Vill fá karla með í jafnréttisumræðuna ingvar haraldsson skrifar 15. janúar 2015 08:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Ismanto Adna, ráðherra íþrótta- og ungmennamála í Súrínam, takast í hendur við upphaf ráðstefnunnar. „Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og verið vel sótt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um Rakarastofuráðstefnuna sem nú er haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Ísland og Súrínam standa saman að ráðstefnunni sem hófst í gær. Markmið ráðstefnunnar er að fá karla til að taka þátt í umræðunni um jafnrétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að lögð hafi verið áhersla á karlmenn á ráðstefnunni til þess að auka umræðuna um jafnréttismál meðal karla. „Við vildum fá þá til að taka meiri þátt í umræðunni og taka þátt í breyta hlutum til hins betra. Og til að fá þá til að viðurkenna að það þurfi að breyta umræðunni um jafnréttismál. Við náum seint fullu jafnrétti nema að fá karlmennina með í umræðuna,“ segir Gunnar Bragi.Ráðstefnan vakið heimsathygli Ráðstefnan hefur vakið athygli víða um heim. Blaðamenn á ráðstefnunni eru margir hverjir komnir langt að. Gunnar Bragi var í viðtali á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í gær. Greinar um ráðstefnuna hafa birst í bresku blöðunum The Guardian, The Telegraph og The Independent. Gunnar Bragi segir ánægjulegt hve mikla athygli ráðstefnan hefur vakið. „Umræðan ein og sér mun skila okkur eitthvað áfram. Þetta hefur vakið athygli á Íslandi og því sem við höfum gert vel. Þetta mun ýta við okkur að gera enn betur heima fyrir,“ segir hann. Ráðstefnan er framlag Íslands til átaksins HeForShe, sem leikkonan Emma Watson kom af stað. Í átakinu eru karlar hvattir til þátttöku í baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að yfir 100 fulltrúar hafi setið fyrsta hluta ráðstefnunnar í gær, þar á meðal frá Ástralíu, Afganistan, Bandaríkjunum og öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnunni lýkur í dag með málþingi og blaðamannafundi. Meðal þeirra sem munu ávarpa málþingið eru Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, Donald McPherson, fyrrverandi atvinnumaður í amerískum fótbolta, Gabriel Wikström, heilbrigðis- og velferðarráðherra Svíþjóðar, og Magnús Scheving. Þá flytur Vigdís Finnbogadóttir ásamt fleirum ávarp af myndbandi. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
„Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og verið vel sótt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um Rakarastofuráðstefnuna sem nú er haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Ísland og Súrínam standa saman að ráðstefnunni sem hófst í gær. Markmið ráðstefnunnar er að fá karla til að taka þátt í umræðunni um jafnrétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að lögð hafi verið áhersla á karlmenn á ráðstefnunni til þess að auka umræðuna um jafnréttismál meðal karla. „Við vildum fá þá til að taka meiri þátt í umræðunni og taka þátt í breyta hlutum til hins betra. Og til að fá þá til að viðurkenna að það þurfi að breyta umræðunni um jafnréttismál. Við náum seint fullu jafnrétti nema að fá karlmennina með í umræðuna,“ segir Gunnar Bragi.Ráðstefnan vakið heimsathygli Ráðstefnan hefur vakið athygli víða um heim. Blaðamenn á ráðstefnunni eru margir hverjir komnir langt að. Gunnar Bragi var í viðtali á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í gær. Greinar um ráðstefnuna hafa birst í bresku blöðunum The Guardian, The Telegraph og The Independent. Gunnar Bragi segir ánægjulegt hve mikla athygli ráðstefnan hefur vakið. „Umræðan ein og sér mun skila okkur eitthvað áfram. Þetta hefur vakið athygli á Íslandi og því sem við höfum gert vel. Þetta mun ýta við okkur að gera enn betur heima fyrir,“ segir hann. Ráðstefnan er framlag Íslands til átaksins HeForShe, sem leikkonan Emma Watson kom af stað. Í átakinu eru karlar hvattir til þátttöku í baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að yfir 100 fulltrúar hafi setið fyrsta hluta ráðstefnunnar í gær, þar á meðal frá Ástralíu, Afganistan, Bandaríkjunum og öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnunni lýkur í dag með málþingi og blaðamannafundi. Meðal þeirra sem munu ávarpa málþingið eru Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, Donald McPherson, fyrrverandi atvinnumaður í amerískum fótbolta, Gabriel Wikström, heilbrigðis- og velferðarráðherra Svíþjóðar, og Magnús Scheving. Þá flytur Vigdís Finnbogadóttir ásamt fleirum ávarp af myndbandi.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira