfur múslími.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira