"Þeir lögðu á ráðin um hryðjuverkaárás“ Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2015 21:15 Saksóknarinn Eric van der Sypt greindi fréttamönnum frá því að mennirnir hafi tilheyrt hópi sem hafði snúið aftur frá Sýrlandi og lagt á ráðin um meiriháttar hryðjuverkaárás. Vísir/AFP Tveir létust og einn var handtekinn í aðgerðum belgísku lögreglunnar gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í bænum Verviers í austurhluta Belgíu fyrr í kvöld. Málið er talið tengjast íslömskum öfgamönnum. Saksóknarinn Eric van der Sypt greindi fréttamönnum frá því að mennirnir hafi tilheyrt hópi sem hafði snúið aftur frá Sýrlandi og lagt á ráðin um meiriháttar hryðjuverkaárás. Sagði hann hina grunuðu hafa skotið á lögreglu áður en þeir voru drepnir. Engir lögreglumenn særðust í árásinni. Aðgerðin átti sér stað í miðborg Verviers og segjast vitni hafa heyrt skothríð í nokkrar mínútur og að minnsta kosti þrjár sprengingar. Bærinn Verviers er í Liege-héraði og búa þar um 56 þúsund manns.Reikna með að handtaka fleiri Van der Sypt segir að hryðjuverkaárásir mannanna hefðu átt að beinast að lögreglubyggingum. Hann segir ekkert benda til þess að mennirnir hafi tengst mönnunum sem stóðu fyrir hryðjuverkaárásunum í París í síðustu viku. Lögregla hafði fylgst með ferðum mannanna um margra vikna skeið og beitti lögregla meðal annars hlerunum. „Við reiknum með að handtaka fleiri í tengslum við málið,“ segir saksóknarinn. Í frétt SVT kemur fram að lögregla í belgísku höfuðborginni Brussel hafi lokað göngum í hverfinu þar sem helstu stofnanir Evrópusambandsins er að finna og að sögn sjónarvotta sveima þyrlur yfir borginni.Viðbúnaðarstig hækkað Um tíu samhæfðar aðgerðir lögreglu hafa staðið yfir í Brussel og fleiri stöðum í Belgíu í kvöld og hefur viðbúnaðarstig lögreglu verið hækkað á ákveðnum svæðum í landinu. Fyrr í dag var belgískur vopnasölumaður handtekinn sem viðurkennt hefur að hafa verið í samskiptum við Amedy Coulibaly, Frakkann sem tók fjölda manns í gíslingu í kosher verslun í austurhluta Parísar á föstudaginn, auk þess að hafa drepið lögreglukonu í frönsku höfuðborginni á fimmtudaginn fyrir viku. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Tveir létust og einn var handtekinn í aðgerðum belgísku lögreglunnar gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í bænum Verviers í austurhluta Belgíu fyrr í kvöld. Málið er talið tengjast íslömskum öfgamönnum. Saksóknarinn Eric van der Sypt greindi fréttamönnum frá því að mennirnir hafi tilheyrt hópi sem hafði snúið aftur frá Sýrlandi og lagt á ráðin um meiriháttar hryðjuverkaárás. Sagði hann hina grunuðu hafa skotið á lögreglu áður en þeir voru drepnir. Engir lögreglumenn særðust í árásinni. Aðgerðin átti sér stað í miðborg Verviers og segjast vitni hafa heyrt skothríð í nokkrar mínútur og að minnsta kosti þrjár sprengingar. Bærinn Verviers er í Liege-héraði og búa þar um 56 þúsund manns.Reikna með að handtaka fleiri Van der Sypt segir að hryðjuverkaárásir mannanna hefðu átt að beinast að lögreglubyggingum. Hann segir ekkert benda til þess að mennirnir hafi tengst mönnunum sem stóðu fyrir hryðjuverkaárásunum í París í síðustu viku. Lögregla hafði fylgst með ferðum mannanna um margra vikna skeið og beitti lögregla meðal annars hlerunum. „Við reiknum með að handtaka fleiri í tengslum við málið,“ segir saksóknarinn. Í frétt SVT kemur fram að lögregla í belgísku höfuðborginni Brussel hafi lokað göngum í hverfinu þar sem helstu stofnanir Evrópusambandsins er að finna og að sögn sjónarvotta sveima þyrlur yfir borginni.Viðbúnaðarstig hækkað Um tíu samhæfðar aðgerðir lögreglu hafa staðið yfir í Brussel og fleiri stöðum í Belgíu í kvöld og hefur viðbúnaðarstig lögreglu verið hækkað á ákveðnum svæðum í landinu. Fyrr í dag var belgískur vopnasölumaður handtekinn sem viðurkennt hefur að hafa verið í samskiptum við Amedy Coulibaly, Frakkann sem tók fjölda manns í gíslingu í kosher verslun í austurhluta Parísar á föstudaginn, auk þess að hafa drepið lögreglukonu í frönsku höfuðborginni á fimmtudaginn fyrir viku.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira