Ég mun slá þá út einn daginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2015 16:00 Stefán Rafn Sigurmannsson er á hraðri uppleið í handboltaheiminum og segja sumir að hann sé besti varamaður heims. Hann gæti hæglega komist í mörg af bestu félagsliðum heims. vísir/ernir Hinn frábæri hornamaður Stefán Rafn Sigurmannsson fer með íslenska landsliðinu til Katar þar sem hann verður klár í slaginn ef Guðjón Valur Sigurðsson þarf á hvíld að halda. Það hefur reyndar ekki verið eftirsóknarvert að sitja á bekknum fyrir ofurmanninn Guðjón sem spilar nánast hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik. Stefán Rafn fékk kærkomið tækifæri til þess að sýna sig og sanna í æfingaleikjunum um síðustu helgi og er óhætt að segja að hann hafi heldur betur stimplað sig inn. Þar er kominn arftaki Guðjóns Vals og þarf ekki að hafa áhyggjur af vinstri hornastöðunni næstu árin. Þeir sem til þekkja segja að Stefán Rafn gæti hæglega verið að spila með einhverju af bestu liðum heims. Hann sé einfaldlega það góður. Þrátt fyrir það hefur hann setið mikið á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen þar sem fyrir er þýski snillingurinn Uwe Gensheimer. Stefán Rafn er því varamaður hjá tveimur bestu vinstri hornamönnum heims – Guðjóni og Gensheimer. „Mér finnst fínt að keppa við þá. Það setur á mig aukna pressu og hvetur mig áfram til þess verða betri. Fyrir vikið legg ég harðar að mér til þess að veita þeim samkeppni. Ég finn að ég er farinn að pressa Gensheimer meira en í fyrra og er farinn að fá meiri spiltíma. Þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt,“ segir Stefán Rafn borubrattur en hann framlengdi við Löwen þó svo staðfest væri að Gensheimer yrði áfram hjá félaginu. „Ég mun halda áfram á þessari braut og slá þá út einn daginn. Þá veit ég að ég er orðinn góður. Þetta eru frábærir strákar sem hafa reynst mér vel og kennt mér mikið. Þeir gefa sig alltaf 100 prósent í allt og verulega gott að læra af þeim. Ég veit hvað þarf að bæta og að geta lært það af þeim er frábært.“Stefán í leik með félagsliði sínu.vísir/gettyÍ raun eru mjög margir hissa á því að Stefán Rafn sé ekki farinn til annars liðs en hann unir vel við sitt hlutskipti og er enn að læra. „Ég vil bara spila á toppnum. Við í Löwen erum í Evrópukeppni og það er mikið leikjaálag. Ég tel mig því fá nægan spiltíma hjá Löwen. Álaginu hefur verið vel dreift þannig að ég er mjög sáttur í augnablikinu. Ég fékk tilboð um að fara annað en ákvað að vera áfram hjá Löwen því ég tel mig vera nógu góðan til að vera í því liði. Mitt markmið er að vera orðinn byrjunarliðsmaður þar á næstu árum,“ segir Stefán Rafn en það breytti engu fyrir hann þó svo Guðmundur Guðmundsson hefði hætt og í hans stað hefði komið Daninn Nikolaj Jacobsen. Hann er einnig gamall hornamaður eins og Guðmundur. „Mér líður vel hjá Löwen. Ég lærði mikið af Gumma og get lært mikið af þessum þjálfara. Ég er á því að ég hafi bætt mig mjög mikið síðan ég gekk í raðir félagsins. Minn leikur hefur farið stigvaxandi og ég vona að það verði framhald þar á.“ Haukamaðurinn fyrrverandi segir að það hafi ekki mikið breyst hjá Löwen við þjálfaraskiptin. „Það er verið að vinna með sömu hluti. Við fengum nokkra nýja leikmenn en kerfin eru svipuð enda var Gummi búinn að byggja frábæran grunn hjá félaginu. Hann hefur aðeins bætt við en Gummi var búinn að byggja frábæran grunn sem við byggjum ofan á. Það hefur verið frekar auðvelt að taka við þessu liði sem Gummi bjó til.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Hinn frábæri hornamaður Stefán Rafn Sigurmannsson fer með íslenska landsliðinu til Katar þar sem hann verður klár í slaginn ef Guðjón Valur Sigurðsson þarf á hvíld að halda. Það hefur reyndar ekki verið eftirsóknarvert að sitja á bekknum fyrir ofurmanninn Guðjón sem spilar nánast hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik. Stefán Rafn fékk kærkomið tækifæri til þess að sýna sig og sanna í æfingaleikjunum um síðustu helgi og er óhætt að segja að hann hafi heldur betur stimplað sig inn. Þar er kominn arftaki Guðjóns Vals og þarf ekki að hafa áhyggjur af vinstri hornastöðunni næstu árin. Þeir sem til þekkja segja að Stefán Rafn gæti hæglega verið að spila með einhverju af bestu liðum heims. Hann sé einfaldlega það góður. Þrátt fyrir það hefur hann setið mikið á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen þar sem fyrir er þýski snillingurinn Uwe Gensheimer. Stefán Rafn er því varamaður hjá tveimur bestu vinstri hornamönnum heims – Guðjóni og Gensheimer. „Mér finnst fínt að keppa við þá. Það setur á mig aukna pressu og hvetur mig áfram til þess verða betri. Fyrir vikið legg ég harðar að mér til þess að veita þeim samkeppni. Ég finn að ég er farinn að pressa Gensheimer meira en í fyrra og er farinn að fá meiri spiltíma. Þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt,“ segir Stefán Rafn borubrattur en hann framlengdi við Löwen þó svo staðfest væri að Gensheimer yrði áfram hjá félaginu. „Ég mun halda áfram á þessari braut og slá þá út einn daginn. Þá veit ég að ég er orðinn góður. Þetta eru frábærir strákar sem hafa reynst mér vel og kennt mér mikið. Þeir gefa sig alltaf 100 prósent í allt og verulega gott að læra af þeim. Ég veit hvað þarf að bæta og að geta lært það af þeim er frábært.“Stefán í leik með félagsliði sínu.vísir/gettyÍ raun eru mjög margir hissa á því að Stefán Rafn sé ekki farinn til annars liðs en hann unir vel við sitt hlutskipti og er enn að læra. „Ég vil bara spila á toppnum. Við í Löwen erum í Evrópukeppni og það er mikið leikjaálag. Ég tel mig því fá nægan spiltíma hjá Löwen. Álaginu hefur verið vel dreift þannig að ég er mjög sáttur í augnablikinu. Ég fékk tilboð um að fara annað en ákvað að vera áfram hjá Löwen því ég tel mig vera nógu góðan til að vera í því liði. Mitt markmið er að vera orðinn byrjunarliðsmaður þar á næstu árum,“ segir Stefán Rafn en það breytti engu fyrir hann þó svo Guðmundur Guðmundsson hefði hætt og í hans stað hefði komið Daninn Nikolaj Jacobsen. Hann er einnig gamall hornamaður eins og Guðmundur. „Mér líður vel hjá Löwen. Ég lærði mikið af Gumma og get lært mikið af þessum þjálfara. Ég er á því að ég hafi bætt mig mjög mikið síðan ég gekk í raðir félagsins. Minn leikur hefur farið stigvaxandi og ég vona að það verði framhald þar á.“ Haukamaðurinn fyrrverandi segir að það hafi ekki mikið breyst hjá Löwen við þjálfaraskiptin. „Það er verið að vinna með sömu hluti. Við fengum nokkra nýja leikmenn en kerfin eru svipuð enda var Gummi búinn að byggja frábæran grunn hjá félaginu. Hann hefur aðeins bætt við en Gummi var búinn að byggja frábæran grunn sem við byggjum ofan á. Það hefur verið frekar auðvelt að taka við þessu liði sem Gummi bjó til.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira