Héti þessi eyja Vesturey ef Eyjamenn hefðu valið? Kristján Már Unnarsson skrifar 15. janúar 2015 09:57 Neðansjávareldgosið hófst 14. nóvember 1963. Rúmum 3 vikum síðar, 9. desember, hlaut eyjan nafnið Surtsey. Mynd/Erling Ólafsson. Mývetningar fá að eiga frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra sem verða til vegna eldgossins í Holuhrauni, samkvæmt frumvarpi um örnefni, sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vonast til að verði fljótlega að lögum frá Alþingi. Það gerir ráð fyrir að viðkomandi sveitarstjórn finni ný nöfn, í samráði við örnefnanefnd, en ráðherra þarf þó að staðfesta tillöguna. Ekki er víst að Surtsey héti því nafni í dag, ef þessari aðferð hefði verið beitt árið 1963. Þá gerðist það, þremur vikum eftir upphaf neðansjávargossins, að Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra fól örnefnanefnd að gera tillögu um nafn. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður var þá formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn voru Halldór Halldórsson, Ágúst Böðvarsson, Pálmi Einarsson og Magnús Már Lárusson. Í frásögn Halldórs Halldórssonar af aðdraganda nafngiftarinnar, sem birtist 30 árum síðar í Lesbók Morgunblaðsins, kemur fram að Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur hafi þrýst á að nafn kæmi fljótt en hann var fenginn til að vera ráðgjafi nefndarinnar. „Ég minnist þess að Sigurður Þórarinsson sagði mér á fundinum að nauðsynlegt væri að festa nafn á eyjunni vegna þess hve mikið væri skrifað um eldgosið og eyjuna bæði hérlendis og erlendis,“ sagði Halldór. Meðal annarra nafna sem til greina komu á nýju eyjuna voru Svartey og Vesturey. „Ekki felldi Sigurður Þórarinsson sig við nafnið Svartey og sagði, ef til vill meira í gamni en alvöru, að eyjan kynni síðar að verða hvít af fuglsdriti og yrði Svartey þá öfugmæli. Þegar nafnið Svartey var úr sögunni, fórum við Sigurður að stinga saman nefjum í því skyni að reyna að gefa eyjunni þjóðlegt og helst dálítið frumlegt nafn, laust við alla lágkúru. Hrökk þá út úr okkur nafnið Surtshellir. Og þá var vandinn leystur. Auðvitað skyldi eyjan heita Surtsey. Hvor okkar varð fyrri til að nefna nafnið Surtsey, man ég ekki. Hitt er ég viss um að hugmyndin að baki er okkar beggja, það var örnefnið Surtshellir og hugmyndin um eldjötuninn Surt, sem flugu okkur báðum í hug,“ segir í frásögn Halldórs. Ráðherra féllst á þessa tillögu örnefnanefndar og þann 9. desember 1963 auglýsti ráðherra formlega að eyjan skyldi heita Surtsey og gígurinn Surtur. En þar með var málinu ekki lokið. Margir í Vestmannaeyjum lýstu óánægju með Surtseyjarnafnið og fjórum dögum síðar, þann 13. desember, sigldi hópur Eyjamanna við illan leik út í gjósandi eyjuna og setti þar niður íslenska fánann, skjaldarmerki Vestmannaeyja og skilti sem á stóð „Vesturey“. Samtök voru stofnuð í Vestmannaeyjum, Vestureyjarsamtökin, og hófu þau undirskriftasöfnun þar sem Surtseyjarnafninu var lýst sem óhæfu og þess krafist að nafni Surtseyjar yrði breytt í Vesturey. Undirskriftirnar voru afhentar örnefnanefnd í marsmánuði 1964. Í apríl sama ár sendi örnefnanefnd svar til baka þar sem kröfu um nafnbreytingu var hafnað. Heitir eyjan því enn í dag „Surtsey“. Þá er einnig spurning hvort Eldfell á Heimaey héti því nafni í dag, hefðu Eyjamenn fengið að ráða. Meðal þeirra var ríkur vilji fyrir því árið 1973 að nýja fellið fengið nafnið Kirkjufell. Niðurstaða örnefnanefndar var tilkynnt 24. apríl 1973, þremur mánuðum eftir að gosið hófst. Hið nýja eldfjall skyldi heita Eldfell. Þá voru enn rúmir tveir mánuðir til gosloka og ekki séð hvert endanlegt útlit fjallsins yrði. Tengdar fréttir Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mývetningar fá að eiga frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra sem verða til vegna eldgossins í Holuhrauni, samkvæmt frumvarpi um örnefni, sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vonast til að verði fljótlega að lögum frá Alþingi. Það gerir ráð fyrir að viðkomandi sveitarstjórn finni ný nöfn, í samráði við örnefnanefnd, en ráðherra þarf þó að staðfesta tillöguna. Ekki er víst að Surtsey héti því nafni í dag, ef þessari aðferð hefði verið beitt árið 1963. Þá gerðist það, þremur vikum eftir upphaf neðansjávargossins, að Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra fól örnefnanefnd að gera tillögu um nafn. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður var þá formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn voru Halldór Halldórsson, Ágúst Böðvarsson, Pálmi Einarsson og Magnús Már Lárusson. Í frásögn Halldórs Halldórssonar af aðdraganda nafngiftarinnar, sem birtist 30 árum síðar í Lesbók Morgunblaðsins, kemur fram að Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur hafi þrýst á að nafn kæmi fljótt en hann var fenginn til að vera ráðgjafi nefndarinnar. „Ég minnist þess að Sigurður Þórarinsson sagði mér á fundinum að nauðsynlegt væri að festa nafn á eyjunni vegna þess hve mikið væri skrifað um eldgosið og eyjuna bæði hérlendis og erlendis,“ sagði Halldór. Meðal annarra nafna sem til greina komu á nýju eyjuna voru Svartey og Vesturey. „Ekki felldi Sigurður Þórarinsson sig við nafnið Svartey og sagði, ef til vill meira í gamni en alvöru, að eyjan kynni síðar að verða hvít af fuglsdriti og yrði Svartey þá öfugmæli. Þegar nafnið Svartey var úr sögunni, fórum við Sigurður að stinga saman nefjum í því skyni að reyna að gefa eyjunni þjóðlegt og helst dálítið frumlegt nafn, laust við alla lágkúru. Hrökk þá út úr okkur nafnið Surtshellir. Og þá var vandinn leystur. Auðvitað skyldi eyjan heita Surtsey. Hvor okkar varð fyrri til að nefna nafnið Surtsey, man ég ekki. Hitt er ég viss um að hugmyndin að baki er okkar beggja, það var örnefnið Surtshellir og hugmyndin um eldjötuninn Surt, sem flugu okkur báðum í hug,“ segir í frásögn Halldórs. Ráðherra féllst á þessa tillögu örnefnanefndar og þann 9. desember 1963 auglýsti ráðherra formlega að eyjan skyldi heita Surtsey og gígurinn Surtur. En þar með var málinu ekki lokið. Margir í Vestmannaeyjum lýstu óánægju með Surtseyjarnafnið og fjórum dögum síðar, þann 13. desember, sigldi hópur Eyjamanna við illan leik út í gjósandi eyjuna og setti þar niður íslenska fánann, skjaldarmerki Vestmannaeyja og skilti sem á stóð „Vesturey“. Samtök voru stofnuð í Vestmannaeyjum, Vestureyjarsamtökin, og hófu þau undirskriftasöfnun þar sem Surtseyjarnafninu var lýst sem óhæfu og þess krafist að nafni Surtseyjar yrði breytt í Vesturey. Undirskriftirnar voru afhentar örnefnanefnd í marsmánuði 1964. Í apríl sama ár sendi örnefnanefnd svar til baka þar sem kröfu um nafnbreytingu var hafnað. Heitir eyjan því enn í dag „Surtsey“. Þá er einnig spurning hvort Eldfell á Heimaey héti því nafni í dag, hefðu Eyjamenn fengið að ráða. Meðal þeirra var ríkur vilji fyrir því árið 1973 að nýja fellið fengið nafnið Kirkjufell. Niðurstaða örnefnanefndar var tilkynnt 24. apríl 1973, þremur mánuðum eftir að gosið hófst. Hið nýja eldfjall skyldi heita Eldfell. Þá voru enn rúmir tveir mánuðir til gosloka og ekki séð hvert endanlegt útlit fjallsins yrði.
Tengdar fréttir Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45