Aron: Það var enginn morgundagur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2015 20:26 Aron á hliðarlínunni í dag. Vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið einkar góð tilfinning að sjá íslenska landsliðið landa sigri gegn Egyptalandi í kvöld og tryggja sér þannig sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Þú getur ímyndað þér hvernig okkur öllum hefur liðið frá því í síðasta leik. Það var enginn morgundagur hjá okkur,“ sagði Aron en Ísland tapaði fyrir Tékklandi á fimmtudag með ellefu marka mun og þurfti nauðsynlega að vinna í kvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Hver einasti maður undirbjó sig virkilega vel fyrir þennan leik og allir leikmenn tóku virkilega mikla ábyrgð. Reynslumiklir menn komu sterkir inn í undirbúninginn og við lögðum mikið í hann.“ „Þjóðarstoltið er mikið í okkur Íslendingum og það var gaman að sjá hvernig strákarnir komu til baka.“ Hann segist ekki hafa haft áhyggjur þrátt fyrir að Egyptar hafi komist í 4-1 forystu í leiknum í kvöld. „Mér fannst þvílíkur hugur í okkur. Það voru allir klárir og afar fórnfúsir og mér fannst spennustigið rétt. Við vorum óheppnir með vissa hluti í upphafi en menn voru bara sterkir á því og við náðum að vinna okkur jafnt og þétt inn í leikinn.“ Ísland var með 15-10 forystu eftir fyrri hálfleikinn en Egyptar komu inn í þann síðari af miklum krafti og hleyptu meiri spennu í leikinn. Aron átti von á því. „Við vorum búnir að undirbúa það og gátum þolað það. Það var svo frábært að geta landað þessu - þrátt fyrir að markvörður þeirra hafi komið þá strerkur inn og við gert nokkra tæknifeila og lent í undirtölu. En við náðum alltaf að standa allt af okkur sem var frábært.“ Egyptar byrjuðu með nokkra leikmenn í kvöld sem höfðu minna spilað í mótinu til þessa en í síðari hálfleik spiluðu þeir lengst af á sínum sterkasta mannskap. „Þjálfarinn þeirra hefur gert þetta nokkrum sinnum í mótinu. Hann virðist vera að dreifa á álaginu á milli manna en eftir byrjunina þá setur hann ásana sína inn á og þeir spila bróðurpart leiksins.“ „Ég held að hann hafi veðjað á ferska krafta því að þeirra vörn útheimtir mikla orku. Þeir voru komnir í 16-liða úrslitin og ætla sér eitthvað áfram. Þá verða þeir að vera með menn ferska.“ Ísland mætir Danmörku á mánudag og ljóst að verkefni strákanna verður erfitt. „Nú þurfum við aðeins að ná okkur niður. Það var bara þessi leikur og nú þurfum við að jafna okkur og svo hefst undirbúningur fyrir næsta leik. Þetta verður bara spennandi.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið einkar góð tilfinning að sjá íslenska landsliðið landa sigri gegn Egyptalandi í kvöld og tryggja sér þannig sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Þú getur ímyndað þér hvernig okkur öllum hefur liðið frá því í síðasta leik. Það var enginn morgundagur hjá okkur,“ sagði Aron en Ísland tapaði fyrir Tékklandi á fimmtudag með ellefu marka mun og þurfti nauðsynlega að vinna í kvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Hver einasti maður undirbjó sig virkilega vel fyrir þennan leik og allir leikmenn tóku virkilega mikla ábyrgð. Reynslumiklir menn komu sterkir inn í undirbúninginn og við lögðum mikið í hann.“ „Þjóðarstoltið er mikið í okkur Íslendingum og það var gaman að sjá hvernig strákarnir komu til baka.“ Hann segist ekki hafa haft áhyggjur þrátt fyrir að Egyptar hafi komist í 4-1 forystu í leiknum í kvöld. „Mér fannst þvílíkur hugur í okkur. Það voru allir klárir og afar fórnfúsir og mér fannst spennustigið rétt. Við vorum óheppnir með vissa hluti í upphafi en menn voru bara sterkir á því og við náðum að vinna okkur jafnt og þétt inn í leikinn.“ Ísland var með 15-10 forystu eftir fyrri hálfleikinn en Egyptar komu inn í þann síðari af miklum krafti og hleyptu meiri spennu í leikinn. Aron átti von á því. „Við vorum búnir að undirbúa það og gátum þolað það. Það var svo frábært að geta landað þessu - þrátt fyrir að markvörður þeirra hafi komið þá strerkur inn og við gert nokkra tæknifeila og lent í undirtölu. En við náðum alltaf að standa allt af okkur sem var frábært.“ Egyptar byrjuðu með nokkra leikmenn í kvöld sem höfðu minna spilað í mótinu til þessa en í síðari hálfleik spiluðu þeir lengst af á sínum sterkasta mannskap. „Þjálfarinn þeirra hefur gert þetta nokkrum sinnum í mótinu. Hann virðist vera að dreifa á álaginu á milli manna en eftir byrjunina þá setur hann ásana sína inn á og þeir spila bróðurpart leiksins.“ „Ég held að hann hafi veðjað á ferska krafta því að þeirra vörn útheimtir mikla orku. Þeir voru komnir í 16-liða úrslitin og ætla sér eitthvað áfram. Þá verða þeir að vera með menn ferska.“ Ísland mætir Danmörku á mánudag og ljóst að verkefni strákanna verður erfitt. „Nú þurfum við aðeins að ná okkur niður. Það var bara þessi leikur og nú þurfum við að jafna okkur og svo hefst undirbúningur fyrir næsta leik. Þetta verður bara spennandi.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01
Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43
Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15